Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Á vinnuloftinu Ísak Óli umkringdur eigin verkum, Tinna og félögum og með mynd af múmínálfunum í fanginu. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Í sak Óli hefur þróast og þroskast í list sinni og list- in hefur líka þroskað hann. Nú er orðið miklu léttara að toga hann í átt til nýrra hugmynda í málverkunum, en fyrir fimm árum var það óhugsandi. Við þökkum það líka frábærri þjálfun sem hann hefur fengið hjá góðu fólki,“ segir Sævar Magnússon, fað- ir Ísaks Óla, einhverfs listamanns sem hefur getið sér gott orð fyrir litríkar myndir af þekktum sögu- persónum úr bókum. Margir kann- ast við Tinnamyndirnar hans og strumpamyndirnar, en einnig hefur Málar presta fyrir kirkjuna sína Margir þekkja verkin hans Ísaks Óla sem málar persónur úr bókum en líka lif- andi manneskjur. Langholtskirkja er kirkjan hans Ísaks og þar verður hann með sýningu í tilefni af 60 ára afmæli hennar. Prestar og kórar koma þar við sögu. Jafnrétti Tvær prestamyndir, annar kvenkyns en hinn karlkyns. Þegar kólnar í veðri líkt og verið hefur síðastliðna daga langar marga að hafa það kósí heima fyrir og borða eitthvað gott. Á bloggsíðunni life-as-a-lofthouse má finna margar einfaldar og góðar uppskriftir en í svona veðri langar jú mann ekkert endilega að vesenast neitt mikið. Á síðunni má finna uppskriftir að morgunmat, samlokum, sósum og öllu þar á milli. Síðunni heldur úti ung áhugakona um matargerð sem búsett er í Bandaríkjunum og hefur hún notað sumar uppskriftirnar oft en aðrar eru nýjar. Vefsíðan www.life-as-a-lofthouse.blogspot.com Morgunblaðið/Kristinn Pasta Góður pastaréttur kemur sér vel í kulda og þarf ekki að kosta mikið. Kósí matargerð í kulda Á fyrsta stefnumótakaffi haustsins í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi mun Haraldur Sigurðsson eldfjalla- fræðingur fjalla um eldgosalist. Hann hefur um langt skeið safnað fjöl- breyttum listaverkum sem eiga það sammerkt að sýna eldgos. Í safni hans eru nú mörg hundruð listaverk frá ýmsum tímum, en hluti safnsins er til sýnis í Eldfjallasafninu í Stykk- ishólmi. Á Stefnumótakaffinu mun Haraldur m.a. segja frá rannsóknum sínum á tengslunum á milli túlkunar listamanna og eldgosanna sjálfra. Haraldur starfaði um áratugaskeið sem prófessor í eldfjallafræði og haf- fræði við University of Rhode Island í Bandaríkjunum. Hann er mikilsvirtur vísindamaður og hefur gert margar merkar uppgötvanir á sínu fræða- sviði. Stefnumótakaffið er í kvöld, miðvikudagskvöldið 12. september, og hefst klukkan 20. Endilega… …hlýðið á eldfjallafræðing Eldfjallafræðingur Haraldur Sig- urðsson fjallar um eldgosalist. lenskan mat, hlýða á tónlist, horfa á vídeóverk og tefla við skákmeistarana Paulus Napatog frá Grænlandi og Flóvin Næs frá Færeyjum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einnig voru vörur og tískuhönnun frá löndunum til sýnis í tíu gámum sem komið var fyrir á milli Reykjavíkurhafnar og flugvallarins í Reykjavík. Var hátíðin vel sótt og naut fólks þess að skoða það sem fyrir augu bar á fjöl- breyttri dagskrá. Vestnorræna menningarveislan Nýjar slóðir stóð yfir um helgina í Reykjavík, en markmið hátíðarinnar er að kynna menningu og listir Íslands, Færeyja og Grænlands og treysta tengslin þar á milli. Verður hátíðin árlegur viðburður sem ferðast á milli eyjanna þriggja. Norræna húsið Reykjavík sá um fram- kvæmdina en á hátíðinni naut fólk þess að horfa á grænlenskan grímudans, smakka færeyskan og græn- Menningarveislan Nýjar slóðir Vestnorrænu böndin styrkt Gámar og list Gestir höfðu gaman af því að rölta á milli gáma og skoða afrakstur menningarveislunnar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Á morgun 13. september gefur Íslandspóstur út tvær frímerkjaraðir og eina smáörk. Myndefni frímerkjanna eru vitar og selir við Íslandsstrendur. Myndefni smá- arkarinnar er fornleifauppgröftur á Skriðuklaustri og 500 ára vígsluafmæli Skriðuklausturskirkju (1512-2012). Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050 Fax: 580 1059 Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is Safnaðu litlum listaverkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.