Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 ✝ JóhannaThorlacius fæddist í Reykjavík 9. júlí 1920. Hún lést á Droplaugar- stöðum 2. sept- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru Júlíana Guðfinna Guðna- dóttir Thorlacius, f. 3. júlí 1877, d. 20. maí 1959 og Krist- ján Sigmundur Þorleifsson, f. 10. október 1862, d. 2. maí 1925. Systkini Jóhönnu voru Har- aldur Sigmundsson Thorlacius, f. 1902, d. 1986, Þorleifur Thorlacius Sigmundsson, f. 1904, d. 1916, Guðni Thorlacius, f. 1908, d. 1975, Svanhvít S. Thorlacius, f. 1913, d. 1972 og Gyða Thorlacius, f. 1916, d. 1993. Árið 1945 giftist Jóhanna Hannesi Þorsteinssyni, stór- kaupmanni sem fæddur var 1918 og lést árið 2005. Börn þeirra eru Margrét Oddný Hannesdóttir Borg, gift Curt Erik Borg, Guðmundur Hann- esson, kvæntur Ásu Jónsdóttur, Þor- steinn Hannesson kvæntur Karólínu Eiríksdóttur og Sig- mundur Hannesson kvæntur Hildi Ein- arsdóttur. Barna- börnin eru tíu og barnabarnabörnin átta. Jóhanna ólst upp í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Verzlunar- skóla Íslands árið 1938. Eftir það vann hún ýmis skrifstofustörf m.a. á lögfræðiskrifstofu Egg- erts Claessen og í utanríkisráðu- neytinu. Jóhanna stundaði fim- leika hjá Ármanni og var í sýningarflokki félagsins sem sýndi víða um land og á Norður- löndunum. Útför Jóhönnu fer fram frá Neskirkju í dag, 12. september 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Í dag kveðjum við með virð- ingu og þakklæti tengdamóður okkar Jóhönnu Thorlacius. Með virðingu því Jóhanna var kona sem ekki var annað hægt en að bera virðingu fyrir. Hún var af- burðavel gefin, fróðleiksfús, glögg og vel lesin. Við heyrðum það frá öðrum en henni að hún hafi dúxað hvað eftir annað á skólagöngu sinni. Það er gaman að skoða áritaðar verðlaunabæk- ur hennar því til staðfestingar nú eftir hennar dag. Einnig var hún búin góðu líkamlegu atgervi enda íþróttakona góð. Jóhanna minnt- ist sýningarferðalaga sem hún fór í á vegum íþróttafélagsins Ár- manns bæði umhverfis landið og til Norðurlanda til að sýna fim- leika. Jóhanna var afbragðs hann- yrðakona, saumaði og prjónaði flíkur og nytjahluti í þvílíku magni að óhætt er að segja að um stórframleiðslu hafi verið að ræða. Jóhanna var eflaust heppin miðað við margar konur af henn- ar kynslóð. Hún naut góðrar menntunar á hennar tíma mæli- kvarða. Hún lauk Verzlunar- skólaprófi vorið 1938. Eftir það starfaði hún sem ritari á lög- mannsstofu og síðar í utanríkis- ráðuneytinu þar sem spennandi hlutir voru að gerast enda um- brotatímar í heiminum. Hún sagði okkur oft litríkar sögur frá þeim tímum. Í Verzlunarskólanum eignað- ist Jóhanna yndislegar vinkonur sem fylgdust að alla ævi. Sauma- klúbburinn var henni dýrmætur, vinkonurnar tóku þátt í gleði og sorgum hver annarrar. Það var ekki laust við að við nytum þess að koma í heimsókn daginn eftir saumaklúbb og fá girnilegar kræsingar. En ekki þurfti sauma- klúbb til, það var alltaf tekið á móti okkur með höfðingsskap en fyrst og fremst hlýju og glað- værð. Fallega heimilið, sem Jóhanna og eiginmaður hennar til 60 ára, Hannes Þorsteinsson, skópu sér var einstakt. Þau voru á undan sinni samtíð. Smekkvísi og skandinavísk hönnun voru ráð- andi. Einnig lögðu þau mikið upp úr fallegri myndlist. Þau sóttu menningarviðburði, svo sem myndlistarsýningar, leikhús og tónleika. Þau nutu þess að ferðast bæði innanlands og utan. Jóhanna var fylgin sér og ákveðin. Hún vissi nákvæmlega hvað hún vildi. Hún gaf eftir starfsframa til að sinna heimili og börnum og gátum við tengdadæt- urnar ekki alveg skilið viðhorf hennar til þeirra hluta. Það voru að sjálfsögðu aðrir tímar. Hún ef- aðist aldrei og sá ekki eftir neinu. Hún virti hins vegar okkar við- horf og skoðanir og var öldungis aldrei með fordóma og studdi okkur í öllu sem við ákváðum og tókum okkur fyrir hendur. Fyrir það erum við óendanlega þakklátar. Hún var okkur dásam- leg tengdamóðir. Hún hafði áhuga á öllu sem viðkom fjöl- skyldum okkar. Hún gætti barnanna, mætti á viðburði sem þau tóku þátt í, leiðbeindi þeim og kenndi þeim margt. Börnin okkar elskuðu ömmu sína og áttu erfitt með að horfa á hana hverfa smám saman vegna sjúkdómsins sem hrjáði hana síð- ustu árin. Jóhanna var mikil fjölskyldu- manneskja. Hennar nánustu voru henni allt. Hún var lang- yngst sinna systkina og missti föður sinn ung. Hún var hlý og tilfinningarík, æðrulaus og þakk- lát. Einstök kona sem átti sterka og einlæga barnstrú er kvödd með virðingu og þakklæti. Ása, Hildur og Karólína. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku amma skeljó. Þetta er ein af þeim kvöldbænum sem þú kenndir okkur þegar við vorum litlir pollar og fengum að gista hjá ykkur afa á Skeljanesinu. Skeljanesið var auðvitað heill æv- intýraheimur útaf fyrir sig. Bíl- skúrinn hjá afa, eldhúsið og allur baksturinn, háaloftið, enski bolt- inn í kjallaranum og sælgætis- skálin með sænska brjóstsykrin- um eru dæmi um ógleymanlegar minningar. Jólaboðin eru okkur líka minnisstæð. Þá kom stórfjöl- skyldan saman og var jólasveina- þorpið á sínum stað. Alltaf var mikil spenna þegar frómasinn með niðursoðnu jarðaberjunum var settur á borðið þó einhverjir létu sér nægja að leita að möndl- unni. Þú ert án efa ein jákvæðasta manneskja sem við höfum kynnst, ótrúlega lífsglöð og alltaf í góðu skapi. Ekkert var ómögu- legt í þínum huga. Það var gott að vera í kringum þig og hlusta á þig og afa spjalla um fortíðina og líð- andi stund. Það var stutt heim til ykkar í Álandið úr Verzló og gott að koma í heimsókn í hádeginu og fá bita. Alltaf var fullt af heima- bökuðu bakkelsi, hvort sem það var súkkulaðikaka, hjónabands- sæla eða smákökur. Og kaffijóg- úrt og Neskaffi. Það var gaman að skoða albúmin ykkar afa enda áttuð þið svo sannarlega við- burðaríka ævi. Afi seldi fyrirtæk- ið og þið nutuð lífsins í botn og ferðuðust víða. Þið uppgötvuðuð golfið snemma og það var gaman að skoða græjurnar ykkar og jafnvel koma með á völlinn. Framúrskarandi handverkskunnátta þín er auðvit- að kafli útaf fyrir sig. Þú tókst fullan þátt í viðskiptaveldi Möggu frænku í Svíþjóð og reglulega biðu stórar sendingar af prjón- uðum húfum og vettlingum í þvottahúsinu tilbúnar til af- greiðslu. Það eru ófáir Svíarnir sem eiga handprjónaða húfu frá þér. Þú lagfærðir föt fyrir okkur alveg þar til þú þurftir að gefast upp fyrir erfiðum sjúkdómi og fékkst nýtt heimili á Droplaug- arstöðum. Þú varst mikil spila- manneskja og það var reglulega gaman að spila Hálf-tólf, Yatzy og önnur hefðbundnari spil við þig. Ekki varstu sátt við ef við náðum að vinna þig stöku sinn- um, enda mikil keppnismann- eskja. Þið afi eignuðust fjögur vönduð börn og nú er heill her af barnabörnum og barnabarna- börnum. Öll höfum við fengið eitthvað af keppnisskapinu, þrjósku, ákveðni og sem betur fer lífsgleðinni sem einkenndi þig amma mín. Það er erfitt að sjá á eftir þér, amma, en það er huggun harmi gegn að loksins fáir þú langþráða hvíld eftir langa vakt og hittir afa Hannes aftur. Það var erfitt að koma í heimsókn til þín á síðustu misserum og sjá hve dró af þér smátt og smátt, ömmu skeljó sem aldrei veiktist og var alla tíð stál- hraust. Mikil og góð hreyfing og Lýsið sannaði gildi sitt. Þú fórst allra þinna ferða í strætó eða fót- gangandi enda hélstu heilsu þinni ótrúlega lengi til yndisauka fyrir okkur hin. Við erum þakklátir fyrir að hafa átt þig að og fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Skilaðu kærri kveðju til afa Hannesar. Guð geymi þig og varðveiti, elsku amma. Hannes Páll, Magnús Örn og Agnar Þór. Ég hef alla tíð verið stolt af því að bera nafn ömmu minnar. Ég heiti Jóhanna og er kölluð Hanna eins og yndislega amma mín sem kvödd er í dag í hárri elli. Hún var engri lík og ég vildi gjarnan búa yfir eiginleikum hennar í rík- ari mæli. Amma var leiftrandi greind, þolinmóð og þrautseig í meira lagi og svo gat hún prjónað og saumað allt það sem henni datt í hug. Hún sagði mér eitt sinn að hún hefði einu sinni á ævinni farið til spákonu og hún var ekkert allt of ánægð með það sem hún sagði sem var á þá leið að amma yrði allra kerlinga elst og dæi úr engu. Ég hef stundum hugsað um þetta þessi síðustu ár sem amma mín hefur dvalið á heilsustofnun og ekki getað lifað lífinu eins og hún hefði kosið við leik og störf. Í mínum huga var amma alltaf jákvæð og glöð. Hún var þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert og gerði aldrei kröfur á neinn nema sjálfa sig. Hún vildi allt fyr- ir alla gera, var hvorki með for- dóma né lagði illt orð til nokkurs manns. Við amma áttum sameiginlegt áhugamál sem var fimleikar. Okkur systrum sem æfðum fim- leika frá unga aldri þótti skemmtilegt að fá ömmu í heim- sókn sem fór léttilega með að gera handahlaup, fara í splitt eða gera þrek með okkur þótt komin væri hátt á áttræðisaldur. Amma lét sig aldrei vanta hvort sem var að sitja heilu dagana og horfa á fimleikamót, mæta á tónleika til að hlusta á Ernu systur spila á pí- anó eða syngja eða fara á fót- boltaleiki og garga áfram KR af því að Einar brói var að spila. Við barnabörnin nutum þess ávallt að heimsækja afa og ömmu fyrst á Skeljanesið og síðan í Álandið eftir að þau fluttu þang- að. Það var alltaf tími fyrir okkur og til að sinna okkur. Við vorum ekki sett fyrir framan sjónvarpið eða okkur sagt að fara inn í her- bergi að leika heldur settist amma með okkur og oftar en ekki las hún fyrir okkur, sagði okkur skemmtilegar sögur eða kenndi okkur eitthvað sem var upp- byggilegt og gagnlegt. Ég man einu sinni eftir að amma varð ör- lítið önug og það var vegna þess að henni fannst ég helst til of lengi að læra á klukku. En auð- vitað hætti hún ekki fyrr en ég var fullnuma. Afi og amma voru af gamla skólanum og það ríkti agi á heimilinu en líka mikil kát- ína og gleði. Þau lifðu fyrir börnin sín og barnabörnin og ótal skemmtilegar minningar leita nú á um góðar samverustundir stór- fjölskyldunnar. Ég hef búið í útlöndum í um það bil jafn langan tíma og amma hefur dvalið á Droplaugarstöð- um. Ég heimsótti hana þegar ég kom heim í frí og fannst erfiðara að kveðja hana eftir því sem skiptunum fjölgaði. Ég vissi innst inni að ég væri að kveðja hana í hinsta sinn á afmælisdaginn hennar í sumar þegar hún varð 92 ára gömul enda var þetta orðið gott og hún örugglega hvíldinni fegin. Megi elskuleg amma mín hvíla í friði. Þín Hanna. Jóhanna Thorlacius Þá er vinkona mín hún Stína fallin frá, búin að yfirgefa þennan heim og komin á góðan stað eftir stutt veikindi. Mér þótti svo gam- an að fá hana í heimsókn til mín í nýju vinnuna mína, Stína mætti ein og kíkti á vin sinn og svo ánægð með lífið, eins skapgóð og brosmild kona og Stína er vand- fundin. Það verður öðruvísi og mikill missir að því Stína mín að hafa þig ekki til að smakka jólasósuna okkar. Alltaf var Stína mætt að smakka og mikið var gaman að gefa henni að borða. Við Stína vorum alltaf síðust frá matar- borðinu heima hjá Sigurjóni og Dísu systur og borðuðum saman og spjölluðum um mat, hún var Kristín Jóhannsdóttir ✝ Kristín Jó-hannsdóttir fæddist í Tunguseli, Sauðaneshreppi, Þistilfirði 20. júlí 1944. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 20. ágúst 2012. Útför Kristínar fór fram frá Lága- fellskirkju 30. ágúst 2012. sælkeri, hlý. Skemmtileg, með góðan húmor fyrir lífinu. Það var svo gam- an að gera eitthvað fyrir Stínu, alltaf svo þakklát fyrir allt sem maður gerði fyrir hana. Ég kom upp á spítala til hennar með dætur mínar og þá var hún sofandi og mér fannst það svo sárt að geta ekki leyft henni að knúsa þær en ég hugsaði með mér: hún verður betri á morgun en svo hrakaði heilsu hennar sem var sárt en maður reyndi þá að hugsa jákvætt og reyna að láta henni líða vel. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku Stína mín, Guð geymi þig. Þinn vinur, Davíð Guðmundsson og fjölskylda. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Ástkær eiginmaður og faðir, ÓLAFUR KJARTAN ÓLAFSSON rafmagnsverkfræðingur, Unufelli 4, andaðist miðvikudaginn 22. ágúst. Úförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Ingibjörg Gísladóttir, Kjartan Ólafsson. ✝ Elskulegur bróðir okkar og frændi, GUNNLAUGUR ELÍSSON efnafræðingur, Espigerði 10, Reykjavík, lést fimmtudaginn 6. september. Útförin fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 17. september kl. 15:00. Systkini og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GÍSLÍNA GUÐLAUG ÁRNADÓTTIR, Mörkinni, Suðurlandsbraut 66, sem lést föstudaginn 7. september, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 14. september kl. 13.00. Jóhanna Kristín Björnsdóttir, Viðar Björnsson, Sigurjón Stefán Björnsson, Björk Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG HÉÐINSDÓTTIR, sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, 5. september, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 14. september kl. 13.00. Helga Jónína Stefánsdóttir, Guðmundur A. Hólmgeirsson, Hjördís Stefánsdóttir, Haukur Tryggvason, Héðinn Stefánsson, Hjördís Garðarsdóttir, Sigurjón Pétur Stefánsson, Sigurlaug Sigurpálsdóttir, ömmu- og langömmubörnin. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma, HANNA JÓNSDÓTTIR, Hrísateig 26, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 3. september, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 14. september kl. 11.00. Júlíus Óskar Sigurbjörnsson, Margrét Gróa Júlíusdóttir, Jón Júlíusson, Ragna Ingimundardóttir, Sigurður Tryggvi Júlíusson, Sirigorn Inthaphot, Kristín Ósk Júlíusdóttir, systkini og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.