Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Brúðkaup 2012 Persónuleg þjónusta og mikið úrval Íslensk hönnun og handverk Salattöng 13.900.- Eilífðarrósin, skúlptúr til í tveimur stærðum lítil rós 41.500.- stór rós 44.800.- Úrval morgungjafa Handsmíðaðir hringar úr 14 karata gulli með hvítagullshúðaðri rönd 149.900.- parið Settu upp óskalista hjá okkur og fáðu 15% af andvirði þess sem verslað er fyrir í brúðkaupsgjöf frá Jens! Borðbúnaður og skúlptúrar úr eðalstáli, skreytt íslenskum steinum Ostahnífur 7.900.- Smjörhnífur 7.900.- Barnasýningin Skrímslið litla syst- ir mín heldur á sunnudag í víking til Álandseyja þar sem verkið verð- ur sýnt í Nordens Institut í Maríu- höfn. „Það er mikil stemning en orðið var fullt á fyrstu tvær sýningarnar og því búið að bæta við einni til viðbótar,“ segir Helga Arnalds, flytjandi og höfundur verksins. Helga æfir sem stendur verkið upp á sænsku en auk Íslands hefur það einnig verið sýnt í Danmörku. Var það sýnt í menningarhúsinu á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn auk þess sem það var einnig sýnt á barnaleiklistarhátíðinni Spring Festival þar í borg síðastliðið vor. Þar var verkið sýnt á dönsku og kom sér vel að leikstjóri Hildar og meðhöfundur, Charlotte Böving, er dönsk að uppruna. Auk Álandseyja hefur verkinu verið boðið á norræna leik- húsmessu í Montreal í Kanada í haust auk þess sem einnig stendur til að sýna það í Færeyjum. Aftur í Vatnsmýrina „Fyrst munum við hins vegar sýna það aftur í Norræna húsinu í Vatnsmýrinni,“ segir Helga, en færri komust að en vildu þegar sýningum þar var hætt í vor. „Litla skrímslið systir mín“ var frumsýnt í febrúar síðastliðnum en sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnaleiksýning ársins 2012. Segir verkið sögu af dreng sem nýlega er orðinn stóri bróðir lítillar systur. Er fylgst með honum kljást við tilfinningarnar sem vakna við slíka röskun á stöðu og högum og glíman færð í ævintýra- legan búning. Í sýningunni er ný- stárlegum aðferðum beitt við að segja söguna, þar sem m.a. er not- ast við hvítan pappa í bland við leik og tónlist Eivarar Pálsdóttur. gunnhildur@mbl.is Í víking Í verkinu er nýstárlegum aðferðum beitt við að segja söguna af glímu drengs við að verða stóri bróðir, nokkuð sem ófá börn lenda í. Íslensk barnasýn- ing á Álandseyjum  Fer aftur á svið í Norræna húsinu Ljósmynd/10 fingur Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar The Heavy Experience, SLOW- SCOPE, er komin út. Áður hafði sveitin gefið út samnefnda smáskífu undir lok árs 2010. Báðar eru plötur sveitarinnar gefnar út á vínyl en geisladiskur fylgir einnig breiðskíf- unni. Það er Kimi Records í sam- vinnu við Úsland, útgáfufélag hljómsveitarinnar, sem stendur að útgáfunni. Blúsuð drone-tónlist – þung en djassskotin The Heavy Experience hefur ver- ið starfrækt frá árinu 2010. Hljóm- sveitarmeðlimir eru fimm og koma víða að af tónlistarsenunni. Hafa þeir m.a. spilað með sóley, Carpet Show, Ólafi Arnalds, Doctuz auk annarra. Ekki er hlaupið að því að fella tónlist sveitarinnar í einhvern einn flokk enda gætir þar ýmissa áhrifa. Að sögn Tuma Árnasonar saxó- fónleikara sækir sveitin innblástur sinn víða. „Þetta er mjög blúsuð drone-tónlist sem sækir samt inn- blásturinn mjög víða að. Greina má bæði ambient og gamlar rokksveitir í bland við alls konar street djass og noise,“ segir hann. „Þá erum við líka með saxófóninn sem gefur enn frekari skírskotun í djassinn en þjónar í rauninni einnig tilgangi söngvara eða slíkt,“ bætir hann við en tónlist sveitarinnar er öll instru- mental. „Frekar en að við sækjum í eitt- hvert eitt band varðandi stíl er það frekar þessi lifandi fjölbreytileiki, alltaf þessi spuni sem á sér stað og spontant sköpun, sem við leggjum rosalega mikið upp úr,“ segir hann. Ólík verkefni Að sögn Tuma er hljómsveitin sem slík ekki svo fastmótuð. „Það er engin bein föst meðlimaskipan, þrátt fyrir að hún hafi haldist nokk- uð stöðug frá upphafi. Hljómsveitin sem slík hefur líka verið að vinna mikið í ólíkum verkefnum, utan við okkar hefðbundna tónleikahald, með öðrum tónlistarmönnum“ segir hann. Má þar m.a. nefna tónleika í Bíó Paradís þar sem hljómsveitin spilaði undir video listaverk eftir Steinar Júlíusson. Þá spilar Bergrún Snæbjörnsdóttir hornleikari til dæmis með sveitinni á nýju plötunni. OM á Gauknum og Airwaves Framundan eru tónleikar á Gamla Gauknum á næstu helgi þar sem The Heavy Experience mun hita upp fyr- ir bandarísku sveitina OM. Þá styttist í útgáfutónleika hjóm- sveitarinnar auk þess sem hún mun spila á Iceland Airwaves í ár, þriðja árið í röð. „Það verður eflaust stór- skemmtilegt,“ segir Tumi að lokum. Blúsuð blanda drone- og djasstónlistar  Fyrsta plata sveitarinnar The Heavy Experience komin út Vínyll Fyrsta breiðskífa The Heavy Experience, SLOWSCOPE, er komin út. Weirdcore-kvöld verður haldið á skemmtistaðnum Dolly, Hafnar- stræti 4, annað kvöld og hefst það kl. 22. Á neðri hæð mun Dj Árni Vector þeyta skífum en á efri hæð verður tónlistarflutningur í höndum La La Alaska, Thizone og Futuregrapher. Weirdcore-hópurinn var stofn- aður árið 2005 af Tanyu Pollock og Rósu Birgittu Ísfeld. Stöllurnar ákváðu að koma af stað raftónlist- arkvöldi með lifandi tónlist til að efla senuna, eins og segir í tilkynningu. Á þessum tíma hafi margir verið ef- ins um að hægt væri að halda mán- aðarleg „live“ raftónlistarkvöld en margir hafi beðið eftir næstu bylgju og sífellt fleiri farið að setja saman tónleikadagskrár og koma fram á Weirdcore-kvöldum. Árið 2006 fengu Tanya og Rósa til liðs við sig raftónlistarmanninn Sigurbjörn Þorgrímsson, þ.e. Bjössa Biogen. Rósa var þá orðin afar upp- tekin með hljómsveitum og Tanya og Biogen héldu fyrstu raftónlistar- kvöldin í sögu Iceland Airwaves og gáfu út Weirdcore safndiska. „Íslenska rafsenan hefur verið í mikilli uppsveiflu síðan þá og alltaf bætast við fleiri raftónlistarvið- burðir og föst kvöld,“ segir í tilkynn- ingu. Bjössi Biogen lést í fyrra og lagði Tanya þá Weirdcore niður um nokk- urt skeið. Fyrir skömmu dreymdi Tönyu Biogen og degi síðar var hún beðin um að halda Weirdcore-kvöld á Dolly og tók hún það að sér. Þá var hún einnig beðin um að halda Weird- core Dj-kvöld tvisvar í mánuði og varð við þeirri beiðni. Weirdcore- kvöldin hafa því verið endurvakin. Morgunblaðið/Þorkell Raftónlistarmaður Sigurbjörn Þorgrímsson heitinn, Bjössi Biogen. Weirdcore snýr aftur á skemmtistaðnum Dolly

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.