Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Gríðarleg vinna beið bænda og starfsmanna rafveitnanna í gær eftir óveðrið í fyrradag. Fjöldi kinda drapst í hörmungunum en þess voru einnig dæmi að kindur væru grafnar upp á lífi úr þriggja metra djúpum sköflum. Bændur og björgunarsveit- armenn unnu víða þrekvirki. Sex björgunarsveitir voru við leit að fé í Mývatnssveit í gær og aðstoð- uðu við björgun mörg hundruð fjár. Leitað var á fjórum bæjum og er leit að fullu lokið á þremur bæjum. Leit verður kláruð í dag á fjórða bænum. Þá var björgunarsveit að störfum á Vaðlaheiði og á Flateyjardal fram undir kvöld. Á Þeistareykjum unnu björgunarsveitarmenn að því að bjarga fé úr fönn. Í heildina voru um 80 björgunarsveitarmenn að störfum í Þingeyjasýslum í gær. Almannavarnaástandi lýst yfir Aðgerðastjórn á Norðausturlandi var kölluð saman í gær með fulltrú- um almannavarna, björgunarsveita, lögreglustjóra, sýslumanns og fulltrúum RARIK. „Um kvöldmatarleyti var lýst yfir almannavarnaástandi. Það er ákvörðun sem er tekin hér með hlið- sjón af þeim hagsmunum sem í húfi eru og með hliðsjón af stærð aðgerð- anna,“ sagði Svavar Pálsson, sýslu- maður á Húsavík sem stýrir að- gerðastjórninni. „Það hafa verið um 12.000 fjár á heiðum þegar aðgerðirnar hófust í dag [í gær] en það eru ekki komnar staðfestar tölur yfir það sem hefur fundist lifandi eða dautt,“ sagði Svavar. Hann segir áhersluna í dag verða á Þeistareykjasvæðinu. „Það eru svæði sem ekkert hefur verið farið inn á þar sem áætlað er að séu 4-5.000 fjár. Það er verkefni dagsins að fara inn á svæði sem kennt er við Þeistareyki og er mjög erfitt yfirferðar og þarf sérstök tæki til þess að fara þar um og þetta er svæði sem ekkert hefur verið skoðað nema rétt skautað á vélsleðum yfir.“ Óttast menn að stór hluti þess fjár sé undir fönn. Í gærkvöld var veg- urinn að Þeistareykjum mokaður svo hægt væri að koma tækjum þangað nú í morgunsárið. Auk þeirra björg- unarsveita sem voru að störfum á svæðinu í gær munu björgunarsveit- ir af Austurlandi aðstoða. Þá er mögulegt að kallað verði eftir hjálp björgunarsveitarmanna af öðrum svæðum. Þórarinn Ingi Pétursson, formað- ur Landssambands sauðfjárbænda, segir mikið verkefnið framundan við að komast yfir öll svæði sem eftir er að smala en í gærmorgun átti eftir að smala Öxnadalsheiði, Öxnadal, Hörgárdal, Kolbeinsdal, Flateyjar- dal, Flateyjardalsheiði, Þeistareyki, Kelduhverfi, í Þistilfirði og á Sléttu. „Verkefnið núna er að takmarka það tjón sem orðið er. Það er alveg ljóst að það er og verður mikið tjón og nú snýst allt bara um að takmarka það. En í heildina koma menn til með að ná flestu af fénu, en því miður fer eitthvað af því undir og sérstaklega er það hættulegt þar sem eru lækir og ár þar sem féð getur troðist undir bakka,“ sagði Þórarinn en hann seg- ir féð illa þola að standa í bleytu. Ef þær þurfi að standa lengi í vatni eða lendi á sundi sé það búið hjá þeim. Smöluðu á Flateyjardal í gær „Ætli við höfum ekki komið með trúlega í kringum 1.200 kindur,“ sagði Ingvar Helgi Kristjánsson, bóndi á Böðvarsnesi, sem stýrði leit- um á Flateyjardal í gær. Hann segir um 4.000 fjár hafa verið á afréttinum en að óvenju margt af því sé þegar komið heim. Um 18 leitarmenn voru að störfum og fóru þeir innst inn að Syðri-Jökulsá. Hann segir að þeir hafi ekki fundið nema tvær kindur á kafi í snjó. „Við vorum aðallega að líta eftir og tékka á því sem við sáum Við tókum féð sem var við afrétt- argirðingu. Ærnar eru dreift og standa víða í snjó,“ sagði Ingvar en þeir munu leita áfram í dag. Áhersla lögð á Þeistareyki í dag Ljósmynd/Finnur Baldursson Leitað í fönn Um 80 björgunarsveitarmenn voru bændum til aðstoðar í gær í Mývatnssveit á fjórum bæjum við að bjarga fé úr fönn. Áhersla var lögð á að ná lömbum í hús. Mörg lambanna voru grafin niður og hvert ofan á öðru.  Í gærmorgun var um 12.000 fjár ósmalað á Norðurlandi  Menn unnu víða þrekvirki við að bjarga fé úr fönn og koma í hús  Fjöldi fjár drepist í fönn og tjón víða mikið  Almannavarnaástandi lýst yfir Björgunaraðgerðir » Um 80 björgunarsveit- armenn voru við störf í gær í Mývatnssveit að bjarga fé. » Fjölmargir afréttir eru ósmalaðir en unnið var að smölun víða í gær og verður haldið áfram í dag. » Tölur um fjártjón liggja ekki fyrir en það hleypur á tugum fjár á sumum bæjum. » Björgunarsveitir af Norð- austurlandi og Austurlandi verða við störf á Þeistareykj- um í dag. Fjárskaði og rafmagnsleysi á Norðurlandi Ljósmynd/Landsnet Viðgerðir Starfsmenn Landsnets lögðu áherslu á að gera við Kópaskerslínu í gær sem ásamt Kröflulínu og Laxárlínu skemmdust töluvert í óveðrinu. Ingvar P. Guðbjörnsson Guðni Einarsson Síðdegis í gær höfðu fundist um 30 dauð lömb á bænum Baldursheimi í Mývatnssveit, að sögn Eyþórs Péturs- sonar bónda. Komið var fullt af mannskap til leitar og veð- ur hafði skánað. Björgunarsveitir á Norðausturlandi að- stoðuðu bændur og búalið í gær annan daginn í röð við að leita að fé og grafa það úr fönn. Leitað var að fé frá mörg- um bæjum í Mývatnssveit en einnig í Reykjahverfi. Bryngeir Jónsson kom sunnan úr Mosfellsbæ norður til að aðstoða við björgun. „Þetta var á upp undir fjórum hæðum. Maður sá kannski einn haus og kippti skepnunni upp. Þá voru kannski tvö til þrjú lömb þar undir. Og þegar búið var að moka þau upp var önnur hæð þar fyrir neðan og svo kannski fjórða hæðin. En oftast var það þannig að neðsta lagið var dautt. Bæði var það út af troðningi og súr- efnisskorti og líka bráðnun á snjónum sem var orðinn klaki,“ sagði Bryngeir um aðstæðurnar. Búið að bjarga 700 lömbum af 800 í heildina Um 800 lömb voru á túninu í Baldursheimi og eru um 700 af þeim komin í hús á lífi. Það vantar því um 70 lömb sem ekki hafa fundist og óttast menn að þau séu jafnvel öll dauð. „Við höfum eingöngu verið að einbeita okkur að lömbunum í dag því ærnar eru harðari af sér og eru ann- ars staðar hérna,“ sagði Bryngeir. Hann segir að mest af þeim lömbum sem hafi fundist dautt hafi lent í ánni og að aðstæður hafi verið ansi erfiðar í dag. Hann segir mikið af ættingjum hafa komið til að- stoðar auk björgunarsveitarmanna frá Akureyri en um 40 manns hafi tekið þátt á bænum þegar mest hafi verið. Bryngeir segir hafa verið mjög erfitt að koma fénu heim en til þess hafi verið notaðir vagnar auk þess sem för hafi verið gerð í snjóinn með fjórhjólum og féð hafi gengið eftir förunum heim. „Það er eina leiðin til að reyna að reka þær,“ sagði Bryngeir. Hann segir féð hafa verið mikið ofan í skurðum. „Svo hafa þær hrakist undan veðrinu og stoppað á girðingum sem eru á stórum köflum fenntar í kaf. Þetta er það mikill snjór. Þannig hafa þær lent undir. Eða þá að þær hafa far- ið undir börð og svo hefur fennt yfir þær, sagði Bryngeir sem hefur skotið gæsir á bænum síðustu 22 árin en segir að gæsaskyttiríið þetta árið sé fremur óvenjulegt. Tugir lamba fórust í Bald- ursheimi í Mývatnssveit  Um 40 manns tóku þátt í aðgerðum á bænum í gær Ljósmynd/Elías F. Elvarsson Björgun Lambhrút bjargað úr fönn í Mývatnssveit. RARIK vonaðist til að geta lokið nánast öllum viðgerðum á raflínum í Skagafirði í gærkvöldi, að sögn Pét- urs Vopna Sigurðssonar, deildar- stjóra rekstrarsviðs RARIK á Norð- urlandi. Starfsmenn Landsnets munu fljúga meðfram Laxárlínu 1 og Kröflulínu 1 í dag til að meta ástand þeirra, að sögn Guðlaugs Sigurgeirs- sonar, deildarstjóra netrekstrar Landsnets. RARIK stefndi að því að ljúka við- gerðum í Reykjadal og Bárðardal í nótt sem leið. Pétur gerði ráð fyrir að það tæki lungann úr deginum í dag að ljúka viðgerðum í Mývatnssveit. RARIK fjölgaði varaaflsvélum á Norðausturlandi. Skömmtun á raf- magni lauk í gær. Eftir daginn í dag ættu allir notendur að hafa fengið rafmagn. Alls unnu 40-50 manns við viðgerðir hjá RARIK í gær. Viðgerð- arflokkar frá Austurlandi, Suður- landi og Vesturlandi lögðu kollegum sínum á Norðurlandi lið. Áhersla á Kópaskerslínu 1 Landsnet leggur áherslu á að koma Kópaskerslínu 1 inn sem fyrst. Guðlaugur sagði að 24 staurastæður í henni væru skemmdar. Síðdegis í gær var verið að ljúka við að meta ástand línunnar. Einnig höfðu vinnu- hópar hafið viðgerð. Reiknað var með að viðgerðin tæki 2-3 sólar- hringa, að sögn Landsnets. Vitað var um fimm brotnar stæð- ur í Kröflulínu 1. Þá var vitað um skemmdir bæði á leiðurum og upp- hengjum í Laxárlínu 1. Viðgerð á henni mun hefjast þegar sér fyrir endann á viðgerð Kópaskerslínu 1. Talið er að viðgerð á Laxárlínu 1 taki um hálfan dag. gudni@mbl.is Ljósmynd/Finnur Baldursson Rafmagnsbilanir Starfsmenn RARIK að störfum í Mývatnssveit í gær. Vonast til að allir fái rafmagnið aftur í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.