Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Dreymir þig nýtt eldhús! Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. Sigur háskólamannsins Hassans Sheikh Mohamuds í forsetakosning- um í Sómalíu í vikunni kom á óvart. Þingið kýs forsetann og hlaut Hass- an 190 atkvæði gegn 79 atkvæðum fráfarandi forseta, Sharifs Sheikh Ahmed, sem talinn hafði verið sigur- stranglegur. Sómalía hefur verið þjökuð af borgarastríði síðustu tvo áratugi og efnahagurinn er í rúst. Heimildar- menn segja Hassan njóta mikils álits en ljóst sé að nýja forsetans bíði erfið verkefni. Þingmennirnir hafi fyrst og fremst kosið Hassan til að mót- mæla vanhæfni og spillingu Sharifs. Fullyrt er að fé sem erlendir aðilar hafa veitt Sómölum hafi runnið í vasa Hassans og annarra ráðamanna. Eitt af því sem honum er hrósað fyrir á götum úti að sögn AFP er að hafa aldrei flúið landið þrátt fyrir átökin. Íslamistasamtökin Shebab, sem tengjast al-Qaeda, sögðu í gær að forsetakjörið væri ólöglegt og það hefði verið skipulagt af „þjóðaróvin- um“. kjon@mbl.is Nýjum forseta vel fagnað  Íslamistar í Sómalíu segja kjörið skipulagt af „þjóðaróvinum“ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Minningarathafnir voru haldnar í Bandaríkjunum í gær vegna þess að rétt ellefu ár voru liðin frá morð- árásum al-Qaeda á landið. Ætt- ingjar lásu upphátt nöfn fórnar- lambanna í New York, nær 3000 karla og kvenna, sem létu lífið þeg- ar liðsmenn al-Qaeda flugu þot- unum á Tvíburaturnana. Sam- komulag náðist á mánudag um fjármögnun safns um harmleikinn. Þótt innan við tveir mánuðir séu til forsetakosninga gerðu keppi- nautarnir Barack Obama forseti og Mitt Romney, forsetaefni repúblik- ana, hlé á baráttunni í gær til að heiðra minningu hinna látnu. Enn er deilt um það hvort koma hefði mátt í veg fyrir árásirnar. Blaðamaðurinn Kurt Eichenwald birti á sunnudag grein í New York Times þar sem hann segir að leyni- þjónustan, CIA, hafi nokkrum vik- um fyrir 11. september 2001 varað eindregið við því að al-Qaeda hygð- ist gera árás. Árið 2004 féllst stjórn George W. Bush, þáverandi forseta, loks á að birta skýrslu CIA til for- setans frá 6. ágúst en hún hafði yfirskriftina „Bin Laden ákveðinn í að ráðast á Bandaríkin“. Embættis- menn sögðu að um hefði verið að ræða mat á al-Qaeda en ekki við- vörun vegna yfirvofandi árásar. En Eichenwald segist hafa kom- ist í skýrslur frá því fyrr á sama ári þar sem CIA hafi varað beinlínis við árás. Hins vegar hafi ráðamenn í Pentagon vísað þessum upplýs- ingum á bug, sagt að Osama bin Laden væri með tali um árás að reyna að beina athygli frá Saddam Hussein í Írak. CIA andmælti þess- ari skoðun. Á fundi í byrjun júlí hjá hópi er stýrði baráttu gegn hryðju- verkum lagði embættismaður til að liðsmennirnir bæðu um flutning úr starfi til að verða ekki kennt um þegar árás yrði gerð. „Hefði verið hægt að afstýra árásunum 11. september ef stjórn Bush hefði brugðist hratt við við- vörununum í öllum skýrslunum?“ spyr Eichenwald. „Við munum aldrei komast að því. Og ef til vill er sá veruleiki hræðilegastur af öllu.“ Fórnarlamba bin Ladens minnst í Bandaríkjunum  Deilt um viðbrögð stjórnar Bush í kjölfar viðvarana CIA fyrir árásina Áfallið Tvíburaturnarnir í New York eftir árásina 2001. Li Jinping, sem gert er ráð fyrir að verði kjörinn næsti leiðtogi kommúnista- flokks Kína á þingi í haust, hef- ur ekki sést opin- berlega síðan 1. september. En í gær hafði norska blaðið Aftenposten eftir Willy Lam, prófessor við Hong Kong-háskóla, að Li hefði fengið vægt heilablóðfall og væri enn að ná sér. Ekki væri nein hætta á að fresta yrði valdatökunni. kjon@mbl.is Li sagður hafa feng- ið heilablóðfall en ekki vera í lífshættu Li Jinping Kristján Jónsson kjon@mbl.is Niðurstaða stjórnarskrárdómstóls- ins í Karlsruhe um lögmæti björg- unarsjóðs evrusamstarfsins og aðrar ráðstafanir er væntanleg í dag og gæti hún að mati Dagens Nyheter í Svíþjóð gert út af við evruna. Ljóst er að reynist umræddar ráðstafanir stangast á við stjórnarskrá Þjóð- verja yrði evrusamstarfið allt í upp- námi. Er niðurstöðunnar því beðið með mikilli eftivæntingu. Fleira veldur áhyggjum í Evrópu- sambandinu. Hollendingar ganga að kjörborðinu í þingkosningum í dag. Kannanir sýna að andúð hollenskra kjósenda á samstarfinu og evrunni hefur aukist mjög að undanförnu. Holland var meðal ríkjanna sex sem stofnuðu Evrópusambandið árið 1957 og þorri þjóðarinnar hefur fram til þessa verið mjög hlynntur sam- starfinu og evrunni. Leiðtogi hins þjóðernissinnaða Frelsisflokks, Geert Wilders, vill nú að Holland segir sig úr ESB og fleygi evrunni, taki í staðinn upp gamla gyllinið. En Wilders er ekki einn um að höfða til fólks sem er ósátt við ESB og embættismenn í Brussel. Á vinstri vængnum hefur fylgi við rót- tækan sósíalistaflokk Emile Roe- mers vaxið mjög, að sögn BBC og um hríð var því spáð að hann yrði stærstur á þingi. Eitthvað hefur hon- um daprast flugið síðustu vikurnar en ljóst virðist að þessir tveir jaðar- flokkar muni verða meðal fjögurra öflugustu eftir kosningarnar. Lögmæti evrusjóðs í húfi  Stjórnarskrárdómstóll í Þýskalandi kveður upp úrskurð sinn í dag  Vaxandi andúð á evrusamstarfinu og ESB meðal hollenskra kjósenda Veruleg áhrif » Flokkur Wilders fékk um 15% fylgi í síðustu kosningum. » Roemer hefur m.a. barist fyrir því að Hollendingar leggi Grikkjum ekki til meira fé. » Jafnvel þótt flokkarnir tveir verði ekki í stjórn gætu þeir haft veruleg áhrif. Mótmælandi úr Occupy-hreyfingunni er borinn á brott í Hong Kong í gær en þá var réttað yfir fólki sem lagði undir sig aðalstöðvar HSBC-bankans breska í Asíu undir kjörorðinu Hernemum [Occupy] Hong Kong. Dómverðir hófu í gær að reka þátttakendur í mótmæl- unum úr búðum sem þeir höfðu sett upp við bankann og kom þá til stympinga. Occupy-hreyfingin berst gegn kapítalisma og hafa liðsmenn hennar efnt til aðgerða víða um heim en upphaflega var spjótinu beint gegn fjármálafyrirtækjum í Wall Street í New York. AFP Hernemum Hong Kong!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.