Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 2
SVIÐSLJÓS Skúli Hansen skulih@mbl.is Alþingi var sett að nýju í gær. Eins og vanalega hófst þingsetningin með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Óvenjumikill fjöldi þingmanna mætti ekki til guðsþjónustunnar að þessu sinni. Einhverjir þeirra hlýddu á hugvekju, sem haldin var á Hótel Borg á vegum Siðmenntar, í stað þess að mæta til messu en samkvæmt fréttatilkynningu frá Siðmennt hlýddu níu þingmenn á hugvekju félagsins að þessu sinni. Þá kusu sumir þingmenn að mæta ekki til guðsþjónustunnar af ótta við að verða fyrir eggjakasti. Í við- tali við MBL Sjónvarp í gær sagði Oddný G. Harðardóttir fjármála- ráðherra að hún hefði kosið að ganga ekki yfir í Dómkirkjuna í ljósi þess að síðasta þingsetning- arathöfn, þar sem þingmenn voru grýttir, hefði verið hræðileg upp- lifun. Auk Oddnýjar kusu tveir aðr- ir ráðherrar að sleppa guðsþjónust- unni, Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra og Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra. Á meðal þeirra þingmanna sem voru í Al- þingishúsinu á meðan á guðsþjón- ustunni stóð voru Skúli Helgason, Lúðvík Geirsson, Þór Saari, Jónína Rós Guðmundsdóttir og Guðmund- ur Steingrímsson. Átta vantaði við ræðu forseta Átta þingmenn voru ekki við- staddir erindi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við þingsetninguna í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Árni Páll Árnason erlendis á vegum Al- þingis. Þá var Kristján Þór Júl- íusson veðurtepptur vegna slæms veðurs á Norðurlandi en hann mætti þó í þingsal þegar störf þingsins hófust klukkan 16.00 í gær. Björn Valur Gíslason var staddur á Alþingi í gær en sat þó ekki inni í þingsal á meðan á ræðu forsetans stóð. Þá herma heimildir blaðsins að Lilja Mósesdóttir hafi verið er- lendis á eigin vegum en ekki er vit- að hvers vegna Sigmundur Ernir Rúnarsson, Álfheiður Ingadóttir og Mörður Árnason voru ekki í þing- salnum á meðan forsetinn flutti er- indi sitt. Einungis nokkrir tugir mótmæl- enda mættu á Austurvöll í gær til þess að mótmæla á meðan setning Alþingis fór fram. Nokkrum hávaða stafaði þó af mótmælunum en ein- hverjir viðstaddra mótmæltu með því að blása í dómaraflautur. Líkt og áður var girðing sett upp fyrir framan Alþingi til þess að halda mótmælendum í skefjum en athygli vakti að girðingin var nú staðsett umtalsvert lengra frá Alþingi en áð- ur. Þá stóðu mótmælin stutt yfir en þingsetning hófst klukkan 13.30 og um þrjúleytið hófust lögreglumenn handa við að taka girðinguna niður. Fjöldi þingmanna tók ekki þátt í guðsþjónustunni í gær  Átta þingmenn vantaði í þingsal er forsetinn flutti erindi sitt við þingsetningu Morgunblaðið/Árni Sæberg Þingsetning Forseti Íslands, biskup, vígslubiskup, dómkirkjuprestur og þingmenn nutu fylgdar þingvarða og óein- kennisklæddra lögreglumanna á leið sinni milli Alþingishússins og Dómkirkjunnar við þingsetninguna í gær. Morgunblaðið/Golli Alþingi Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og formaður VG, hlýðir á forseta Íslands flytja ræðu sína í þingsölum í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mótmæli Friðsamleg og fámenn mótmæli voru á Austurvelli við þingsetninguna. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skúli Hansen skulih@mbl.is Menningar- og ferðamálaráð Reykja- víkurborgar hefur samþykkt að láta færa „Svörtu keiluna“, listaverk San- tiago Sierra, frá sínum gamla stað fyr- ir framan Alþingishúsið og á nýjan stað á hellulögðu torgi á horni Kirkju- strætis og Thorvaldsensstrætis. „Skipulagsráð er búið að sam- þykkja þennan nýja stað, þannig að verkið er fært á stað sem er ekki inni á Austurvelli,“ segir Einar Örn Bene- diktsson, formaður mennta- og ferða- málaráðs. Áður hefur komið fram í fjölmiðlum að Sierra hafi sett það sem skilyrði að gjöfin til borgarinnar yrði áfram á Austurvelli. Að sögn Hafþórs Yngvasonar, safn- stjóra Listasafns Reykjavíkur, er verkið nú geymt á lóð fyrirtækis í Ár- bænum en hann segir kostnaðinn við flutning verksins á nýjan stað nema um 600-800 þúsund krónum. Hafþór segir Sierra hafa sett þá skilmála að listaverkið tengdist Alþingishúsinu með beinum hætti. Einar Örn neitaði því hins vegar að Sierra hefði sett borginni einhver skilyrði um endan- lega staðsetningu verksins. Austurvöllur helgur staður Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, Marta Guðjónsdóttir og Ás- laug María Friðriksdóttir, létu bóka andmæli sín við því að verkinu væri komið fyrir við Austurvöll. „Mér finnst ekki ásættanlegt að Reykjavík- urborg þiggi svona gjafir með skilyrð- um,“ segir Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, og bætir við: „Austurvöllur er helgur og sögufrægur staður þar sem þjóðin kemur saman, þarna er Jón Sigurðsson, okkar sameiningartákn og þarna ættum við ekki að koma fyr- ir sundrungartákni. Þegar menn settu styttuna af honum þarna niður þá var hugmyndin sú að þarna yrði ekkert annað en gróður og styttan af Jóni.“ Svarta keilan færð til  Flutningur á listaverki Santiago Sierra kostar um 600-800 þúsund krónur Morgunblaðið/Ómar Svarta keilan Forsætisnefnd Alþingis óskaði eftir því að Svarta keilan yrði færð fyrir þingsetningu og er verkið því nú í geymslu á lóð í Árbænum. Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við fjármálaráðherra. Í ræðu sinni við setningu Al- þingis í gær lagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, áherslu á mikilvægi þess að Al- þingi endurheimti virðingu sína. „Því er mikið í húfi, fyrir okkur öll, þjóðina og stofnanir hennar, að á komandi vetri verði tekið á vanda Alþingis, leitað lausna til að efla álit þess meðal almenn- ings,“ sagði forsetinn í ræðu sinni í gær. Þá lagði Ólafur áherslu á mikilvægi þess að meta ólík sjónarmið sem og að átökum yrði að stilla í hóf ef ætlunin væri að tryggja var- anlegan árangur við að end- urheimta virðingu þingsins. Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, forseti Alþingis, hóf ávarp sitt við þingsetninguna í gær á því að tilkynna að fram- vegis færi setning Alþingis fram annan þriðjudag í september. Þá fjallaði hún í ræðu sinni um störf rannsóknarnefnda á veg- um Alþingis. „Við megum ekki vera svo uppnumin af rannsókn- arnefndum að við förum að líta á þær sem bót allra meina,“ sagði Ásta Ragnheiður í ávarpi sínu í gær. Þá flutti Ásta einnig minning- arorð um Þórarin Sigurjónsson, fyrrverandi þingmann Fram- sóknarflokksins, en hann lést hinn 20. júlí síðastliðinn, átt- ræður að aldri. Þórarinn sat á Alþingi á árunum 1974 til 1987. Alþingi þarf að endur- heimta virð- ingu sína FORSETI ALÞINGIS VIÐ ÞINGSETNINGU Ræða Ólafur Ragnar og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Morgunblaðið/Golli TF SIF, flugvél Landhelgisgæsl- unnar, flaug yfir borgarísjaka 16 sjómílur norðaustur af Hornbjargi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er sá stærsti jafnframt fjærst frá landi. Hann er 160 metra breiður en ekki eru til- tækar upplýsingar um hæð hans. Á vef Veðurstofu Íslands kemur ein- göngu fram að hann sé „mjög hár“. Í kringum jakann, sér í lagi sunnan við hann, eru smámolar sem ekki koma fram í radar. „Þetta eru fyrstu fréttir af ís þetta haustið,“ segir Árni Sigurbjörnsson hjá Landhelgisgæslunni. Ljósmynd/Guðmundur Guðmundsson Hafís Borgarísjaki úti fyrir Hornbjargi. 160 metra breiður borgarísjaki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.