Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Kristín Magdalena Ágústsdóttir er fertug Kennslan var rétta hillan í lífinu Ég hélt tvisvar upp á afmælið í ágúst heima hjá mér. Versl-unarmannahelgin er alltaf svo mikið stuð hér á Flúðumog ættingjar mínir koma yfirleitt þá. Ég bauð þeim í kök- ur og kaffi í tilefni afmælisins þá. Svo kom tengdafólkið mitt í veislu í lok ágúst,“ segir Kristín Magdalena Ágústsdóttir sem fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Hún segist ætla að halda kyrru fyrir á Flúðum um helgina og njóta þess að fylgjast með réttum. Hún og maðurinn hennar eiga sveit í Borgarfirði þar sem hann verður væntanlega við leitir en þar sem þau eiga lítið barn segist Kristín ætla að vera í kósístemningu með móður sinni heima á meðan. Kristín er Borgnesingur að uppruna en flutti á Flúðir fyrir tíu árum. „Við ákváðum bara að prufa nýtt umhverfi og það klikkaði ekki. Það er mjög gott að búa hér. Það er aldrei vont veður á Flúðum,“ segir hún og hlær. Hún hefur starfað sem sérkennari á leik- og grunnskólastigi, meðal annars í Flúðaskóla og Þjórsárskóla. Hún segist hafa komið við í flestum stöðum í skólakerfinu og njóti starfsins til hins ýtr- asta. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu. Mér fannst ég strax vera komin á rétta hillu í lífinu þegar ég byrjaði í þessu,“ segir Kristín. kjartan@mbl.is Söngur Kristín er einnig söngkona og hefur m.a. komið fram á Út- laganum á Flúðum með gítarleikaranum Herði Friðþjófssyni. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Ari Freyr Jónsson færði Rauða krossi Íslands kr. 2.017 kr. Hann safnaði pen- ingunum með því að rukka gesti heima hjá sér sem not- uðu blótsyrði. Söfnun Reykjanesbær Ásgrímur Bragi fædd- ist 17. nóvember kl. 1.50. Hann vó 3.995 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Kolbrún Skagfjörð og Viðar Örn Victorsson. Nýr borgari J ón Óskar og Inga Björk fæddust í Kaupmanna- höfn og ólust þar upp til 12 ára aldurs en fluttu þá með fjölskyldu sinni til Ís- lands og áttu síðan heima á Sel- tjarnarnesinu. Starfsferill Jóns Óskars Jón Óskar stundaði nám í þýsku við Freie Universitaet 1982-84, nám í heimspeki og rökfræði við HÍ 1985-86, lauk BA-prófi í við- skiptafræði og stjórnun við Uni- versity of Maryland, 1998, lauk MSM-prófi í fjármálastjórnun við Boston Univerisity 2000, og Dip- loma-prófi í fjármálafræði frá Uni- versity og Oxford, Said Business School 2012. Jón Óskar var íþróttafréttamaður á RÚV sjónvarpi 1986-90, frétta- maður erlendra frétta á RÚV sjón- varpi 1990-95 og vann þá fjölda Jón Óskar og Inga Björk Sólnes – 50 ára Afmælistvíburarnir Jón Óskar Sólnes og Inga Björk Sólnes úti í Brussel þar sem þau halda saman upp á daginn. Í Evrópuviðskiptum og kvikmyndagerð Í Agra á Indlandi Inga Björk með Taj Mahal í baksýn. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - Sími 551 6646 Opið virka daga frá 10-18 laugardaga 11-15 NÝJAR VÖRUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.