Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 ✝ Heiðar Þórð-arson fæddist að Hvammi í Döl- um 22. janúar 1945. Hann lést 4. september 2012. Heiðar ólst upp á Goddastöðum í Laxárdal. For- eldrar hans voru hjónin Þórður Eyj- ólfsson, f. 25. júlí 1909, d. 14. júní 1991 og Fanney Guðmunds- dóttir, f. 28. október 1916, d. 5. apríl 1981. Systkini Heiðars eru Eyjólfur, f. 11. maí 1941, Gísli Sigurvin, f. 9. september 1947, Ársæll, f. 19. desember 1949 og Erla, f. 15. apríl 1953. Eftirlifandi eiginkona Heið- ars er Bára Aðalsteinsdóttir, f. 2. febrúar 1951 á Ásbrands- stöðum Vopnafirði. Foreldrar hennar, Aðalsteinn Valdimars- son, f. 8. september 1928, d. 10. júní 1979 og Guðný Sigurbjörg Runólfsdóttir, f. 17. október 1930. Börn Heiðars og Báru eru: Þórður Fannberg, f. 20. janúar 1970, eig- inkona hans er Fjóla Borg Svav- arsdóttir, f. 25. mars 1976, börn þeirra eru Þór Ísak, f. 21. október 2004 og Bára Freydís, f. 4. apríl 2008. Sigurbjörg Ásgerður, f. 18. febrúar 1971, eiginmaður hennar er Borgar Ævar Ax- elsson, f. 9. apríl 1972, börn þeirra eru Heiðbjört Bára, f. 1. júlí 1993 og Axel Þór, f. 25. nóvember 2001. Útför Heiðars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 12. september 2012, og hefst at- höfnin kl. 13. Það eru rúm 22 ár síðan ég kynntist Heiðari Þórðarsyni fyrst, þá ungur drengur að bera víurnar í dóttur hans Sig- urbjörgu sem ég kvæntist síð- ar. Strax þá sá ég dugnaðinn sem einkenndi meðlimi fjöl- skyldunnar. Þar var Heiðar fremstur meðal jafningja, rösk- ur til verks, kvikur, áræðinn, fylginn sér og umfram allt þrautseigur. Heiðar var óútreiknanlegur í marga staði og tók sig ekki of hátíðlega. Jólasveinninn á hækjum er mér sérlega minn- isstæður í þessu sambandi. Framkvæmdagleði hans var auk þess mikil og það átti ekki við hann að taka það rólega. Þess varð ég aðnjótandi öll þau ár sem við þekktumst, bæði fyrir og eftir veikindi, sem er þakklætisins virði. Heiðar var barngóður og góður við þá sem halloka fóru í samfélaginu. Þetta var honum eðlislægt og mig grunar að hann sjálfur hafi ekki áttað sig á þessari færni sinni. Dóttir mín, Heiðbjört Bára, fékk sannarlega að njóta barn- gæsku hans sem barn þegar hún kom til ömmu og afa í Búðardal á sumrin. Þar fékk hún að vera með Heiðari við vinnu sína í kringum unglinga- vinnuna í Búðardal og þeysast um allar koppagrundir sem þátttakandi í því sem fram fór. Eftirminnilegt er eitt skiptið þegar við Sigurbjörg vorum að ná í dóttur okkar eftir sum- ardvöl í Dölunum og vildi Heið- björt sýna okkur hvernig afi hennar hafði kennt henni að keyra sláttuvél. Stolt sat hún við stýrið og Heiðar hlaupandi á eftir henni dauðhræddur um að hún myndi ekki ráða við tækið. Einnig er minnisstætt þegar við vorum í sumarbústað í Vaglaskógi þar sem Heiðar kenndi afabarni sínu, Axeli Þór að skríða. Óþreytandi þeyttist hann um á fjórum fótum heilu dagana til að sýna Axeli Þór réttu tökin og fótafimi með sýnikennslu. Eins og svo oft áð- ur tókst honum ætlunarverk sitt með eljusemi og dugnaði, afabarnið var farið að skríða í lok dvalarinnar. Ég er sannfærður um að eig- inleikar Heiðars réðu miklu um það hversu lengi hann náði að berjast í gegnum veikindi sín og fylgjast með því sem var að gerast í lífi þeirra sem næst honum voru. Þrjóska, eljusemi, dugnaður og ósérhlífni átti án efa stóran þátt í að Heiðar tap- aði orrustu sinni ekki fyrr en 4. september síðastliðinn eftir margra ára baráttu. Já minningabrotin eru mörg og fjölmargar minningar eru geymdar á myndum og mynd- skeiðum sem Heiðar var svo ið- inn við að taka. Þessar heimildir munu ylja fjölskyldunni um hjartarætur um ókomna tíð. Fyrir allar minningarar og samverustundir með Heiðari vil ég nú þakka. Hann hefur kennt mér að meta og virða fjölbreytileika lifsins, vonir, væntingar og þrár hvers og eins. Blessuð sé minning Heiðars Þórðarssonar. Þinn tengdasonur, Borgar. Heiðar Þórðarson HINSTA KVEÐJA Kveðja frá barnabörn- um. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þór Ísak Þórðarson og Bára Freydís Þórðardóttir. Þegar fallinn er frá gegn og góður maður rifjast upp á ör- skotsstundu þessi ár góðra kynna og söknuður yfir því að hafa ekki gert þetta eða hitt. Við Ása bjuggum í Breiðholti 1987 en Björg og Ása voru sam- starfskonur. Komu þau hjón Þráinn og Björg til okkar og kynntumst við Þráinn þar og hefur sá vinskapur haldist alla tíð síðan. Við Ása fluttum í Mos- fellsbæ 1988, en þau voru enn um sinn á Furugrundinni. Þrá- inn var ennþá til sjós sem skip- stjóri þegar þetta var og er mér minnisstætt, að mér fannst hann ekki svo mjög skipstjóra- legur. Maðurinn var grannur, laglegur og talaði ekki hátt og Þráinn Kristinsson ✝ Þráinn Krist-insson fæddist í Reykholti í Borg- arfirði 6. júní 1934. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 30. ágúst 2012. Þráinn var jarð- sunginn frá Frí- kirkjunni í Hafn- arfirði 6. september 2012. var þannig ekki sú mynd sem ég hafði ætlað. En við meiri kynni og hlustun kom það alveg í ljós að hann var skip- stjóri, æsingar- laust. Einhverju sinni var boð hjá frú Björgu og var vin- konum boðið en þegar ég kom að sækja mína var orðið goslaust, þá sagði Þráinn eitthvað á þessa leið: allt þetta gos hefði dugað minni skipshöfn í tvö fyll.... og eru þeir nú u.þ.b. 16 í áhöfn, enda liggja þeir ekki í blandinu. En Þráinn var einstaklega ljúf- ur maður og háttvís í öllum greinum og var eins og allt sem hann sagði væri vandlega hugs- að og allar gerðir skipulagðar. Þau Björg eignuðust hund og við Ása eignuðumst hund og urðu hundarnir auðvitað til þess að meiri samgangur varð á milli okkar enda voru þeir fóstraðir á víxl, ef eigendur þurftu í ein- hver erindi til annarra landa ell- egar innanlands. Enda var það svo að þessi dýr virtust bara vera spennt fyrir því að dvelja í þessu fóstri. Og minnist ég engra vandkvæða með þau hvort sem þau voru að koma eða fara. Dýrin lifðu sína daga og fengu endanlegt heimili á sum- aróðali okkar Ásu og komu þau Björg og Þráinn hvert vor til að líta eftir sínum félaga og ekkert síður öðrum vinum sem þar hvíla. Þau komu ávallt að vori í þessum erindagjörðum. Í síðustu ferð til okkar vorið 2012 var með okkur lítill 6 ára strákur, barnabarn, og fór vel á með þeim Þráni og svo vel að drengurinn spurði okkur hvort Þráinn gæti ekki líka verið afi sinn úr því að hann væri afi svo margra barna og var það auð- sótt þegar hann svo leitaði eftir því og var mjög gott með þeim. Blóm voru nostursamlega sett niður við hvert og eitt dýr sem þar liggur. Það var venja að við Ása kæmum fljótlega í heim- sókn til þeirra í mat og jafnvel gistingu. Þar fyrir utan var allt- af samband, sem að sjálfsögðu hefði mátt vera. Að leiðarlokum kemur upp í hugann að heppnir eru þeir eft- irlifendur sem kynnast slíkum mannkostum. Megi sár söknuð- ur eiginkonu og allra afkom- enda mildast við þær ljúfu minningar sem slíkur maður skilur eftir. Ása og Ólafur. Árið 1966 fluttist til Hafn- arfjarðar vinur minn, Jón Gunnarsson, frá fæðingarstað sínum, Borgarfelli í Skaftár- tungu, en þar var hann bóndi. Skömmu eftir komuna til Hafn- arfjarðar hófust okkar góðu samskipti með kaupum Jóns á húseign við Hverfisgötu. Fann ég strax, hversu traustur og góðviljaður Jón var og síðan átti ég eftir að kynnast nánar hans mannkostum. Jón var einkar glaðsinna, brosmildur, hress í viðmóti og alltaf ánægjulegt að eiga við hann spjall. Þá var Jón fé- Jón Gunnarsson ✝ Jón Gunn-arsson fæddist á Borgarfelli í Skaftártungu í Vestur-Skaftafells- sýslu 11. sept- ember 1922. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 27. ágúst 2012. Útför Jóns fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 6. september 2012. lagslyndur og söng- elskur, sannur gleðigjafi. Þannig stjórnaði hann fé- lagsvist og bingói á samkomum eldri borgara og sat um tíma í stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Eftir að Jón fluttist til bæjarins starfaði hann mest við járnabindingar og þótti röskur og mjög fær til verka. Meðal bygginga sem hann vann við var álverið í Straumsvík. Vann hann þá hjá þeim traustu verktökum, Knúti og Stein- grími. Vinnufélagi Jóns hefur sagt mér, að hann hafi alltaf verið í góðu skapi og lærdóms- ríkt að starfa með Jóni. Sam- viskusemi hafði hann að leið- arljósi. Þau hjónin Jón og Sigurrós voru trúhneigð, en hún tók kaþ- ólska trú fyrir mörgum árum. Bar Jón óskipta virðingu fyrir trú konu sinnar og sýndi það í orði og verki. Hann sótti oft kaþólskar messur með Sigur- rósu og flutti í bifreið sinni til Karmelklaustursins brauð og annað góðmeti, sem bakarí gáfu klaustrinu. Í ýmsu öðru liðsinnti Jón Karmelnunnunum. Veit ég, að þær voru mjög þakklátar fyrir hjálpsemi Jóns og biðja fyrir sálu hans. Jón var einn af fjórum hafn- firskum söngvinum, sem séra Oremus fékk til að syngja við jólamessur í kapellu St. Jós- efsspítalans, en Oremus var tryggur heimilisvinur Jóns og Sigurrósar. Kveðjustund mín með Jóni var í setustofu Sólvangs nokkr- um dögum fyrir andlát hans. Var þá ljóst, að stutt kynni að vera til leiðarloka hér á jörðu. En sönggleðin var ennþá óskert, þegar við ásamt Þór- oddi, syni Jóns, sungum hljóð- lega nokkur sönglög, sem Jóni þóttu kær. Með góðvini mínum Jóni Gunnarssyni hverfur af sjónarsviðinu minnisstæður samborgari, sem lét svo margt gott og fagurt af sér leiða í líf- inu. Blessuð sé minning hans. Árni Gunnlaugsson. Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Nýjar vörur Kjóll, peysa, leggings o.fl. Sími 588 8050. Facebook - vertu vinur Teg. 6041 Þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: rautt og svart - Stærðir: 36 - 41 - Verð: 14.880.- Teg. 7195 Þægilegir dömuskór úr leðri, sinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42 - Verð: 14.685.- Teg. 7904 Þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42 - Verð: 14.685.- Teg. 7095 Þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42 - Verð: 14.685.- Teg. 7308 Þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42 - Verð: 14.685.- Teg. 2701 Þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42 - Verð: 14.685.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán. - föst. 10 - 18. Opið laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Húsviðhald Laga ryðbletti á þökum, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk- efni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ARNÞÓRS BJÖRNSSONAR, Holtateigi 28, Akureyri. Anna Sigríður Arnþórsdóttir, Tryggvi Jónsson, Birna Margrét Arnþórsdóttir, Steinar Magnússon, Drífa Þuríður Arnþórsdóttir, Mark Siddall, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÖNNU STEINUNNAR ÁGÚSTSDÓTTUR. Kjartan Bjargmundsson, Elsa Kjartansdóttir, Bjargmundur Ingi Kjartansson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Ragnheiður Ólína Kjartansdóttir, Ágúst H. Elíasson, Elsa Vestmann Stefánsdóttir, Birgir Sigurðsson, Einar Ingi Ágústsson, Ásta Margrét Guðlaugsdóttir, Elías Halldór Ágústsson, Kristín Vilhjálmsdóttir, Eva Ágústsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, LOFTUR ÞORKELSSON, Melgerði 15, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að kvöldi sunnudagsins 9. september. Védís Þórhalla Loftsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Elfar Reifnir Loftsson, Bergþóra Ósk Loftsdóttir, systur, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARITAS JENSEN, Stóragerði 42, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 7. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar LSH, s. 543 1159. Steinunn Margrét Tómasdóttir, Aðalsteinn Karlsson, Þórunn Elín Tómasdóttir, Kjartan Jónsson, Bryndís María Tómasdóttir, Thomas Möller, Lára Anna Tómasdóttir, Hörður Jón Gærdbo, Óskar Már Tómasson, Auður Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.