Morgunblaðið - 12.09.2012, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.09.2012, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 „Okkur finnst mikilvægt að leggja þessu lið og fá fólk til að skilja að þetta er eitthvað sem skiptir máli. Hér eru vísindamenn sem vinna starf sem skiptir máli í hinum stóra heimi; þeir varða leiðina að lækn- ingu og búa til þekkingu,“ segir Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður styrktarfélagsins Göngum saman, sem hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjósta- krabbameini. Félagið mun á morg- un standa fyrir málþingi um gildi íslenskra grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á Íslandi. Málþingið er haldið í hátíðarsal Háskóla Íslands og stendur frá kl. 15 til 18, þar verður lögð áhersla á spurninguna hvort jafn fámenn þjóð og Íslendingar geti með grunnrannsóknum haft áhrif á al- þjóðlega vísu. Aðalfyrirlesari verð- ur Norman Freshney, forstöðu- maður rannsókna hjá Break- through Breast Cancer í Bretlandi. Hann mun segja frá áherslum rann- sóknarstofnunarinnar, hverju rannsóknir á brjóstakrabbameini skila til almennings og hverju stuðningur styrktarfélaga hefur áorkað. „Þetta snýst dálítið um að vekja athygli á því að við erum að gera stórmerkilega hluti, okkar litla þjóð. Göngum saman hefur veitt 22 milljónir í styrki til rannsókna á undanförnum fimm árum og mun veita 10 milljónir í styrki í október í tilefni af fimm ára afmæli okkar. Í gegnum tíðina höfum við aðallega styrkt meistara- og doktorsnem- endur við HÍ og rannsakendur á Landspítalanum. Í framhaldi af því má nefna að fjórir af þeim sem við höfum styrkt hafa nú lokið dokt- orsnámi og þrír af þeim starfa nú erlendis við rannsóknir á brjósta- krabbameini og öðrum krabba- meinum,“ segir Gunnhildur. Sérstakar aðstæður nýtast Helga Ögmundsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, er einn fjölmargra fyrirlesara á mál- þinginu og mun taka saman hverju íslenskar rannsóknir hafa skilað og hvernig sérstakar aðstæður hér á landi nýtast til að ná markverðum árangri. „Ég mun rekja mig í gegn- um söguna og komast að þeirri nið- urstöðu að rannsóknirnar hafi skil- að mjög miklu. Íslendingar hafa tekið mjög virkan þátt á alþjóðlega vísu í rannsóknum á brjósta- krabbameini,“ segir Helga. Hún segir sérstakar aðstæður hér á landi nýtast vel við rann- sóknir t.d. á brjóstakrabbameini. Hér sé aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum og sjúkdómsgrein- ingum mjög gott. Síðast en ekki síst nýtist umfangsmiklar ættfræðiupp- lýsingar sem hér liggja fyrir mjög vel við rannsóknir. „Það liggja fyr- ir óvenjulegar áreiðanlegar upp- lýsingar allt aftur til ársins 1911 þegar löggjöf um dánarvottorð verður til. Þetta eru miklu ná- kvæmari upplýsingar byggðar raunverulegum sjúkdómsgrein- ingum. Í erlendum rannsóknum liggja upplýsingarnar ekki fyrir í mörgum tilfellum heldur þurfa rannsakendur að reiða sig á frá- sagnir fólks,“ segir Helga. heimirs@mbl.is Morgunblaðið/Golli Gott málefni Styrktarfélagið Göngum saman safnar fé með ýmsum hætti. Rannsóknir hér á landi skipta máli Þú átt betri samskipti Þú verður virkur þáttakandi á mannamótum, getur sinnt vinnu og námi betur og tekið þátt í félagslífinu með ReSound heyrnartækjum því þau hjálpa þér að halda uppi samræðum í hvaða hljóðumhverfi sem er. Fáðu heyrnartæki til reynslu og heyrðu lífið hljóma eins og það er. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Komdu í greininguhjá faglærðumheyrnarfræðingi www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. Caddy* kostar aðeins frá 2.950.000 kr. (kr. 2.350.597 án vsk) *Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Til afgreiðslu strax Atvinnubílar Fæst einnig fjórhjóladrifinn Sveitarfélög hér á landi beittu ýmsum aðferðum við að draga úr rekstrarkostnaði eftir hrun. Að undanförnu hefur verið kallað eftir því að launalækkanir frá þeim tíma verði dregnar til baka. Hjá Akureyrarbæ voru laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna lækkuð um 10% auk þess sem teng- ing launa þeirra við launavísitölu var tekin út, sú skerðing hefur ekki gengið til baka. Þá lækkuðu laun bæjarstjóra um 10% og hefur ekki verið hreyft við þeirri ákvörðun. „Við fórum í almennar aðhalds- aðgerðir. Hættum að veita launuð námsleyfi. Við hættum að greiða fasta yfirvinnu og aksturspeninga árið 2007 og 2008. Við greiðum laun samkvæmt kjarasamningum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Það eru engir einstaklingsbundnir samn- ingar hjá okkur og því var ekki farið í almennar launalækkanir eins og víða. Sömuleiðis var ekki farið í tímabundnar aðgerðir eins og skerð- ingu starfshlutfalls starfsmanna,“ segir Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar. Aðrar aðferðir í Kópavogi Hjá Kópavogsbæ fengust þær upplýsingar að laun starfsmanna með yfir 500.000 kr. í tekjur á mán- uði hefðu lækkað um 5-10% með breytingu á umsaminni fastri yfir- vinnu árið 2009 og var launalækkun meiri eftir því sem starfsmenn höfðu hærri laun. Yfirstjórnendur hjá bænum eru á samningum sem fylgja ákvörðunum kjararáðs. Þegar kjara- ráð ákvað að draga launalækkanir til baka síðasta vetur ákvað Kópavogs- bær að láta leiðréttingar einnig ná til millistjórnenda hjá bænum sem höfðu tekið á sig launalækkanir árið 2009. Þannig vildi bærinn gæta jafn- ræðis meðal þeirra starfsmanna sem höfðu tekið á sig launalækkanir. Ákvörðunin tók gildi 1. mars síðast- liðinn. heimirs@mbl.is Leiðrétt í Kópavogi  Fylgdu ákvörðunum kjararáðs við afturköllun launa- lækkunar  Laun kjörinna fulltrúa á Akureyri enn skert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.