Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Ákveðið hefur verið að hækka vörugjöld á ökutæki í eigu bíla- leiga í tveimur áföngum á næsta og þarnæsta ári og að álagning þessara gjalda verði þannig sam- bærileg við vörugjöld sem gilda um önnur ökutæki. Áætlað er að þessi hækkun skili um 500 millj- ónum í ríkissjóð á næsta ári. „Ekki þykir forsvaranlegt að viðhalda niðurfellingu vörugjalda á bílaleigubíla þegar litið er til þess að eftirspurn eftir bílaleigubílum hefur aukist, kerfið er þungt í rekstri fyrir stjórnsýsluna, hin al- menna skattlagning á ökutæki gef- ur færi á að innkaupum sé hagað með þeim hætti að skattlagning sé takmörkuð, kerfið vinnur gegn markmiðum um minni losun koltví- sýrings frá ökutækjum, hætta er á misnotkun sem erfitt hefur reynst að hafa eftirlit með auk þess sem almennt þykir ekki forsvaranlegt að almenningur niðurgreiði leigu- verð á bílaleigubílum,“ segir í greinargerð fjárlagafrumvarpsins. Hærri vörugjöld á óhollan mat Meðal annarra tillagna um breyttar tekjuöflunaraðgerðir stjórnvalda á næsta ári sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu er breyting á fyrirkomulagi vöru- gjalda sem lögð eru á matvæli. Þessi breyting hefur ekki verið út- færð en fram kom í máli Oddnýjar G. Harðardóttur fjármálaráðherra í gær að byggt yrði á tillögum starfshóps þannig að gjöldin tækju meira mið af manneldismark- miðum. Stýra mætti neyslu á holl- ari matvælum, sem bæru þá lægri gjöld en vörugjöld á óhollari mat- væli myndu hækka. Tekjuáhrif þessara breytinga á næsta ári eru áætluð 800 milljónir króna. Framkvæmdir á Hólmsheiði gætu hafist næsta vor Á yfirliti yfir helstu fram- kvæmdir sem framundan eru kem- ur fram að helsta aukning fjárfest- ingar á vegum ríkisins á komandi ári er fyrirhugðuð hækkun á fram- lagi til vega- og umferðarmála um 1,6 milljarða kr. og hækkun á framlagi til háskóla, rannsókna og framhaldsskóla um 400 milljónir. Heildarfjárfesting samkvæmt fjárlagafrumvarpinu hljóðar upp á 22,4 milljarða. Fram kemur að ef útfærsla á tekjuöflun vegna byggingar nýs fangelsis á Hólmsheiði gengur eft- ir gæti fullnaðarhönnun verið lokið og framkvæmdir hafist næsta vor. Tillögur fjárlagafrumvarpsins eru einnig byggðar á að fjárfest- ingaráætlunin sem ríkisstjórnin kynnti sl. vor verði hrundið í fram- kvæmd. Hún er þó sett fram með fyrirvara um að tekjuöflun gangi eftir, s.s. hvað varðar tímasetningu á sölu eignarhluta ríkisins í bönk- unum, verðmæti þeirra og hversu háar tekjur verði af sérstöku veiði- gjaldi og leigu á aflahlutdeildum. „Þau verkefni sem nú fengu for- gang í fjárfestingaáætluninni snúa að samgöngum, rannsóknum og tækniþróun og er skiptingin sú að 2,5 [milljörðum kr.] verður ráð- stafað í vegaframkvæmdir og 1,3 [milljörðum kr.] varið í rannsókna- og tæknisjóði,“ segir í greinargerð. 11,7% samdráttur útgjalda til löggæslu og öryggismála Af útgjaldabreytingum ríkisins á næsta ári skv. frumvarpinu lækka útgjöldin mest í krónum talið vegna almannatrygginga og vel- ferðarmála eða um 5 milljarða að raunvirði, sem svarar til 3,8% frá áætlun um ríkisfjármálin á yfir- standandi ári. Hlutfallslega lækka útgjöldin þó mest á næsta ári til löggæslu og öryggismála eða um 11,7%, sem nemur 2,8 milljarða kr. lækkun að raunvirði. „Skuldastaða ríkissjóðs felur í sér fjárhagsáhættu,“ segir í grein- argerð frumvarpsins. Áætlað er að heildarskuldir ríkissjóðs í lok þessa árs verði um 1.497 milljarðar kr. Níu milljarða sérstök tekjuöflun  Sækja á 800 milljóna kr. auknar tekjur með breytingum á fjársýsluskatti  Vörugjöld á ökutæki bílaleiga hækka í 2 áföngum  5 milljarða lægri útgjöld vegna almannatrygginga og velferðarmála Frumvarp til fjárlaga 2013 Afkoma ríkissjóðs 2004-2016* *Óreglulegir liðir undanskildir Afkoma % af VLF Tekjur, gjöld % af VLF 10 8 6 4 2 0 -2 -4 -6 -8 -10 40 38 36 34 32 30 28 26 24 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 Afkoma (vinstri ás) Tekjur (hægri ás) Gjöld (hægri ás) Efnahagsforsendur frumvarpsins Hagvöxtur 2,7% Verðlag hækkar um 3,9% Atvinnuleysi 5,3% Viðskiptajöfnuður -2,1% af VLF Kaupmáttur launa eykst um 1,7% Hagvöxtur Heimild: Hagstofa Íslands 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 9 7 5 3 1 -1 -3 -5 -7 -9 % 4,7 6,0 1,3 -6,8 -4,0 3,1 2,8 2,7 2,8 2,8 2,9 Heildar- og frumjöfnuður ríkissjóðs Í milljörðum króna Reikningur Fjárlög Áætlun Frumvarp á verðlagi hvers árs 2011 2012 2012 2013 Tekjur 486,5 522,9 533,6 570,3 Gjöld 576,0 543,7 559,4 573,1 Heildarjöfnuður -89,4 -20,7 -25,8 -2,8 Heildarjöfnuður, hlutfall af VLF (%) -5,5 -1,2 -1,5 -0,1 Frumtekjur 467,2 501,8 510,2 545,4 Frumgjöld 510,4 465,9 478,5 485,0 Frumjöfnuður -43,2 35,9 31,7 60,4 Frumjöfnuður, hlutfall af VLF í % -2,7 2,0 1,8 3,2 Sértækar tekju- aðgerðir árið 2013* Í milljörðum króna ma.kr Kolefnisgjald 3,6 Orkuskattur 2,3 Fyrri forsendur alls 5,9 Fjársýsluskattur 0,8 Virðisaukaskattur 2,6 Vörugjöld á matvæli 0,8 Vörugjöld á ökutæki 0,5 Tóbaksgjald 1,0 Tryggingagjald 3,3 Skattkerfisbreyt. 2013 alls 9.0 Eignasala 8,0 Aðrar ráðstafanir alls 8,0 Alls 22.9 *Ráðstafanir sem á eftir að lögfesta. Auk þess lækkar atvinnutryggingagjald um 3,3 milljarða króna. Heildarjöfnuður ríkissjóðs með og án óreglulegra liða 2009-2013* *Leiðrétt fyrir yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga Heildarjöfnuður með óreglegum liðum Heildarjöfnuður án óreglulegra liða 20 0 -20 -40 -60 -80 -100 -120 -140 160 2009 2010 2011 2012 2013 -139,3 -109,2 -123,3 -59,2 -89,4 -37,0 -25,8 -10,0 -2,8 4,3Tölur eru í milljörðum króna BAKSVIÐ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Afla á aukinna tekna í ríkissjóð með ýmsum sértækum tekju- aðgerðum og skattahækkunum á næsta ári samkvæmt fjárlaga- frumvarpi ársins 2013. Samkvæmt yfirliti fjármálaráðuneytisins eiga þessar ráðstafanir að skila 9 millj- örðum í ríkissjóð á næsta ári að frátalinni eignasölu, sem á að skila 8 milljörðum. Fjársýsluskattur lagður á laun og á að skila auknum tekjum Verður fjársýsluskattinum á fjármálastofnanir og trygginga- félög, sem tekinn var upp á þessu ári, breytt á næsta ári og hann hækkaður gangi tillögurnar eftir. Fjársýsluskatturinn sem lagður er á launagreiðslur fyrirtækjanna verður hækkaður og lagður á í tveimur þrepum. Samhliða á hins vegar að leggja af sérstakan fjár- sýsluskatt sem leggst á hagnað þessara fyrirtækja. Almenni fjár- sýsluskatturinn á að skila alls 5,9 milljörðum árlega. Tekjuaukning ríkisins af fjár- sýsluskattinum vegna þessarar breytingar er áætluð 3,3 milljarðar en á móti falla niður 2,5 milljarðar við brottfall sérstaka fjársýslu- skattsins. Hrein tekjuaukning við þessa skattabreytingu er því áætl- uð 800 milljónir kr., m.a. vegna hærri launa sem skatturinn er lagður á. 5,9 milljarðar af kolefnis- gjaldi og orkusköttum á næsta ári Gengið er út frá að kolefnis- gjaldið og orkuskattar á rafmagn og heitt vatn verði framlengdir og skili 5,9 milljörðum í tekjur á næsta ári, þar af er gert ráð fyrir að tekjur af kolefnisgjaldinu verði 3,6 milljarðar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar að svo stöddu um hvort ríkissjóður komi til með að leggja Íbúðalánasjóði til frekara framlag til að styrkja eiginfjár- stöðu sjóðsins. Í umfjöllun um stöðu sjóðsins í fjárlagafrum- varpi næsta árs segir að fara þurfi vel yfir stöðu sjóðsins áður en það er gert. Sjóðurinn þarf að halda eiginfjárhlutfalli sínu yfir 5% miðað við reglur Fjármálaeft- irlitsins en í lok síðasta árs var hlutfallið 2,3% þrátt fyrir að sjóðnum hefðu verið lagðir til 33 milljarðar til styrkingar á eig- infjárstöðu hans vegna afskrifta á fasteignalánum einstaklinga og lögaðila. Í greinargerð frumvarpsins er bent á að við árshlutauppgjör um mitt þetta ár hafi komið í ljós að afskriftir útlána voru enn um- fram áætlanir og eigin fé sjóðs- ins hefði lækkað enn frekar. Í fjárlagafrumvarpinu segir að enn sé talsverð óvissa um hverjar endanlegar afskriftir ÍLS verða við úrvinnslu skuldamála ein- staklinga og fyrirtækja. „Í öðru lagi eru uppi skiptar skoðanir um það hvort ríkissjóði sé betur borgið með því að leggja sjóðn- um til aukið eigið fé eða ekki þar sem aukningu eiginfjár yrði mætt með auknum lántökum sem aftur myndi auka vaxtagjöld rík- issjóðs.“ Morgunblaðið/Kristinn Íbúðalán Óljóst er hvað stjórnvöld munu leggja mikið til Íbúðalána- sjóðs á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi frá í gær. Óvissa um meiri framlög til ÍLS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.