Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 256. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Sóar öllu sínu fé 2. Fóru í bílferð til að kaupa drykki 3. Faðirinn „hegðaði sér undarlega“ 4. Skammaður fyrir að lyfta Obama »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Listamaðurinn Hugleikur Dagsson mun stýra spurningakeppni fyrir kvikmyndaáhugamenn annað kvöld kl. 20 á Kex Hosteli, sk. „pub quiz“, og fær stigahæsta liðið tvo passa á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF. Tveir verða í hverju liði og liðin spurð 30 kvikmyndaspurninga. Önnur keppni verður haldin 20. sept- ember og sú þriðja 26. september. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvikmyndaspurn- ingakeppni RIFF  Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar The Heavy Experience, SLOWSCOPE, er komin út. Áður hafði hún gefið út samnefnda smáskífu. „Þetta er mjög blúsuð drone-tónlist sem sækir inn- blásturinn mjög víða að,“ segir Tumi Árnason saxófón- leikari hljóm- sveit- arinnar. »30 Fyrsta breiðskífa The Heavy Experience  Hallveig Rún- arsdóttir sópr- ansöngkona flytur íslensk þjóðlög í Salnum í dag kl. 17.30, á öðrum tónleikum tón- leikaþrennunnar Íslenskt? Já takk! Jónas Ingimund- arson leikur á flygil og Bjarki Svein- björnsson kynnir efnisskrá. Hallveig og Jónas flytja íslensk þjóðlög Á fimmtudag Norðaustan og norðan 10-15 m/s, en suðvestan 8- 13 m/s suðaustantil á landinu. Rigning víða um land og hiti 3 til 12 stig, mildast sunnantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 13-20 m/s, rigning sunnan- og vestanlands, hvassast við ströndina. Mun hægara og bjartviðri norðaustantil fram á kvöld. Hiti 0 til 10 stig, mildast suðaustantil. VEÐUR Ísland tapaði sínum fyrstu stigum í undankeppni heims- meistaramóts karla í fótbolta þegar Kýpur vann viðureign liðanna í Larnaca í gær, 1:0. „Aðalástæðan fyrir svona slökum leik er að við ætl- uðum aðeins fram úr sjálfum okkur í varnarleiknum. Við reyndum að vinna boltann of framarlega og vörðumst svo of mikið sem einstaklingar,“ sagði Lars Lagerbäck, þjálf- ari Íslands. »1 Fram úr sjálfum okkur í varnarleik Kayla Grimsley ætlaði að spila í bandarísku atvinnudeildinni í knatt- spyrnu í ár en kom til Íslands þegar deildin var lögð niður og varð Ís- landsmeistari með Þór/KA. Grimsley var kjörin besti leikmaður seinni hluta Íslands- mótsins í gær og segir að fótbolt- inn á Íslandi sé hraðari og leik- stíllinn bein- skeyttari en hún átti að venj- ast í Banda- ríkjunum. »4 Hraðari og beinskeytt- ari en í Bandaríkjunum Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi ís- lenska landsliðsins í körfubolta, segir að þátttaka liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem lauk í gær hafi verið mikill lærdómur. „Það er leið- inlegt að hafa ekki skilað fleiri sigr- um en ef við fáum að halda þessu áfram og verðum með sama mann- skap er ég viss um að það eru bjartari tímar framundan,“ segir Pavel. »3 Þátttakan í EM var mikill lærdómur ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Um 60 erlendir ferðamenn hafa ver- ið veðurtepptir í Vogafjósi, veit- ingastað og gistihúsi við Mývatn, síðan á mánudag, en Ólöf Hall- grímsdóttir, einn eigenda ferðaþjón- ustunnar á staðnum og bóndi í Vog- um 1, segir að ekki hafi farið illa um fólkið, þó að ástandið sé slæmt. Þau hafi fengið lánaða rafstöð og því sé hlýtt í húsum, vel hafi gengið að mjólka kýrnar og hægt hafi verið að elda fyrir gestina. „En ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt á þessum árstíma,“ segir hún um veðrið. Veðrið lagaðist um miðjan dag í gær og þá héldu nokkrir gestanna í samfloti áleiðis til Akureyrar en þeir sem voru á litlum bílum fóru hvergi auk þess sem nýir gestir bættust í hópinn. „Þetta hefur verið hryllilegt veður, náttúruhamfarir,“ segir Ólöf. Veita áfallahjálp Mikill tími hefur farið í að róa ferðamennina, upplýsa þá um að- stæður og veita þeim áfallahjálp, að sögn Ólafar. „Fólkið er í allskonar ásigkomulagi andlega. Ein konan brast hreinlega í grát þannig að við þurftum að hjálpa fólkinu andlega. Síðan eigum við kindurnar uppi á fjöllum og vitum ekki hvernig þeim hefur reitt af.“ Féð er í Búrfells- hrauni og segir Ólöf að snjórinn sé svo blautur og þungur að ekki verði við neitt ráðið. „Við biðjum bara þennan almáttuga að halda vernd- arhendi yfir því.“ Ólöf segir að nokkrir Bandaríkja- menn hafi tengt hamfarirnar við 11. september en annars hafi fólkið róast með tímanum. „Við höfum kaffi á könnunni og stemningin er orðin frekar heimilisleg. Fyrst voru allir þögulir og sátu við sín borð og borðuðu morgunmatinn en þegar tók að líða á fór fólk að færa sig hvað til annars til þess að spjalla.“ Engar upplýsingar Fjórir Bandaríkjamenn bættust í hópinn á mánudag, karlar og konur. „Þau festu sig, ýttu og voru renn- andi blaut og hrakin,“ segir Ólöf. „Þau sögðu að þau hefðu haldið að þau myndu ekki hafa sig í gegnum þetta en á brottfararstað fengu þau ekki upplýsingar um að það væri leiðinlegt veður.“ Tíu mjólkurkýr eru á bænum og segir Ólöf að þau hafi ekki mjólkað fyrr en um hádegi á mánudag og svo um kvöldið en síðan hafi þau náð að jafna tímann á ný í gær- morgun. „Þrátt fyrir allt þurfum við ekki að kvarta,“ segir hún og bendir á að aðrir bændur hafi orðið fyrir gífurlega miklu tjóni. Óvenjulegar náttúruhamfarir  Um 60 útlend- ingar veðurtepptir í Vogafjósi Ljósmynd/Arnar Magnússon Nóg að bíta og brenna Ólöf Hallgrímsdóttir segir að vel hafi farið um gesti í Vogafjósi þrátt fyrir náttúruhamfarir. Ólöf (fyrir miðju) er hér með tveimur gestanna, hjónum sem búa í Flórída og eru ekki vön slíkum hretum. Álfdís Sigurveig Stefánsdóttir, bóndi á félagsbúinu Ytri- Neslöndum við Mývatn, og Berg- þóra Eysteinsdóttir, bóndi á Arn- arvatni lV, hafa verið rafmagns- lausar síðan aðfaranótt mánudags og hvorki getað hitað upp né eldað en þær láta það ekki á sig fá. „Skítt með kuldann ef maður kem- ur skepnunum inn,“ segir Álfdís og bætir við að alltaf sé hægt að klæða sig eftir veðri. Hún segir að þau systkinin hafi komið öllum fullorðnu kindunum inn í hús í fyrradag og 41 lambi. Í gær voru enn þrjár ær týndar og níu af 105 lömbum. „Ég fór á dráttarvél, gerði slóð og rak þær heim,“ segir Bergþóra sem hefur náð öllu fénu inn af túninu hjá sér, rúmlega 100 ám og lömbum. Í gær átti hún eftir að at- huga með kindur á tveimur stöð- um, en óttaðist ekki um þær. Björgun skepnanna aðalatriðið RAFMAGNSLAUSIR BÆNDUR Í MÝVATNSSVEIT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.