Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gefstu ekki upp á því að leggja góð- um málstað lið þótt baráttan sé hörð og þér finnist lítið miða áfram. Hafðu öll slík mál á hreinu og talaðu út um hlutina. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú gætir auðveldlega hneykslað fólk í dag. Gættu þín á að vera ekki óþolinmóður gagnvart þeim sem eru þér nákomnir. Ræddu við maka þinn eða náinn vin í dag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er nauðsynlegt að lesa smáa letrið ekki síður en aðalefni allra samninga. Hafðu það í huga. Dagurinn mun bjóða þér ýmsa raunhæfa möguleika. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vertu opin/n fyrir ráðleggingum vina þinna í dag, sérstaklega þeirra sem eru eldri og reyndari en þú. Og þá er bara að láta til skarar skríða. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að hafa alla hluti á hreinu áður en þú tekur ákvörðun í veigamiklum málum. Allir sem þú talar við munu taka vel í hug- myndir þínar og samþykkja það sem þú seg- ir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þú berir ábyrgð þýðir það ekki að þú þurfir að gera allt sjálfur og megir ekki þiggja aðstoð. Ef þú ætlar í ferðalag ættirðu að fara eitthvað sem þú hefur farið áður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sumt er einfaldlega þess virði að maður færi fórnir. Leyndarmálið við upprætingu misréttis kynjanna er að einbeita sér að sköpun og leiða annað hjá sér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Til þess að viðhalda sam- böndum þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum. Það er engin ástæða til að hlaupa upp til handa og fóta, þótt einhver gylliboð séu í gangi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Af hverju ættir þú að flýta þér þegar þú veist ekki hvert þú ert að fara? Hægðu á þér, slappaðu af eða stoppaðu. Gömul tækifæri munu reynast þér best. 22. des. - 19. janúar Steingeit Aðstæður þróast með allt öðrum hætti ef nýtt fólk kemur til skjalanna. Ef þú ætlar að koma einhverju í verk í dag þarftu að forðast alla truflun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki reyna að sannfæra aðra um þitt sjónarmið núna. Byrjaðu á því að skipu- leggja nánasta umhverfi þitt því þannig nærðu best stjórn á hlutunum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Eitthvað kemur óvænt upp á og setur þig í talsverðan vanda. Vertu opinn og for- dómalaus þegar nýjungar banka upp á. Ingibjörg R. Magnúsdóttir send-ir Vísnahorninu stórfróðlegt og skemmtilegt bréf með minn- ingabrotum frá FSA, Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri: „Eitt sinn var þar fram- kvæmdasamur hjúkrunardeild- arstjóri, sem setti upp svohljóð- andi áminningu í snyrtingu sjúklinga: Munið að á milli klukk- an eitt og tvö er hvíldartími. Þá varð Þuru í Garði, sem þar var sjúklingur, að orði: Hvað er að heyra, hver er að banna, hvar á að setja hrat? Ef hvíldartími klósettanna kemur á eftir mat. Síðar var á FSA myndarlegur kandídat, að nafni Tómas en kall- aður Tumi. Þegar ég sá að blómarósir sjúkrahússins renndu til hans hýru auga varð mér að orði: Keppa þær um lífsins lán lærðan, slyngan guma. Eins og mý á mykjuskán meyjar í kring um Tuma. Þegar Systrasel, bústaður hjúkrunarfræðinga, tók til starfa sendi Jakob Ó. Pétursson, rit- stjóri Íslendings, mér eftirfarandi vísu, en hann orti undir dulnefn- inu Peli: Gaman væri í Systraseli að sýna vott á hjartaþeli. Gluggar hússins aldrei héli. Hjartans kveðjur - Peli. Mér þótti tilheyra að þakka kveðjuna, en erfitt var að fá hjúkrunarfræðinga til starfa og ég vildi hafa varann á og sendi honum því þetta vísukorn: Langi þig í Systrasel að sýna fagurt hjartaþel komdu góði, gjörðu svo vel, en gættu þess kæri Peli: Að æðsta boðorð eg þar tel að enginn frá mér steli. Hér kemur að lokum vísa, sem eignuð er hinum vinsæla lækni þeirra Siglfirðinga Steingrími Eyfjörð, en ef hún á ekki heima í Mogganum mínum, þá sleppir þú henni. Hún sýnir að það er ekki tekið út með sældinni að vera læknir. Aum er okkar rulla í þessu jarðlífi. Annað hvort er það drulla eða þá harðlífi. Í von um að ég hafi ekki hneykslað þig: Vertu margbless- aður.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Þuru í Garði, hvíldartíma og harðlífi Samskiptavefir leika stórt hlut-verk í lífi margra og þeir, sem sniðganga þá með öllu eru eins og móhíkanar í útrýmingarhættu. Vík- verji hefur hreiðrað um sig á nokkr- um þessara vefja og fær stöðugar áskoranir um að láta til sín taka á fleiri slíkum vefjum. Nú síðast barst honum tölvupóstur frá félagsvefnum Twoo, þar sem honum var bent á að með því að skrá sig þar gæti hann eignast tíu milljónir vina og það ókeypis. Það er þó nokkur fjöldi, en engu að síður eru þeir sýnu fleiri á vefnum Facebook og hann er víst ókeypis líka, þótt þar séu upplýs- ingar um notendur notaðar til þess að draga inn auglýsingatekjur. x x x Þótt Víkverji sé á Facebook ogfleiri vefjum er ekki þar með sagt að hann sé atkvæðamikill. Hann þekkir fólk, sem liggur heilu tímana yfir Facebook og notar vefinn til þess að ræða við vini og kunningja, mæla sér mót og skipuleggja daginn. Hinn óskipulagði Víkverji gerir ekk- ert slíkt og er reyndar oft svo upp- tekinn í raunheimum að hann kemur ekki inn í netheim Facebook svo dögum skiptir. Þegar hann fer inn er hann síðan líkari gluggagægi en þátttakanda, athugar hvað fólki ligg- ur á hjarta, en skerst síður í leikinn. Hann áttar sig þó á að þarna er hægt að fylgjast með og vera í sambandi við fólk, sem útilokað er að komast yfir að heimsækja eða rækta utan netheima. Vefir á borð við Facebook hafa því ótvíræða kosti. x x x Víkverji getur hins vegar ekki aðþví gert að hann á erfitt með að venjast tilhugsuninni um að setja persónulegar upplýsingar inn á vef, sem notar þær í ábataskyni. Ef ríkið safnaði til sín upplýsingum með þessum hætti færi allt á annan end- ann. Hrollvekjur hafa verið skrif- aðar um upplýsingahauginn, sem austur-þýska öryggislögreglan, Stasi, sankaði að sér um borgarana á tímum kalda stríðsins með þrotlaus- um njósnum. Á Facebook mokar fólk upplýsingum um sjálft sig inn á vef- inn. Þannig hljóta forsprakkar Stasi að hafa gert sér himnaríki í hugar- lund. víkverji@mbl.is Víkverji Guð vonarinnar fylli yður öllum fögn- uði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni í krafti heilags anda. (Rómverjabréfið 15:13) Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 11-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU eftir Jim Unger „HANN FÆR SVO ROSALEG MÍGRENISKÖST.“ HermannÍ klípu „GUÐ HJÁLPI ÞÉR.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...að finnast hann alltaf vera þér við hlið. SKATTHEIMTUMAÐUR KONUNGSINS VERÐUR AÐ BÍÐA ÞAR TIL ÉG ER BÚIN HÉR ... SEGÐU HONUM AÐ KOMA INN OG FÁ SÉR SÆTI. HANN SEGIST FREKAR VILJA BÍÐA ÚTI! „KÆRA HUNDAHORN ...“ „HVER VILL FARA Í GÖNGUTÚR?“ VIÐ MUNUM HAFA SAMBAND VIÐ ÞIG MEÐ RÉTT SVAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.