Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Færeyska tónlistarkonanEivör Pálsdóttir hefurnotið mikilla vinsældahér á landi sem og í heimalandi sínu og skal engan furða því hún er miklum hæfi- leikum gædd, syngur og leikur á hljóðfæri eins og engill. Platan Room kom út fyrir skömmu og mun hún vera áttunda breiðskífa Eivarar. Plötuna tileinkar hún föður sín- um, Páli Jacobsen, en hann lést fyrir tveimur árum. Sorg og miss- ir eru enda áberandi yrkisefni á plötunni og lögin mörg hver trega- full. Í titillagi plötunnar, t.a.m., syngur Eivör um einmanalegt her- bergi, að hún muni halda því tómu „fyrir þig“, muni ekki róta í neinu, ekkert muni breytast. Í laginu „Boxes“ kveður við svipaðan tón, þar hefur söngkonan tæmt skápinn sinn, gefið þá hluti sem hún þarfnast ekki lengur, hún er á förum. Eivör syngur um ástina og sorgina en ekki síður vonina. Eivör er hér bæði á ljúf- um og hörðum nótum, nokkrar gullfallegar ballöður má finna á plötunni og má þar nefna „Green Gard- en“, „Wake Me Up“ og „I know“. Söng- konan teygir röddina út og suður og í einu laganna, hinu kraftmikla og rokkaða „Boxes“, minnir hún heldur betur á Kate Bush þegar hún var upp á sitt besta en það mun víst vera til- viljun, það er ekki verið að stæla Bush. Eitt magnaðasta lag plöt- unnar, gífurlegur kraftur í því og rödd Eivarar töfrum líkust. Á heildina litið er Room fjöl- breytt, útsetningar prýðilegar og hugmyndaríkar á köflum og um- gjörð öll hin glæsilegasta, þ.e. myndir á umslagi og grafísk hönnun. Room vann Eivör með eiginmanni sínum, Tróndi Boga- syni, og sá hann jafnframt um út- setningar á plötunni. Það sam- starf hefur heldur betur borið góðan ávöxt. Eivör fer vaxandi sem tónlistarkona og það verður spennandi að sjá hvað kemur frá henni næst. Glæsileg plata hjá Ei- vöru. Kraftmikil Tónlistarkonan Eivör Pálsdóttir sýnir hvers hún er megn- ug á plötunni Room. Tilfinningaþrunginn og kraftmikill flutningur Eivör Pálsdóttir - Room bbbbn Hljómplata Eivarar Pálsdóttur. Lög og textar eftir Eivöru, Trónd Bogason og Marilyn Bowering. Tutl gefur út. 2012. HELGI SNÆR SIGURÐSSON TÓNLIST Í kvöld kl. 20.30 verður boðið upp á dagskrá í menningarhúsinu Bergi á Dalvík sem tileinkuð er minningu Freymóðs Jóhannssonar eða 12. september sem var listamannsnafn hans sem tónskáld. Freymóður var fæddur í Stærra-Árskógi á Ár- skógsströnd árið 1895 og var hann bæði listmálari og tónskáld. Í kvöld verða mörg af vinsælustu lögum hans, m.a. „Draumur fangans“ og „Litla stúlkan við hliðið“, flutt af þeim Kristjönu Arngrímsdóttur, Eyþóri Inga Gunnlaugssyni og hljómsveit. Jónatan Garðarsson mun flytja erindi um listamanninn. Tólfti Kristjana Arngrímsdóttir. 12. september í Bergi á Dalvík Leikritið Gulleyjan verður frum- sýnt á Stóra sviðinu í Borgarleik- húsinu á föstudaginn. Verkið er byggt á sjóræningjasögu Roberts Louis Stevenson en leikgerðina skrifuðu Karl Ágúst Úlfsson og Sig- urður Sigurjónsson en Sigurður er jafnframt leikstjóri. Tónlistina í verkinu samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Sýningin er sam- starfsverkefni Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar. Sjóræningjar Björn Jörundur Frið- björnsson í leikritinu Gulleyjunni. Gulleyjan frum- sýnd í Reykjavík Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Háskóli Íslands hlaut um helgina evrópsk verðlaun fyrir besta vís- indamiðlunarverkefni ársins 2011, Biophilia-tónvísindasmiðjurnar, samstarfsverkefni tónlistarkon- unnar Bjarkar Guðmundsdóttur, HÍ og Reykjavíkurborgar. Verðlaunin veita Samtök sam- skiptasérfræðinga í evrópskum há- skólum (EUPRIO) og tók Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs Háskóla Íslands, við þeim fyrir hönd háskólans á árs- fundi EUPRIO í Gautaborg. Aðild að EUPRIO eiga flestir virtustu há- skólar Evrópu. Alls voru um 20 verkefni frá evr- ópskum háskólum í keppninni um besta vísindamiðlunarverkefni árs- ins 2011 og stóð valið á endanum á milli tveggja verkefna frá Háskóla Íslands, Biophilia-tónvísindasmiðj- anna og vísindaþáttanna Fjársjóður framtíðar sem sýndir voru á RÚV á aldarafmælisári Háskóla Íslands. Dómnefnd ákvað að verðlauna Biop- hilia-verkefnið, m.a. vegna þess hve alþjóðlega skírskotun það hefur, eins og segir í tilkynningu. Tónvísindasmiðjurnar voru settar á fót í tengslum við Biophilia- borgardvalir Bjarkar, þar sem hún heldur óvenjulega tónleika í hverri borg fyrir sig í nokkrar vikur í senn. Í smiðjunum fræðast grunn- skólanemar á aldrinum 10-12 ára um tónlist og vísindi á nýstárlegan hátt í gegnum sköpun og nýta til þess spjaldtölvur. Fulltrúar frá HÍ, Reykjavíkurborg og teymi Bjarkar þróuðu kennsluefnið sem fræðir nemendur um tónfræði og marg- vísleg undur náttúrunnar, t.d. and- efni, kristalla, eldingar, jarðrek, vír- usa og erfðaefni. Lögin á Biophilia vísa til þessara fyrirbrigða. Í undra- heimi Biophilia-verkefnisins læra nemendur einnig á sérstök smá- forrit, eða „öpp“, í iPad-spjaldtölv- um, skapa sínar eigin útsetningar og tónsmíðar og hjálpa jafnframt til við að móta námskrá framtíðarinnar. Lærdómsríkt Tveir drengir kynna sér undraheim tónlistar og náttúru í Biophilia-tónvísindasmiðju sem boðið var upp á í Hörpu í fyrra. Biophilia best  Háskóli Íslands hlaut evrópsk verð- laun fyrir Biophilia-tónvísindasmiðjur BÍLARAF BÍLAVERKSTÆÐI Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Allar almennar bílaviðgerðir Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Startarar og alternatorar í miklu úrvali Frá Framleiðendum Toy Story 3, Finding Nemo og Up. - Rolling Stone - Guardian - Time Entertainment  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT  MBL YFIR 62.000 GESTIR STÆRSTA MYND SUMARSINS STÆRSTA MYND WB ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI „Maður verður að sja þessa mynd aftur, það er svo mikið að ske að eitt skipti er ekki nóg, allavega fyrir mig.“ JON GUNNARSSON KVIKMYNDAUNNANDI… FRÁ FRAMLEIÐENDUM „WEDDING CRASHERS“ KEMUR FRÁBÆR GRÍN SPENNUMYND ! BRADLEY COOPER ÚR HANGOVER FER Á KOSTUM. ÁLFABAKKA 7 L L 16 16 12 12 12 EGILSHÖLL 12 12 12 L L 7 12 12 16 KEFLAVÍK VIP VIP FROST KL. 6 - 8 - 10 - 11 2D FROST LUXUS VIP KL. 6 - 8 - 10 2D BOURNE LEGACY KL. 5:20 - 8 - 10:45 2D BOURNE LEGACY KL. 10 2D HIT AND RUN KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D STEP UP REVOLUTION KL. 5:50 - 10:20 2D BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 2D BRAVE ENSKU.TALI KL. 8 2D DARK KNIGHT RISES KL. 8 2D 16 L 12 12 KRINGLUNNI FROST KL. 6 - 8 - 10 2D HIT AND RUN KL. 10:20 2D BABYMAKERS KL. 8 2D BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 2D 16 12 12 AKUREYRI FROST KL. 8 - 10:10 2D HIT AND RUN KL. 10:10 2D BABYMAKERS KL. 8 2D FROST KL. 8 - 10:10 2D BOURNE LEGACY KL. 10 2D BABYMAKERS KL. 8 2D FROST KL. 6 - 8 - 10 - 11 2D BOURNE LEGACY KL. 8 - 10:45 2D HIT AND RUN KL. 8 - 10:10 2D DARK KNIGHT RISES KL. 8 2D STEP UP: REVOLUTION KL. 5:40 2D BRAVE ÍSLTAL KL. 5:50 2D ÍSÖLD 4 ÍSLTAL KL. 5:50 2D „Spennandi og öðrvísi mynd. Frábær leikur hjá Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og myndatakan frábær.“ Rúnar Róberts – Bylgjan “HÆTTIÐI NÚ ALVEG AÐ SNJÓA HVAÐ ÉG VAR HRÆDD Á ÞESSARI MYND!” ÁSTRÍÐUR VIÐARSDÓTTIR - RUV “VIRKILEGA VEL GERÐ OG SPENNANDI OG GEFUR GÓÐA MYND AF LÍFINU UPP Á JÖKLI… HELD ÉG” HARALDUR STEFÁNS / RETRO STEFSON TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.