Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 27
sjónvarpsþátta um erlend málefni,
var sérfræðingur í greiningardeild
hjá Kaupþingi og ritstýri mán-
aðarritum fyrirtækisins á ensku um
íslenskan fjármálamarkað og fleira
2000-2002, var forstöðumaður sam-
skipta- og upplýsingasviðs við lög-
gæsluverkefni Evrópusambandsins
í Bosníu og Herzegovínu á árunum
2002-2004, var upplýsingafulltrúi og
síðar framkvæmdastjóri Norrænu
friðareftirlitssveitarinnar á Srí
Lanka 2004-2007, forstöðumaður al-
þjóðlegra hjálparstarfa Össurar hf.
fyrir bækluð fórnarlömb á stríðs-
þjáðum svæðum, s.s. í Mostar, Ze-
nica, Tuzla, Bosníu og Herzegovínu
á árunum 2005-2008 og hefur verið
fastafulltrúi Samtaka atvinnulífsins
hjá BUSINESSEUROPE (Evrópu-
samtökum atvinnulífsins) með að-
setur í Brüssell frá 2009.
Jón Óskar sendi frá sér unglinga-
bókina Jón Páll – sterkasti maður
heims, útg. 1987, og Púðurtunna í
Paradís, um borgarstyrjöldina á Srí
Lanka, útg. á Indlandi 2010.
Starfsferill Ingu Bjarkar
Inga Björk lauk stúdentsprófi frá
MR 1981, lagði stund á frönskunám
í Montpellier, stundaði nám í stjórn-
málafræði við Freie Universitaet
Berlín og útskrifaðist úr stjórn-
málafræði frá HÍ 1988.
Inga Björk hefur lengst af starf-
að við kvikmyndagerð, var fram-
kvæmdastjóri Kvikmyndahátíðar í
Reykjavík 1989, og framkvæmda-
stjóri Listahátíðar í Reykjavík 1990.
Hún starfaði hjá Filmkontakt
Nord í Kaupmannahöfn í þrjú ár
sem vann að því að liðsinna kvik-
myndaleikstjórum við gerð og fjár-
mögnun norrænna stutt- og heim-
ildarmynda.
Hún starfaði síðan hjá Íslensku
kvikmyndasamsteypunni og kom að
framleiðslu margra eftirminnilegra
íslenskra kvikmynda á tíunda ára-
tugnum. Þá var hún skrifstofustjóri
hjá Kvikmyndasjóði um skeið.
Á síðustu árum hefur Inga Björk
aftur snúið sér að kvikmyndagerð
og hefur m.a. unnið fyrir Saga Film
og núna síðast hjá True North.
Fjölskylda
Eiginkona Jóns Óskars er Berg-
dís Ellertsdóttir, f. 25.10. 1962,
sendiherra og fyrrv. aðstoðarfor-
stjóri EFTA. Hún er dóttir Ellerts
B. Sigurbjörnssonar, lengst af yf-
irþýðanda hjá RÚV, og Jóhönnu
Snorradóttur myndlistarkennara.
Börn Jóns Óskars og Bergdísar
eru Salvör, f. 26.3. 1994; Katla, f.
17.3. 1996; Sturla, f. 27.8. 2004, og
Hjalti, f. 30.3. 2006.
Dóttir Ingu Bjarkar er Sigríður
María Sigurðardóttir, f. 19.2. 1997,
eldheit knattspyrnustúlka sem hef-
ur leikið með yngri flokkum KR og
verið valin í leikmannahóp yngri
landsliða.
Systir Jóns Óskars og Ingu
Bjarkar er Lára, f. 11.8. 1959, sagn-
fræðingur og skrifstofumaður, bú-
sett á Seltjarnarnesi en dóttir henn-
ar er Sofia Sólnes Moulder, f. 1995.
Foreldrar Jóns Óskars og Ingu
Bjarkar eru Júlíus Sólnes, f. 22.3.
1937, verkfræðingur og fyrrv. alþm.
og ráðherra, og Sigríður María Ósk-
arsdóttir, f. 18.3. 1938, versl-
unarmaður.
Úr frændgarði Jóns Óskars og Ingu Bjarkar
Gísli Björnsson
sjóm í Hafnarfirði
María Guðmundsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Guðmundur Hjálmarsson
vélstj. í Rvík
Jóna Sigríður Guðjónsdóttir
húsfr. í Rvík
Hólmfríður Jónsdóttir
húsfr.
Páll Árnason
lögregluþj. í Rvík, systursonur
Skúla á Keldum, afa Sigurðar
Sigurðarsonar dýralæknis, af
Keldna- og Víkingslækjarætt
Jón Óskar og
Inga Björk
Sólnes
Júlíus Sólnes
verkfr. og fyrrv. ráðh
Sigríður María Óskarsdóttir
húsfr. í Rvík
Lára Ásgerður Guðmundsdóttir
húsfr. í Rvík
Óskar Aðalsteinn Gíslason
skipamiðlari í Rvík
Ingiríður Pálsdóttir
húsfr. á Akureyri
Jón Sólnes
alþm. og bankastj. á Akureyri
Guðmundur Þorkelsson
sjóm. á Ísafirði, systursonur Guðnýjar Jónsdóttur,
ömmu prófessoranna Halldórs og Jónasar Elíassona
Páll Pálsson
organisti í Hafnarfirði
Kristín Árnadóttir
húsfr. í Rvík
Jón Árnason
prentari og stjörnuspekingur
Á eftirlitsferð Jón Óskar á frið-
argæsluárunum.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012
haltu þér við efnið
í hárið
fæst á hársnyrtistofum
90 ára
Anna Sigurðardóttir
Halldóra Jóhannsdóttir
Svana Eyjólfsdóttir
Sæmundur Pálmi Jónsson
80 ára
Guðrún Ingólfsdóttir
Hermann Guðmundsson
Kolbeinn O. Sigurjónsson
Svava Ingimundardóttir
Tómas Einarsson
75 ára
Guðný Eygló
Guðmundsdóttir
Halldór Þráinn Sigfússon
Júlíus Axelsson
Kristján Steinason
María Gerður Hannesdóttir
Pétur R. Kristjánsson
70 ára
Anna María
Sigurgeirsdóttir
Brynja Einarsdóttir
Jóhann Ólafur Ársælsson
Þórunn Pálma
Aðalsteinsdóttir
60 ára
Anna Guðný Guðjónsdóttir
Anna María Hafsteinsdóttir
Brynhildur Halldórsdóttir
Guðrún Freysteinsdóttir
Helga Arnþórsdóttir
Henry Henriksen
Hilmar K. Viktorsson
Jacobsen
Lára Axelsdóttir
Sara Harðardóttir
Sigríður Ólöf Björnsdóttir
Sigurður A. Jósefsson
Sigurður G. Haraldsson
Sigurjón Bragi Sigurðsson
Skúli Ólafsson
Zigmas Genutis
Þórunn Símonardóttir
Þuríður Jónsdóttir
50 ára
Adam Podlewski
Bryndís Jónasdóttir
Helen Svala Meyers
Indíana Auður Ólafsdóttir
Jakob Ingi Jakobsson
Jóna Jónsdóttir
Manuel António Quintino
Batista
Sigurður Kári Sigfússon
Sæmundur Kristinn
Egilsson
40 ára
Ásþór Þórisson
Edin Zutic
Finnur Guðni Þórðarson
Guðrún Erla Árnadóttir
Guðrún Inga Blandon
Jakob Valgeir Flosason
Jensína Guðrún
Hjaltadóttir
Jolanta Piotrowska
Kristín Magdalena
Ágústsdóttir
Malgorzata Purwin
Sigurjón Karel Rafnsson
30 ára
Anna Dóra Gunnþórsdóttir
Benedikt Ólafsson
Dagmar Ýr Stefánsdóttir
Edmunds Zumbergs
Emilia Malgorzata
Wieczorek
Helga Sjöfn Magnúsdóttir
Karl Jónatan Kárason
Magdalena Maria
Pasternak
Mengke Chen
Unnur María Axelsdóttir
Þóra Pétursdóttir
Ösp Árnadóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Sigrún er íþrótta-
fræðingur frá Íþrótta-
kennaraskóla Íslands og
er nú bankastarfsmaður.
Maki: Haraldur Þorvarð-
arson, f. 1977, íþrótta-
fræðingur.
Börn: Birta, f. 2000
(stjúpd.) Kolbeinn Ari, f.
2011.
Foreldrar: Þórður Ólafs-
son, f. 1938, fyrrv. bóndi,
og Guðný Björg Ósk-
arsdóttir, f. 1949, versl-
unarmaður.
Sigrún Dögg
Þórðardóttir
30 ára Baldur ólst upp á
Húsavík, lauk stúdents-
prófi frá MH, prófum í
vélaverkfræði frá HÍ og
starfar nú hjá Arctic
Trucks í Reykjavík.
Systur: Ingibjörg Gunn-
arsdóttir, f. 1979, fé-
lagsráðgjafi, og Sigurveig
Gunnarsdóttir, f. 1994,
nemi.
Foreldrar: Gunnar Bald-
ursson, f. 1953, kennari,
og Guðrún Reynisdóttir, f.
1958, skólaliði.
Baldur
Gunnarsson
30 ára Karólína er
íþrótta- og tómstunda-
fulltrúi og bóndi.
Maki: Tryggi Þór Tryggva-
son, f. 1975, bóndi á
Sveðjustöðum.
Stjúpbörn: María Lilja, f.
1999; Tómas Eyþór, f.
2002, og Ísak Andri, f.
2005.
Foreldrar: Gunnar Pét-
ursson, f. 1956, fram-
kvæmdastjóri, og Kristín
Björg Hilmarsdóttir, f.
1953, fótaaðgerðarfr.
Karólína
Gunnarsdóttir
Jóhann Jónsson skáld fæddist áStaðarstað á Snæfellsnesi 12.september 1896. Hann var son-
ur Jóns Þorsteinssonar, bónda í
Ólafsvík, og Steinunnar Kristjáns-
dóttur frá Ytra-Skógarnesi.
Jóhann lauk stúdentsprófum 1920,
hélt utan til Þýskalands 1921 og var
þar búsettur síðan. Hann stundaði
nám í bókmenntum og germönskum
fræðum við Háskólann í Leipzig en
lauk ekki prófum enda lengst af
heilsuveill af berklum. Þá þýddi hann
m.a. verk Gunnars Gunnarssonar á
þýsku.
Jóhann varð ungur óvenju þroskað
og frumlegt skáld. Ljóð hans eru afar
tilfinningaþrungin og expressjónísk,
rammstuðluð og oft með sterkri
hrynjandi, en að öðru leyti óbundin
hefðbundu formi. Þó hann hafi ekki
afkastað miklu á stuttri ævi, er hann
án efa einn af dáðustu snillingum hins
nýrómantíska anda.
Halldór Laxness var góðvinur Jó-
hanns. Eitt af endurminningaritum
Halldórs, Grikklandsárið, er að
stórum hluta helgað Jóhanni og sam-
skiptum þeirra skáldbræðranna,
skamma hríð, áður en Jóhann flutti
alfarinn til Þýskalands. Þar er að
finna frásögn Halldórs af vornæt-
urgöngu þeirra félaganna frá Smiðju-
stígnum, þar sem Jóhann hélt þá til,
og upp að Laxnesi, með viðkomu á
veitingahúsi í Rauðarárholtinu, kostu-
lega umfjöllun Nikkólínu, unnustu Jó-
hanns, og óborganlegar lýsingar á því
hvernig þessi Byron Reykjavíkur var
í raun poppstjarna síns tíma, troðfyllti
salinn í Iðnó með ljóðaupplestri og
grætti dætur höfuðstaðarins er hann
las með miklum tilþrifum Betlikerl-
inguna eftir Gest Pálsson.
Allt fram á þennan dag hafa róm-
antískir menntskælingar heillað
skólasystur sínar með a.m.k. fyrstu
línunni úr hinu fræga ljóði Jóhanns,
Söknuður. Oft þarf ekki meira til:
Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum
glatað?
Angantýr, endurminningabók El-
ínar Thorarensen, er nýlega endur-
útgefin og fjallar um ástarsamband
þeirra.
Jóhann lést í Leipzig 1. september
1932.
Merkir Íslendingar
Jóhann
Jónsson