Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012
Hljómsveitin Sigur Rós hefur
beðið aðdáendur sína afsökunar á
því að tónleikum hennar hafi ver-
ið flýtt á hátíðinni Bestival á Isle
of Wight á Englandi, 8. sept-
ember sl. Hljómsveitin þurfti að
spila mun fyrr en áætlanir gerðu
ráð fyrir þar sem tónlistarmað-
urinn Stevie Wonder krafðist
þess en hann var aðalatriði
kvöldsins. Sigur Rós þurfti að
halda tónleikana í dagsljósi sem
gerði það að verkum að mynd-
bandsverk sem eru hluti af tón-
leikunum fengu ekki að njóta sín
því til þess þarf myrkur. Afsök-
unarbeiðnina má sjá á vef Sigur
Rósar, sigur-ros.co.uk en af henni
má sjá að hljómsveitin er afar
ósátt við tónleikana og Wonder.
Ósáttir við
Wonder
Óánægðir Liðsmenn Sigur Rósar eru
ósáttir með tónleika sína á Bestival.
Ínýjustu bók sinni, Frjálsarhendur, kennarahandbók,fjallar Helgi Ingólfsson umframhaldsskólakennara, starfs-
umhverfi þeirra, einkalíf sem er held-
ur dapurlegt á köflum og baráttu við
algerlega áhugalausa nemendur sem
hika ekki við að kæra hvern þann
kennara sem vogar sér að fara fram á
lærdóm og þögn í
skólastofunni.
Sögusviðið er
Fjölbrautaskólinn í
Kringlumýri, þar
sem nemendur eru
vart mælandi á ís-
lenska tungu og
nota hvert tæki-
færi til að klekkja á
kennurunum. Sem
eru algerlega varnarlausir gagnvart
ósvífnum árásum nemenda, því búið er
að binda hendur þeirra með öllu þann-
ig að þeir geta hvorki æmt né skræmt
þyki þeim of langt gengið. Eina til-
hlökkunarefni þessara hrjáðu kennara
er launað námsorlof sem fæstum
þeirra hlotnast.
Í brennidepli er misheppnaði rithöf-
undurinn Gissur auk tveggja kennara
sem eru íslenskukennarinn Randver
og stjórnmálafræðikennarinn Eiríkur
sem kallaður er Rauði sökum skoðana
og útlits. Þar fyrir utan segir frá
mörgu: Hrímlendingasögu Randvers,
sem er nútímaskopsaga í fornum stíl,
óhamingjusamri þingmannsfrú, dauf-
gerðum eiginmanni hennar sem held-
ur að leiðin til metorða liggi í gegnum
golfvöllinn, illvígu mótorhjólagengi og
býsna skrautlegu kennaraliði. Misvel
er unnið úr efninu, betur hefði farið ef
Helgi hefði færst minna í fang og lagt
meiri vinnu í að dýpka sögupersónur.
Helgi hefur kennt í framhalds-
skólum og þekkir því gjörla vinnu-
umhverfi kennara. Hann er afar gagn-
rýninn á aðstæður kennara og skýtur
föstum skotum að því hvernig starfið
hefur þróast (a.m.k. í sumum skólum)
frá því að vera forréttindi þeirra sem
hafa áhuga á námi og í að vera opið
öllum sem vilja. „Hún var í hópi
þeirra sem höfðu breytt kenn-
arastarfinu í góðrakvennastarf, þar
sem sálgæsla og sultarlaun höfðu
leyst af hólmi menntun og mannsæm-
andi kaup.“ (12). Helga tekst vel upp
að mörgu leyti, meinhæðinn og gríð-
arlega orðheppinn á köflum og lík-
ingar hans oft stórskemmtilegar.
„Skollin var á grímulaus fávitavæð-
ing. Stjórnmálamenn drukku ógeðs-
drykki, Egill Helgason sprangaði á
G-streng einum klæða fyrir framan
alþjóð.“ (129)
Helgi rýnir í samfélagið á alla
kanta en burtséð frá allri ádeilu er
bókin í heildina mikil skemmtilesning
sem ætti að geta kætt margra geð,
ekki síst kennara og annarra sem
þekkja til í skólum landsins.
Sé eitthvað að marka lýsingar
Helga á daglegu lífi kennara, þá er
víst ekki vanþörf á að þeir gleðjist.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kennarahandbók Helgi Ingólfsson, sögukennari og rithöfundur.
Gagnrýnin og galsafengin lesning
Skáldsaga
Frjálsar hendur. Kennarahandbók.
bbbnn
Eftir: Helga Ingólfsson.
Óðinsauga 2012. 219 blaðsíður.
ANNA LILJA
ÞÓRISDÓTTIR
BÆKUR
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Kortasalan í fullum gangi!
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Fös 14/9 kl. 20:00 3.k Lau 22/9 kl. 20:00 7.k Lau 29/9 kl. 20:00 11.k
Lau 15/9 kl. 20:00 4.k Sun 23/9 kl. 20:00 8.k Sun 30/9 kl. 20:00 12.k
Fim 20/9 kl. 20:00 5.k Fim 27/9 kl. 20:00 9.k Fim 4/10 kl. 20:00 aukas
Fös 21/9 kl. 20:00 6.k Fös 28/9 kl. 20:00 10.k
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá
Gulleyjan (Stóra sviðið)
Fim 13/9 kl. 19:00 fors Lau 22/9 kl. 14:00 4.k Sun 30/9 kl. 16:00 7.k
Fös 14/9 kl. 19:00 frums Sun 23/9 kl. 16:00 5.k Sun 30/9 kl. 19:00 8.k
Lau 15/9 kl. 19:00 2.k Sun 23/9 kl. 19:00 aukas
Sun 16/9 kl. 16:00 3.k Lau 29/9 kl. 14:00 6.k
Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma
Á sama tíma að ári (Stóra sviðið)
Fös 28/9 kl. 20:00 frums Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Lau 13/10 kl. 19:00 7.k
Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 20/10 kl. 19:00 8.k
Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Fös 12/10 kl. 19:00 6.k
Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur
Rautt (Litla sviðið)
Fös 21/9 kl. 20:00 frums Mið 26/9 kl. 20:00 4.k Lau 29/9 kl. 20:00 7.k
Lau 22/9 kl. 20:00 2.k Fim 27/9 kl. 20:00 5.k Sun 30/9 kl. 20:00 8.k
Sun 23/9 kl. 20:00 3.k Fös 28/9 kl. 20:00 6.k Mið 3/10 kl. 20:00 9.k
Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar
Við sýnum tilfinningar
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 16/9 kl. 14:00 3.sýn Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn
Sun 16/9 kl. 17:00 4.sýn Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Sun 28/10 kl. 14:00
Sun 23/9 kl. 14:00 5.sýn Sun 14/10 kl. 14:00 11.
sýn
Sun 28/10 kl. 17:00
Sun 23/9 kl. 17:00 6.sýn Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Sun 4/11 kl. 14:00
Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Sun 4/11 kl. 17:00
Sýningar í október komnar í sölu. Tryggið ykkur sæti því miðarnir fljúga út!
Afmælisveislan (Kassinn)
Fös 14/9 kl. 19:30 Fös 21/9 kl. 19:30
Lau 15/9 kl. 19:30 Lau 22/9 kl. 19:30
Þrenn Grímuverðlaun! Sýningum lýkur í september!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið)
Lau 15/9 kl. 20:30 Frums Lau 22/9 kl. 20:30 5.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn
Fim 20/9 kl. 20:30 2.sýn Fim 27/9 kl. 20:30 6.sýn Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn
Fös 21/9 kl. 20:30 3.sýn Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn
Ein vinsælasta sýning Þjóðleikhússins á síðari árum aftur á svið.
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is
Fim. 13.09.12 » 22:00
Atli Heimir Sveinsson Flower Shower
Fim. 20.09.12 » 22:00
Morton Feldman Coptic Light
Fim. 08.11.12 » 22:00
Messiaen Et exspecto resurrectionem mortuorum