Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.09.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn hann málað myndir af múmínálf- unum, Barbapapafjölskyldunni, Lúlla og fleirum. „Við höfum unnið í því að brjóta upp endurtekn- inguna, fá hann til að takast á við ný viðfangsefni og mála myndir úr eigin hugarheimi. Árangurinn af því eru til dæmis fuglamyndirnar hans, mávar, lóur og kríur. Kríu- myndirnar voru á sýningu á Rifi í sumar enda vel við hæfi á þeim mikla kríustað,“ segir Sævar og bætir við að Ísak Óli máli líka myndir af fólki sem hann þekkir persónulega sem og fólki sem hann kannast við úr fjölmiðlum, hvort sem það eru veðurfréttamenn eða forsetar. „Margar myndirnar hans eru slíkir gullmolar að við munum aldrei láta þær frá okkur. Þær verða ekki metnar til fjár. Eins og til dæmis myndin af Unu Sóleyju systur hans, mynd af Bítlunum og mynd af Astrid Lindgren,“ segir Sævar og bætir við að sumarið 2010 hafi fjölskyldan farið í ferða- lag til Norðurlanda og vitjað leiðis hennar. Heldur upp á Helga Hóseasson Ísak Óli útskrifaðist af starfs- braut fyrir fatlaða frá Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ 2009 og hefur sótt námskeið í myndlist í Mynd- listaskóla Reykjavíkur. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og í sumar var hann listamaður sam- sýningarinnar Listar án landa- mæra. Næstkomandi sunnudag opnar Ísak Óli einkasýningu í Langholtskirkju. „Sóknarnefndin leitaði eftir því að fá Ísak Óla til að halda sýningu í tilefni af 60 ára af- mæli kirkjunnar. Við búum í hverf- inu svo þetta er kirkjan hans og þar var hann fermdur á sínum tíma. Við hvöttum hann til að mála presta og kóra í tilefni af þessari sýningu og það gerði hann með sóma. En hann verður með fleiri verk á þessari sýningu, til dæmis nokkrar myndir af Helga Hóseas- syni sem hann kannaðist vel við. Hann veifaði ævinlega til hans þeg- ar við keyrðum framhjá honum þar sem hann stóð með skiltin sín hér í hverfinu síðustu árin sem hann lifði. Einnig verða nokkrar myndir af Einari Áskeli og pabba hans og fleiri verk.“ Á einhvern hátt upprunalegt Sævar segir að á fyrstu sýn- ingu Ísaks Óla, sem var samsýn- ingin List án landamæra í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2009, hafi safnari komið að máli við hann. „Hann tók mig í gegn og kenndi mér að skoða myndir sonar míns. Hann sagði mér að þúsundir listamanna um all- an heim væru að reyna að ná því sem Ísak Óli nær í sínum myndum. Ísak Óli er ekki að reyna meðvitað að vera naívur, þetta kemur alger- lega eðlilega frá honum. Þetta er því á einhvern hátt upprunalegt og margir hönnuðir og myndlist- armenn hafa áhuga á verkunum hans Ísaks Óla vegna þessa. Það þarf heldur ekki að kenna honum neitt um myndbyggingu, hann hef- ur það í sér.“ List Kóramyndir ásamt mynd af Helga Hóseassyni og ömmu Einars Áskels. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2012 Nú er farið að kólna í veðri og margir sjá fram á haust og vetur inni við í rólegheitum við prjónaskap eða hekl. Hjá Storkinum verða ýmiss konar námskeið í boði í vetur jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Opnar fyrir nýja möguleika „Í prjóninu og heklinu er maður aldrei fullnuma og alltaf hægt að læra eitthvað nýtt. Það er gott að koma á námskeið til að opna fyrir möguleika og kynnast nýju fólki. Síð- astliðin ár hefur handavinnuáhuginn aukist og sífellt fleiri bætast í hóp- inn. Konur eru í meirihluta hjá okkur á námskeiðunum en karlmenn mættu gjarnan vera óragari að koma. Annars eru þátttakendur á öll- um aldri og alveg frá byrjendum og yfir í reynda. Handvinnan verður áhugamál og þróast út í ástríðu hjá sumum og verður eiginlega að lífsstíl. Það er geðrækt og slökun í því að vinna í handavinnu. Eins er gaman að skapa og gera t.d. gjafir fyrir börn og barnabörn. Konur sem ekki hafa snert prjónana í mörg ár byrja marg- ar að prjóna aftur þegar barnabarn er á leiðinni,“ segir Guðrún Hannele hjá Storkinum. Garn í örbylgjuofninn Meðal námskeiða má nefna hefð- bundin námskeið eins og prjóntækni, hekltækni og barnapeysuprjón fyrir byrjendur verða á sínum stað. En meðal nýrra námskeiða má nefna prjónhönnun sem Helga Thoroddsen textílkennari og prjónhönnuður kennir. Þetta er ítarlegt námskeið sem skiptist í fræðslu um garn og vefjarefni, prjóntækni, útreikninga, snið og svo vinnutíma til að ljúka við eigin peysu, alls 6 skipti. Hefst það námskeið 19. sept- ember næstkomandi. Annað nýtt námskeið er örnámskeið um lita- fræði þar sem Sigríður Ásta Árna- dóttir kennir þátttakendum meðal annars hvernig lita megi garn í ör- bylgjuofni. Önnur námskeið sem í boði eru: Hringprjónuð sjöl, hyrnur prjónaðar ofan frá, finnskir tví- bandavettlingar, sokkaprjón, hekluð barnateppi, saumakvöld fyrir byrj- endur, snjókornahekl, frágangs- námskeið og prjónum saman gulrót til að læra prjónútreikninga. Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.storkurinn.is þar sem skráning fer einnig fram. Prjónanámskeið Storksins Flott Hver vill ekki læra að prjóna svona flík? Nú er lag að skella sér á námskeið. Geðrækt í handavinnu Prjón Í prjónaskap verður fólk seint fullnuma og alltaf hægt að læra nýtt. Ísak Óli er sérlega afkastamik- ill listamaður og nýtur þess að nostra við málverkið. Hann hefur áhuga á að mála karakt- era en engan sérstakan áhuga á að setja þá í ákveðið sam- hengi. Bakgrunnur verkanna er einlitur. Samhengið liggur utan við myndflötinn og það nægir listamanninum. Út frá því má nálgast reynsluheim lista- mannsins, þar sem hann end- urskapar heilan heim úr brot- um úr ýmsum heimum sem þegar hafa verið skapaðir, eða dregur fram það sem helst hefur áhrif á hann. Við tekur úrvinnsla hans sjálfs, og þar liggur listin. (Birta Guðjónsdóttir, mynd- listarmaður og sýningarstjóri Listar án landamæra 2012) Portrett af systur Ísaks Óla. Nostrar við málverkið www.isakoli.com Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað í Volkswagen Passat Comfortline Plus er nú fullkomið leiðsögukerfi með Íslandskorti ásamt bakkmyndavél. www.volkswagen.is Ratvís og víðsýnn Volkswagen Passat EcoFuel Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat Passat Comfortline Plus sjálfskiptur kostar aðeins 4.390.000 kr. Nú á enn betra verði MYNDLISTARMAÐURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.