Skinfaxi - 01.03.2012, Page 3
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3
Þorrinn er liðinn og góan er tekin við. Á þess-
um árstíma standa ungmennafélög vítt og
breitt um landið fyrir þorra- og góublótum.
Skemmtilegum samkomum sem aldagömul
hefð er fyrir og skipa stóran sess í samkomu-
haldi Íslendinga.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
taka þátt í að undirbúa og framkvæma mörg
þorrablót með félögum mínum í ungmenna-
félaginu Geisla í Súðavík fyrir nokkuð mörg-
um árum. Í minningunni er þetta óborgan-
legur tími sem kemur reglulega upp í hugann
þegar þessi árstími nálgast. Undirbúningur-
inn fyrir blótið var jafnvel enn skemmtilegri
en blótið sjálft.
Skemmtinefndin hafði það hlutverk að sjá
alfarið um þorrablótið en í því fólst að undir-
búa dagskrána, semja skemmtiatriði, taka
þátt í skemmtiatriðunum, undirbúa félags-
heimilið fyrir stóra kvöldið, panta hljómsveit
fyrir ballið, semja auglýsingar, selja aðgöngu-
miða og ganga síðan frá daginn eftir.
Skemmtiatriðin samanstóðu af leikþáttum
og söngatriðum úr þorpslífinu sem skemmti-
nefndin lagði mikinn metnað í að gera sem
best úr garði. Það var mikið hlegið og fólk
skemmti sér vel meðan á þessu undirbúnings-
ferli stóð. Æft var í margar vikur og þeir sem
ekki tóku þátt í að leika eða syngja bjuggu til
leikmyndir og gerðu búninga eða sinntu ein-
hverju af þeim störfum sem til féllu.
Mikil spenna myndaðist meðal þorpsbúa
vegna þess hvað skyldi nú verða tekið fyrir
og hverjir yrðu teknir fyrir í skemmtidagskrá
blótsins. Það þótti nefnilega mikil upphefð
að vera tekinn fyrir á þorrablóti. Fastir liðir
voru sveitarstjórnin, slysavarnafélagið, kven-
félagið, stærsti atvinnurekandinn á staðnum
og litríkir persónuleikar meðal þorpsbúa.
Þess var gætt að enginn yrði sár eða reiður
yfir því að hafa verið „tekinn fyrir“.
Marga daga á eftir var fólk síðan að
skemmta sér yfir atriðunum sem voru á dag-
skrá þorrablótsins og tala um þau. Þannig
hafði þessi eina samkoma heilmikið að segja
í lífi fólks í þorpinu, bæði fyrir þá sem tóku
þátt í að undirbúa hana og hjá þeim sem svo
eingöngu nutu hennar. Það sem eftir stóð
var að það höfðu allir gaman saman.
Það var heilmikil lífsreynsla fyrir mig að
taka þátt í að undirbúa svona samkomu. Að
fá tækifæri til að taka þátt í að frumsemja
leikþætti og söngtexta, að leika og syngja á
sviði er eitthvað sem maður gleymir aldrei
og býr að enn þann dag í dag þótt á öðru
sviði sé.
Það eru liðin tuttugu ár frá því að ég flutti
úr Súðavík en þegar ég fer á þorrablótin þar,
sem ungmennafélagið sér enn um að halda,
þá upplifi ég þorpslífið og mannlífið þar með
því að horfa á skemmtidagskrána, allt heima-
tilbúin atriði.
Þátttakan gefur lífi nu lit
Ég veit að þeir eru margir sem hafa svip-
aða sögu að segja og ég. Það að taka þátt í
að undirbúa menningarsamkomu eins og
þorrablót tilheyrir því að vera félagi í ung-
mennafélaginu ásamt öllu hinu sem verið
er að gera frá degi til dags og gerir þennan
félagsskap svo eftirsóknarverðan.
En góan verður búin áður en við vitum af
og komið vor. Þá lifnar náttúran við og undir-
búningur fyrir störf sumarsins verður í fullum
gangi hjá ungmennafélögum. Fram undan
eru mörg spennandi verkefni hjá hreyfing-
unni. Haldið verður Unglingalandsmót á
Selfossi um verslunarmannahelgina og dag-
ana 8.–10. júní verður annað Landsmót UMFÍ
50+ haldið í Mosfellsbæ. Hluti af vorinu og
sumrinu hjá mörgum er að taka þátt í almenn-
ingsíþróttaverkefnum UMFÍ. Allt eru þetta
góð verkefni sem ég hvet þig, ágæti lesandi,
til að taka þátt í ef þú hefur ekki þegar ákveð-
ið að gera það.
Æskulýðs- og íþróttastarf er göfugt starf
og hefur aldrei verið mikilvægara en nú.
Ágætu félagar og vinir, ég óska ykkur alls
hins besta í störfum ykkar fram undan og
hlakka til að hitta sem flest ykkar á vettvangi
ungmennafélagshreyfingarinnar við leik og
störf.
Íslandi allt!
Helga Guðrún Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ
Helga Guðrún
Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:
Undirbúningi miðar vel
15. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á
Selfossi um verslunarmannahelgina.
Að sögn Þóris Haraldssonar, formanns
unglingalandsmótsnefndar, miðar undir-
búningi vel áfram, en öll keppnisaðstaða er í
raun tilbúin. Mannvirkin eru klár en unnið
verður að þökulagningu og öðrum frágangi í
kringum nýju vellina í vor. Þess er nú beðið
að vellirnir komi undan vetri.
„Við erum búnir að fá alla sérgreinastjóra
til starfa. Keppnisreglur eru á lokastigi og
verða sendar út og gerðar aðgengilegar á
vefnum fyrir páska. Þá getur fólk séð allan
rammann um mótið og keppendur geta far-
ið að skoða betur hvernig þessu öllu verður
háttað. Öllum þáttum, sem viðkoma mótinu,
miðar vel áfram. Það er verið að loka samn-
ingum við styrktaraðila og við erum nýbúnir
að gefa út kynningarbækling sem farið er í
dreifingu. Kynningarstarf hefur verið í fullum
gangi og mótið kynnt innan héraðssam-
banda og í hreyfingunni allri,“ sagði Þórir.
Með bros á vör
– Eigið þið ekki von á góðri aðsókn á mótið?
„Við eigum von á góðri aðsókn og eftir því
sem við höfum heyrt úr einstökum greinum
getur stefnt í mjög góða aðsókn. Við búumst
Þórir Haraldsson, formaður unglingalandsmótsnefndar á Selfossi:
Viðbúnir því að taka á móti miklum fjölda keppenda
við að þetta mót verði
það fjölmennasta sem
haldið hefur verið. Við
verðum að vera viðbúin
því að taka á móti mikl-
um fjölda keppenda og
gesta. Aðstæður og allt
skipulag okkar miðast við
að geta tekið á móti tvöföldum keppenda-
fjölda, miðað við það sem var á síðasta móti,
og jafnvel fleirum. Þetta er mjög spennandi
verkefni og það er kominn andi í samfélagið
að taka vel á móti fólki og gera þetta með
bros á vör og það ætlum við okkur að gera.
Við ætlum að sýna góðum gestum Selfoss
og nágrenni í sparifötunum.“
Reiðhjólið með í för
– Þið hafið margt með ykkur í þessum efnum,
góða aðstöðu og fleira. Ykkur er líklega ekkert
að vanbúnaði að halda svona mót?
„Það er alveg rétt. Það er full ástæða til að
benda fólki á að það gæti verið valkostur að
taka með sér reiðhjól á mótið. Það eru innan
við tveir km á milli vallarsvæðanna og tjald-
svæða og marflatt með malbikuðum göngu-
stígum. Hvar eiga reiðhjól betur heima en
einmitt við slíkar aðstæður?“ sagði Þórir
Haraldsson, formaður unglingalandsmóts-
nefndar, í samtali við Skinfaxa.
Þórir Haraldsson
kynnti Unglinga-
landsmótið á
héraðsþingi HSK.