Skinfaxi - 01.03.2012, Page 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Skinfaxi 1. tbl. 2012
Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson.
Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún
Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.
Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson,
Ómar Bragi Stefánsson, Gunnar Gunnars-
son, Sigurður Guðmundsson, Hermann
Aðalsteinsson, Helgi Björnsson, Gunn-
laugur Júlíusson, Halldór Sveinbjörnsson,
Eyþór Sæmundsson, Víkurfréttir o.fl.
Umbrot og hönnun: Indígó.
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja.
Prófarkalestur: Helgi Magnússon.
Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar
Bender.
Ritnefnd:
Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar
Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís
Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór
Halldórsson.
Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa:
Þjónustumiðstöð UMFÍ,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Sími: 568-2929
Netfang: umfi@umfi.is
Heimasíða: www.umfi.is
Starfsmenn UMFÍ:
Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri,
Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri,
Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa
og kynningarfulltrúi,
Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi,
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi,
með aðsetur á Sauðárkróki,
Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari.
Stjórn UMFÍ:
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður,
Haukur Valtýsson, varaformaður,
Jón Pálsson, gjaldkeri,
Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari,
Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi,
Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi,
Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi,
Baldur Daníelsson, varastjórn,
Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn,
Anna María Elíasdóttir, varastjórn,
Einar Kristján Jónsson, varastjórn.
Forsíðumynd:
Elvar Baldvinsson, 14 ára piltur úr HSÞ,
var á meðal keppenda á Meistaramóti
Íslands 15–22 ára og náði þar ágætum
árangri. Elvar þykir efnilegur hástökkvari,
en hann stökk á dögunum á Húsavík yfir
1,76 metra sem er hans besti árangur.
Forsíðumyndina tók Gunnlaugur Júlíus-
son.
Með hækkandi sól blasir við nýtt
starfsár með nýjum og spennandi
verkefnum. Undirbúningur fyrir
Unglingalandsmótið á Selfossi er í
fullum gangi en það verður að vanda
haldið um komandi verslunarmanna-
helgi. Þúsundir keppenda og gesta
munu streyma þangað og eiga góða
stund saman í heilbrigðu umhverfi.
Mótið á Selfossi verður glæsilegt í
alla staði enda er metnaður heima-
manna mikill og ljóst að umgjörðin
öll í kringum mótið og aðstaða verð-
ur frábær. Landsmót UMFÍ 50+ verð-
ur haldið í Mosfellsbæ og þar er metn-
aður mikill í hvívetna að vinna að
góðu og skemmtilegu móti. Þar er
öll aðstaða fyrsta flokks og kepp-
endur munu eflaust ekki liggja á liði
sínu og fjölmenna í Mosfellsbæ.
Uppsveiflan í frjálsum íþróttum
hjá ungu fólki hefur vakið mikla
athygli í vetur. Frá áramótum hefur
hvert mótið rekið annað í Frjáls-
íþróttahöllinni í Laugardal og hefur
árangurinn vakið mikla eftirtekt.
Ljóst er að uppbygging íþrótta-
mannvirkja víða um landið er að
sanna gildi sitt á áþreifanlegan hátt.
Uppbyggingin í tengslum við Ungl-
ingalandsmótin á þar stóran hlut að
máli. Fleiri unglingar stunda frjálsar
íþróttir en áður og með bættri
aðstöðu lætur árangurinn ekki á
sér standa. Gleðilegt er að sjá þetta
gerast og ljóst að fjármunum, sem
farið hafa í alla uppbyggingu, hefur
verið vel varið. Bygging knattspyrnu-
halla hlýtur ennfremur, þegar fram í
sækir, að gera okkur enn öflugri á
knattspyrnusviðinu. Merki þess eru
þegar farin að sjást en yngri landslið-
in í knattspyrnu eru alltaf að ná betri
árangri í keppni við jafnaldra sína á
erlendum vettvangi. Keppnistíma-
bilið er orðið lengra og markvissara
og það getur ekki annað en eflt og
styrkt knattspyrnuna.
Gaman hefur verið að fylgjast með
því hvað hvað íþróttafólk af lands-
byggðinni hefur náð góðum árangri
í einstaklingsgreinum og flokkaíþrótt-
um í vetur. Ungmennafélögin í Kefla-
vík og Njarðvík tryggðu sér bikar-
meistaratitla í karla- og kvennaflokk-
um. Þar öttu þau kappi við Tindastól
og Snæfell í fjörugum og skemmti-
legum viðureignum. Körfuboltinn
er í örum vexti á Ísafirði en karlalið
Ísfirðinga bar sigur úr býtum í 1.
deild á dögunum og tryggði sér sæti
í úrvalsdeild. Tindastóll og Höttur
leika í 1. deild í knattspyrnu í sumar
og verður spennandi að fylgjast með
framgangi þeirra. Selfyssingar tefla
fram liðum í karla- og kvennaflokki
í efstu deildum og er aðdáunarvert
að lið frá ekki stærra sveitarfélagi
skuli eiga lið í báðum þessum flokk-
um á meðal þeirra bestu.
Eins og endranær stendur hreyf-
ingin fyrir ýmsum verkefnum í sum-
ar og má í því sambandi nefna Frjáls-
íþróttaskóla UMFÍ sem hefur verið
starfræktur undanfarin ár við góðan
orðstír. Verkefnið Fjölskyldan á fjallið
og Göngum um Ísland á sinn fasta
stað og hefur þátttakan í þessu verk-
efni ávallt verið mikil í gegnum árin.
Almenningsíþróttaverkefninu Hættu
að hanga! Komdu að synda, hjóla
eða ganga! verður haldið úti þriðja
sumarið í röð. Markmið með því er
að vekja almenning til umhugsunar
um mikilvægi hreyfingar og hollra
lifnaðarhátta.
Góðir möguleikar almennings, en
einkum þó barna og unglinga, til
iðkunar íþrótta og þátttaka í æsku-
lýðsstarfi hefur sennilega aldrei skipt
meira máli en á þeim tímum sem
við lifum í dag.
Uppbygging íþróttamannvirkja
hefur sannað gildi sitt
Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:
Nokkuð er um að skólar komi í
heimsókn í þjónustumiðstöð
UMFÍ. Á þriðja tug nemenda
Íþróttakennaraháskólans á Laug-
arvatni kom í heimsókn 2. febrúar
sl. til að kynnast starfsemi hreyf-
ingarinnar. Nemendurnir eru á
þriðja ári við skólann og útskrifast
á vori komanda. Þeir komu í fylgd
Hafþórs Guðmundssonar, kennara
við skólann, fræddust um verk-
efni sem UMFÍ stendur fyrir og
voru mjög áhugasamir.
Á myndinni hér fyrir ofan má
sjá nokkra af nemendum Íþrótta-
kennaraháskólans í heimsókninni.
Stór hópur nemenda af íþrótta-
braut Fjölbrautaskólans í Breið-
holti kom í þjónustumiðstöðina
13. febrúar sl. Það er árviss atburð-
ur hjá nemendum skólans að heim-
sækja höfuðstöðvar UMFÍ og
fræðast um starfsemina.
Heimsóknir í þjónustumiðstöð UMFÍ