Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2012, Page 11

Skinfaxi - 01.03.2012, Page 11
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 11 „Við ætlum að vera með málþing á Lands- móti UMFÍ 50+. Þar verða hnitmiðaðir fyrirlestrar, u.þ.b. 10 mínútur hver. Þetta mun rúlla yfir daginn þannig að fólk getur komið og farið eftir áhuga hvers og eins. Fyrirlestrarnir munu fjalla um alla þætti heilsu, þ.e. líkamlega, andlega og félags- lega heilsu. Raunar verða tveir þeirra haldn- ir fyrir mótið,“ sagði Ólöf Kristín Sívertsen sem er sérgreinastjóri fræðslu og fulltrúi Heilsuvinjar í landsmótsnefnd og skipu- leggur fyrirlestrana. Þess má geta að Ólöf Kristín er formaður Félags lýðheilsufræð- inga og er fagstjóri hjá fyrirtækinu Skólar ehf. sem rekur 5 heilsuleikskóla. Heilsuvin er heilsuklasi í Mosfellsbæ og er í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsu- tengdri þjónustu í bænum. Markmið klas- ans er að efla og byggja upp starfsemi á Málþing um allt sem viðkemur heilsunni sviði lýðheilsu, heilsueflingar, endurhæf- ingar og heilsuferðaþjónustu í Mosfellsbæ. Hugmyndin að stofnun heilsuklasa í Mos- fellsbæ er að hagsmunaaðilar í sveitar- félaginu taki sig saman um að móta klasa sem byggir á þeirri þekkingu og reynslu sem samfélagið í Mosfellsbæ býr yfir á sviði endurhæfingar og heilsueflingar. „Þetta nær að sjálfsögðu einnig út fyrir Mosfellsbæinn en markmiðið er að virkja fólk almennt til góðra verka. Við erum vett- vangur þar sem fólk getur hist og rætt mál- in. Uppsprettan að stofnun þessara sam- taka var að Sævar Kristinsson, þáverandi varaformaður Aftureldingar, og Jón Páls- son, þáverandi formaður félagsins, settust niður árið 2009 og settu þessa hugsjón á blað sem fór síðan af stað og úr varð þessi heilsuklasi. Starfið hefur gengið ágætlega en við þurfum að vinna betur í því að koma okkur á kortið. Hugmyndin er sú að klas- inn sem slíkur vinni ekki verkefnin fyrir fólk heldur beini því í jákvæðan farveg og tengi fólk saman. Það er frábært fyrir okkur að fá tækifæri til að koma að Lands- móti UMFÍ 50+ með þessum hætti. Það er gaman að segja frá því að árið 2012 er heilsuár í Mosfellsbæ þar sem Landsmótið er í raun hápunkturinn. Við erum með alls konar hugmyndir um hvernig við síðan fylgjum þessu eftir þegar Landsmótinu lýkur. Við verðum alla vega með fyrirlestra út árið,“ sagði Ólöf Kristín Sívertsen. Ólöf Kristín sagðist vona að keppendur og aðrir, sem hafa áhuga á heilsu, verði duglegir að koma og hlýða á áhugaverða fyrirlestra á Landsmótinu. Ólöf Kristín Sívert- sen, sérgreinastjóri fræðslu. 2. Landsmót 50+ í Mosfellsbæ: Meðal fyrstu verka, sem ráðist var í fyrir Landsmót UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ, var að finna sérgreinastjóra í þær greinar sem keppt verður í á mótinu. Sérgreinastjórarn- ir hafa síðan hist á reglulegum fundum og ráðið ráðum sínum enda hafa þeir í nógu að snúast þegar kemur að undirbúningi fyrir mótið. Allflestir þeirra eru saman komnir á myndinni hér fyrir ofan ásamt Valdimar Leó Friðrikssyni, formanni UMSK og landsmótsnefndar. Efri röð frá vinstri: Sigurður Haraldsson, þríþraut, Guðjón Helgason, landsmótsnefnd, Hilmar Harðarson, golf/pútt, Hlynur Chadwick Guðmundsson, frjálsar íþróttir, Þormar Jóns- son, skák, Hallur Birgisson, knattspyrna, Róbert Kjaran, kraftlyftingar, Helga Jóhannes- dóttir, landsmótsnefnd, Ólöf Þorsteinsdóttir, bridds, Ingi Bjarnar Guðmundsson, boccia, Karl Þorsteinsson, boccia, Óli Geir Jóhanns- son, línudans, Svanur M. Gestsson, starfs- íþróttir, Stefán Alfreð Stefánsson, badminton. Sérgreinastjórar á Landsmóti UMFÍ 50+ Neðri röð frá vinstri: Margrét Bjarnadóttir, sýningar, Eva Magnúsdóttir, leikfimi, Valdi- mar Leó Friðriksson, formaður landsmóts- nefndar, Steinunn Ingimundardóttir, sýn- ingar, Jónas Pétur Aðalsteinsson, sund. Á myndina vantar Guðrúnu Kristínu Einars- dóttur, blak, Ragnheiði Þorvaldsdóttur, hestaíþróttir, Ástu Gylfadóttur, ringó, Rúnar Braga Guðlaugsson, landsmótsnefnd, Björgu Jakobsdóttur, landsmótsnefnd, og Ólöfu Kristínu Sívertsen, landsmótsnefnd.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.