Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2012, Qupperneq 36

Skinfaxi - 01.03.2012, Qupperneq 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni 88. ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings: Valdimar Leó endurkjörinn formaður UMSK 88. ársþing UMSK var haldið 9. febrúar sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Um áttatíu þingfulltrúar sátu þingið, frá nítján aðildar- félögum. Valdimar Leó Friðriksson, Aftur- eldingu, var endurkjörinn formaður sam- bandsins ásamt allri stjórninni. Í stjórn sitja því auk Valdimars Ester Jónsdóttir, Breiða- bliki, Albert Valdimarsson, HK, Alda Kolbrún Helgadóttir, Breiðabliki, Margrét Björns- dóttir, Ými, Svanur M. Gestsson, Aftureld- ingu, Einar Jóhannsson, Nesklúbbnum, og Halldór Valdimarsson, HK. Helga Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ávarpaði þingið, en Jón Pálsson, gjaldkeri UMFÍ, og Björg Jakobsdóttir, stjórnarmað- ur í UMFÍ, sátu þingið einnig ásamt Jóni M. Ívarssyni, söguritara UMSK, en hann hefur tekið að sér að skrifa sögu fyrstu ára sam- bandsins. Sigurður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ 50+, kom og kynnti mótið en það verður haldið í Mos- fellsbæ 8.–10. júní nk. og er í umsjón UMSK. Á þinginu voru fjögur ný félög tekin inn í UMSK, þ.e. Skautafélagið Fálkar, Kópavogi, Kraftlyftingafélag Seltjarnarness, Kraftlyft- ingafélag Garðabæjar og Rugbyfélagið Stormur, Seltjarnarnesi. Eru aðildarfélögin þá orðin fjörutíu og tvö. Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, veitti Kára Steini Karlssyni, Breiðabliki, 500.000 kr. styrk til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London en Kári er annar tveggja Íslendinga sem hefur unnið sér rétt til þátttöku á leikunum. Starfsmerki UMSK, afreksbikarar og félagsmálaskjöldur UMSK voru veitt. Afreksbikar UMFÍ féll meistaraflokki Stjörn- unnar í kvennaflokki í knattspyrnu í skaut. Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir úr Stjörnunni sem fékk afreksbikar UMSK. Til hægri: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ , flytur ávarp á þingi UMSK.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.