Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2012, Qupperneq 39

Skinfaxi - 01.03.2012, Qupperneq 39
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 39 00000 Frábær jólagjöf! Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ Velkomin á Selfoss Verslunarmannahelgina 3.–5. ágúst 2012 Úr hreyfingunni 5. flokkur kvenna með mæðrum sín- um. Þær spiluðu leik saman þar sem mömmurnar voru í ullarsokkum á móti dætrum sínum. Það er hluti af félagslega hlutanum í fótbolt- anum. Aðalfundur Ungmenna- félagsins Þróttar í Vogum var haldinn í Lionshús- inu í Vogum 20. mars sl. Á fundinum var lögð fram skýrsla og reikningar. Nýr formaður var kjörinn Kristján Árnason en hann var vara- formaður í fyrri stjórn. Miklar breytingar urðu á aðalstjórn félagsins. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, var gestur á fundinum. Fundurinn var ágætlega sóttur og voru umræður góðar. Mikil eftirvænting er eftir því að nýr knattspyrnuvöllur verði tekinn í notkun í sumarbyrjun og verður vígslu- leikurinn þann 25. maí nk., þegar Þróttur mætir Víði í Garði. Mikið og gott barna- og unglingastarf er hjá félaginu og þar er mark- miðið að hafa gaman saman ásamt því að stunda heilbrigt líferni. Á fundinum höfðu fulltrúar úr knattspyrnudeild og júdódeild félagsins ásamt fulltrúa meistaraflokks Þróttar í knattspyrnu framsögu um starf deilda sinna. Var það sem þeir höfðu að segja mjög áhugavert. Mikil ánægja kom fram hjá fundarmönn- um vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar Þrótt- ar á síðasta ári að lækka æfingagjöld og bjóða börnum og unglingum að stunda fleiri en eina íþróttagrein en borga aðeins eitt æfingagjald. Félagið hélt íþróttadag í október þar sem kynntar voru þær íþrótta- greinar sem iðkaðar eru hjá félaginu. Tvær vikur á ári getur unga fólkið mætt á æfing- ar í hvaða íþróttagrein sem er, sér að kostn- aðarlausu. Ný heimasíða hefur verið tekin í notkun og á henni má m.a. finna siðaregl- ur, agareglur og eineltisáætlun félagsins. Ungmennafélagið Þróttur verður 80 ára á árinu og er ætlunin að halda upp á þau Kristján Árnason, nýr formaður Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum: Iðkendum hjá félaginu hefur fjölgað töluvert tímamót með margvíslegum hætti. „Ég hef verið viðloðandi starfið hjá Þrótti um eins árs skeið og þá sem varaformaður. Mér hefur fundist spennandi að starfa á þessum vettvangi og gaman skila einhverju til aftur til samfélagsins. Stjórnin hittist reglulega á fundum vikulega eða á hálfs- mánaðarfresti og reynir með því að setja ákveðinn svip á starfið,“ sagði Kristján Árna- son, formaður Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum, í spjalli við Skinfaxa. Kristján sagði starfandi deildir í knatt- spyrnu, júdó, sundi og líka hefur félagið verið að reyna fyrir sér með badminton. Kristján sagði að júdóstarfið hefði verið öflugt undanfarin ár undir stjórn Magnús- ar Hersis Haukssonar. Svo hefur verið rek- inn íþróttaskóli og meistaraflokkur í knatt- spyrnu verður með lið í 3. deildinni í sumar. „Miðað við stærð staðarins getum við ekki annað sagt en að starfið sé bara nokk- uð líflegt og þátttakan góð. Við lækkuðum æfingagjöldin allmikið, fyrir vikið fjölgaði iðkendum töluvert og nú eru þeir orðnir um eitt hundrað talsins. Margir krakkar æfa líka að annars staðar, t.d. í borginni, í fimleikum og öðrum íþróttum sem eru ekki í boði hjá okkur. Það eru spennandi tímar fram undan og ekki ástæða til ann- ars en að vera bjartsýnn,“ sagði Kristján Árnason, formaður ungmennafélagsins í Vogum. 5. flokkur Umf. Þróttar í leik á móti Reyni í Sandgerði í Íslandsmótinu 2011.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.