Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 3
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3
Margt fólk á að baki langan feril í félags-
málum en hvaða ástæður skyldu vera fyrir
því að það er tilbúið að leggja á sig þá sjálf-
boðaliðavinnu sem þátttaka í félagsstarfi
krefst? Ég hef, sem formaður Ungmenna-
félags Íslands, velt því fyrir mér hvaða eigin-
leikar það séu sem sjálfboðaliðarnir í 105 ára
sögu hreyfingarinnar búa yfir og gera það
að verkum að hún getur haldið úti því
kraftmikla og góða starfi sem hún stendur
fyrir. Þó að geisi stríð og kreppur skelli á lifir
hreyfingin og blómstrar frekar en hitt.
Skýringarinnar er sjálfsagt fyrst og fremst
að leita í því að maðurinn er í eðli sínu félags-
vera og nýtur þess að vera í félagsskap við
aðra. Frá því að við fæðumst og fram á elliár
tilheyrum við margs konar félagshópum sem
bæði gera til okkar kröfur og uppfylla félags-
legar þarfir okkar.
Við fæðumst með félagshvöt rétt eins og
aðrar eðlishvatir. Við erum síðan allt okkar líf
að efla með okkur og þroska þessar hvatir
og þó að heimurinn hafi breyst mikið í gegn-
um aldirnar og samfélögin með hefur mann-
eskjan enn þörf fyrir að tilheyra hópi.
Félagsleg samskipti eru okkur mikilvæg
og við viljum eiga trausta vini og félaga. Góð
félagsleg samskipti færa okkur vellíðan og
gleði og eru byggð á samveru, samkennd og
samhjálp.
Til að samskipti verði verulega góð er ekki
bara nauðsynlegt að geta tjáð eigin tilfinn-
ingar, sagt skoðun sína, sagt nei og gagnrýnt
á uppbyggilegan hátt. Ekki er síður mikilvægt
að geta tekið því þegar aðrir tjá tilfinningar
sínar eða segja skoðun sína. Þannig sýnum
við öðrum virðingu og öðlumst um leið virð-
ingu annarra. Virðingin endurspeglast í fram-
komu okkar, þeirri kurteisi sem við sýnum
öðrum og hvernig við tölum við og um ann-
að fólk. Með öðrum orðum, við erum að tala
um að ef við eigum að vera góð í félagslegum
samskiptum þurfum við að skapa okkur sjálfs-
virðingu því að hún felur í sér þann hæfileika
að við getum metið okkur sjálf að verðleikum,
verið sátt við okkur sjálf og borið ábyrgð á
eigin hegðun og hamingju.
Við megum heldur ekki gleyma því að
sjálfsvirðingin er systir sjálfsmyndarinnar sem
er okkur öllum svo mikilvægt að sé sterk því
að þannig erum við meðvituð um styrk okkar
og veikleika og eigum auðveldara með að
vera í samfélagi við annað fólk. Sjálfsmyndin
spannar fortíð, nútíð og framtíð. Sá, sem á
Að vera þátttakandi í félagsstarfi
sér góða og sterka sjálfsmynd, er öruggur
um sjálfan sig, getur tekið gagnrýni á jákvæð-
an hátt, kann að taka hrósi, þolir betur sam-
keppni, honum gengur betur í leik og starfi
og hann tekst á við lífið allt með jákvæðu
hugarfari o.s.frv. Þannig fólki gengur yfirleitt
betur í lífinu, það er virkara í samfélaginu og
tekur frekar þátt í íþróttum og félagsstarfi.
Því má segja að sú hugmyndafræði að allir
séu góðir í einhverju sé lykillinn að því að
bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum sem
aftur er lykillinn að því að eiga í góðum
félagslegum samskiptum.
Eflaust eru margir fleiri þættir sem konur
og karlar búa að og gera það að verkum að
þau eru tilbúin að gefa af sér í sjálfboðaliða-
vinnuna en of langt mál væri að fjalla um það
hér. En mikið afskaplega getum við verið
þakklát fyrir allt þetta frábæra fólk sem er
svona virkt og er svo tilbúið að gefa vinnuna
sína, því sjálfu til gleði og öðrum til hagsbóta.
Hafið þúsund þakkir fyrir, kæru ómissandi
sjálfboðaliðar.
Íslandi allt!
Helga Guðrún Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ
Helga Guðrún
Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ:
Ungmennafélag Íslands tók nú í haust
þátt í mikilli herferð á vegum ISCA (Inter-
national Sport and Culture Association)
sem eru samtök um almenningsíþróttir
og menningu hinna ýmsu landa í heim-
inum. Verkefnið stóð yfir dagana 1.–7.
október sl.
MOVE WEEK er herferð sem ISCA ætl-
ar sér að verði stærra verkefni á næstu
árum. Árið í ár er til undirbúnings fyrir
þau sem á eftir koma og markmiðið er
að árið 2020 verði 100 milljónum fleiri
Evrópubúar farnir að hreyfa sig reglu-
lega. Markmiðið fyrir árið í ár var að fá
sem flesta Evrópubúa til að hreyfa sig
fyrstu vikuna í október og hvetja til
heilbrigðs lífsstíls.
• Hvað: Evrópska íþrótta- og heilsu-
vikan MOVE WEEK.
• Af hverju: Til að stuðla að víðtækari
þátttöku í íþróttum og hreyfingu til
heilsubótar.
• Hvar: Yfir 30 samtök víðs vegar um
Evrópu taka þátt.
• Hvenær: Fyrstu viku október
(1.–7. október).
• Hverjir: Íþróttasamtök, borgir,
sveitarfélög, íþróttafélög og stofnan-
ir. Á Íslandi er það UMFÍ sem sér um
Markmiðið að fá sem flesta til að hreyfa
sig og hvetja til heilbrigðs lífstíls
samskiptin við ISCA (International
Sport and Culture Association) vegna
verkefnisins.
• Hvernig: Úti í samfélaginu þar sem
fólk er hvatt til frekari þátttöku í íþrótt-
um og almennri hreyfingu.
Uppákoma á Klambratúni
Í tilefni verkefnisins stóð UMFÍ fyrir uppá-
komu á Klambratúni í hádeginu þann 5.
október. Þangað voru allir velkomnir til að
taka þátt í útileikjum eins og stórfiskaleik,
boðhlaupi, að hlaupa í skarðið, svo eitt-
hvað sé nefnt. Gleðin skein úr öllum and-
litum og veðrið var einstaklega fallegt.
MOVE WEEK – UMFÍ tók þátt í mikilli herferð á vegum ISCA:
„Þetta var ofsalega gaman og frá-
bært að fá þetta veður til slíkra leikja.
Það hefði verið gaman að fá fleiri en
þetta náði tilgangi sínum og það skiptir
mestu. Það verða fleiri sem koma á
næsta ári,“ sagði Sabína Halldórsdóttir,
landsfulltrúi hjá UMFÍ.
Til vinstri:
Frá uppákomu
á Klambratúni.
Til hægri:
Þátttakendur
í verkefninu.