Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Síða 31

Skinfaxi - 01.09.2012, Síða 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Stjörnustúlkur tryggðu sér sigur í Borg- unarbikar kvenna þegar þær lögðu Val í úrslitaleik, 1:0, sem fram fór á Laugardals- vellinum 25. ágúst sl. Leikurinn var spenn- andi en það var fyrirliðinn, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta bikarmeistaratitil með glæsi- legu marki af 30 metra færi. Eins og búist var við fyrirfram var um hörkuspennandi viðureign að ræða. Stjörnustúlkur sóttu heldur meira en Vals- stúlkur ógnuðu einnig. Fyrri hálfleikur var markalaus og margir voru farnir að búast við framlengdum leik þegar Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði sitt glæsilega mark þegar um 10 mínútur voru eftir af leikn- um. Stjörnustúlkur stigu svo mikinn sigur- dans þegar Gunnar Jarl Jónsson flautaði til leiksloka enda fyrsti bikarmeistaratitill Stjörnunnar í höfn. Stjarnan bætti þar með öðrum stóra titlinum í safnið á jafn mörgum árum en liðið varð Íslandsmeist- ari í fyrra í fyrsta sinn. FÓTBOLTI: Þetta kom okkur öllum skemmtilega á óvart Ungmennafélagið Víkingur í Ólafsvík leikur í fyrsta sinn í úrvalsdeild karla í knatt- spyrnu á næsta tímabili. Sætið var gull- tryggt eftir sigur liðsins á KA, 0:4, á Akur- eyri 16. september sl. „Í sjálfu sér var það ekki markmið hjá okkur að komast upp í Pepsídeildina. Öllu heldur var það að gera betur en síðast þeg- ar við höfnuðum í fjórða sæti. Hins vegar verður að viðurkenna að það kom okkur skemmtilega á óvart að komast upp í efstu Stjörnustúlkur bikarmeistarar í knattspyrnu í fyrsta skipti Víkingur í Ólafsvík kominn í úrvalsdeildina: deild. Það small allt saman, undirbúningur fyrir tímabilið gekk vel, við lékum vel í allt sumar en samt sem áður kom þetta á óvart. Þessi árangur er bara ævintýri og maður sér að þetta hefur mikil áhrif á mannlífið á Nesinu og áhuginn hefur farið upp úr öllu valdi,“ sagði Jónas Gestur Jónas- son, formaður knattspyrnudeildar Víkings, í spjalli við Skinfaxa. Jónas Gestur sagði ennfremur að mikil aukning væri meðal yngstu iðkendanna. Árangur liðsins hefði jákvæð áhrif í allar áttir. Jónas Gestur sagði að þeir ætluðu að nýta sér þennan meðbyr og fá enn fleiri krakka til að æfa knattspyrnu. „Undirbúningur fyrir næsta tímabil byrj- aði í raun veru strax og ljóst varð að sætið í efstu deild var komið í örugga höfn. Það þarf að huga að mörgu, styrkja leikmanna- hópinn, skoða aðstöðuna og fjármálin, svo að eitthvað sé nefnt. Það er mikil vinna í allri skipulagningu sem bíður okkar. Þetta er óneitanlega skemmtilegt og við horfum á það sem ævintýri og ætlum að hafa fyrst fremst gaman að því. Við ætlum að gera okkur besta og síðan kemur í ljós hvað það mun fleyta okkur langt. Við ætlum að mæta tilbúnir til leiks með alla í toppformi,“ sagði Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings í Ólafsvík.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.