Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 17
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17 KÖRFUBOLTI: Elmar og Sabína fóru í það að þróa og hanna æfingu og bjuggu þau til leik sem þau fengu síðan að prófa. Leikurinn byrjaði á því að hópnum var skipt niður í fjögur lið og þau voru send hvert í sitt hornið. Á miðjum vellinum var karfa full af miðum. Á miðunum stóðu fullyrðingar um eitthvað sem þú áttir að hafa gert yfir daginn. Sumar voru góðar og aðrar slæm- ar. Liðin áttu síðan að safna 10 góðum mið- Þátttakendur fóru í hreystipróf. Þátttakendur fengu skemmtilegan frídag á vatninu. Leikir og glens voru í fyrirrúmi. Hitabylgja var í Xonrupt-Longmere um 35°C alla daga eins og sjá má. Verkefnavinna þátttakenda. um og það lið sem var fljótast að þessu vann. Ef þú dróst slæman miða ávann lið- ið þitt sér refsingu. Þemað í leiknum hjá Elmari og Sabínu var næring, hreyfing og áfengi. Námskeiðið endaði svo með miklu kveðjupartýi þar sem örfá tár fengu að falla. Á þessum stutta tíma varð til gott tengslanet sem við eigum eftir að búa að í langan tíma. Það voru svo þreyttir ferða- langar sem komu heim seinnipartinn 25. ágúst, eftir mjög viðburðaríka viku. Þessi ferð varð svo sannarlega til þess að bæta þekkingu okkar og auka víðsýni á málefninu heilbrigðari lífsstíll. Skrefin þurfa ekki alltaf að vera mjög stór, litlu skrefin geta einnig skipt máli þegar maður tekur ákvörðunina um að breyta til betri vegar. Litlu skrefin eru líka jafnmikilvæg hinum stóru. Kvennalið Snæfells vann tvo titla Kvennalið Snæfells í körfuknattleik hóf keppnistímabilið af miklum krafti. Liðið vann tvo titla á nokkrum dögum, fyrst í deildarbikarnum þar sem liðið lagði Keflavík, 78:72, og síðan í leik þar sem mættust í árlegum leik meistarar meistaranna á síðasta keppnistímabili. Þar sigraði Snæfell lið Njarðvíkinga, 84:60. Þetta voru um leið fyrstu titlar Snæfells í kvennaflokki frá upp¡hafi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.