Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Í sumar sem leið ákvað Æskulýðsvett- vangurinn (ÆV), samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, að vinna Aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun. ÆV hafði einnig hug á því að gefa út bók um ein- elti sem gæti nýst ÆV í vinnu sinni og þannig aukið gæði þess góða starfs sem ÆV vinnur nú þegar. Þegar ÆV fór af stað til að finna einstakling til þess að skrifa bók höfðum við samband við Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing. Kol- brún sagði ÆV frá bók sinni EKKI MEIR sem hún var þá langt komin með. ÆV leist mjög vel á bókina og þar sem að hún var ekki komin í prentun var hægt að laga bókina enn frekar að íþrótta- og æskulýðsstarfi sem og var gert. Útkom- an varð leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Hringferð um landið Æskulýðsvettvangurinn ákvað síðan í framhaldi af útgáfu Aðgerðaáætlunar- innar gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun að fara hringferð um landið með 90 mínútna opið fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltis- mála. Tilgangurinn með erindinu er að vekja athygli aðildarfélaga á þessum málaflokki og opna betur augu starfs- fólks og sjálfboðaliða fyrir því hverju það verði að vera vakandi fyrir og ávallt á verði gagnvart einelti og annarri óæskilegri hegðun. Þar sem erindið er flutt er Aðgerðaáætluninni gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun dreift en einnig eineltisplakati og nýútkomnum Siðareglum vettvangsins, annars vegar um samskipti og hins vegar um rekstur og ábyrgð. Til að stemma stigu við einelti í hvaða mynd sem er og við ólíkar aðstæður þarf sterkan vilja og markviss vinnubrögð. Halda þarf áfram að gera betur, ná lengra. ÆV vill gera allt sem í hans valdi stendur til að styðja aðildarfélög, starfsfólk, leið- beinendur og sjálfboðaliða til að öðlast færni og öryggi til að sinna forvörnum sem allra best og taka á málum sem upp koma með faglegum hætti. Fræðsluerind- in EKKI MEIR eru liður ÆV til að nálgast enn frekar það markmið til að öllum geti liðið vel í starfi sínu innan ÆV. Nú þegar hefur erindið um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verið flutt víða um land. „Erindin hafa gengið vel og viðtökurn- ar alls staðar verið einstaklega hlýjar og góðar. Þátttakan hefur verið með ágæt- um en um 30 manns mættu á erindi sem við vorum með á Akureyri og mæt- ingin var líka ágæt í Vestmannaeyjum og á Ísafirði. Það er alveg ljóst að um- ræða og fræðsla um þennan málaflokk er afar brýn og mikilvægt að opna augu almennings fyrir mikilvægi hans,“ sagði Ragnheiður Sigurðardóttir, verkefnis- stjóri Æskulýðsvettvangsins, í spjalli við Skinfaxa um verkefnið. Einelti er grafalvarlegt mál „Almenningur er mun opnari um þessi mál sem eru í raun meira eða minna í umræðunni úti í þjóðfélaginu og í fjölmiðlum. Skólar taka miklu mark- vissar á þessum málum en áður og svo er íþróttahreyfingin að bætast við. Einelti er grafalvarlegt mál og getur hæglega eyðilagt líf þess sem fyrir því verður. Æskulýðsvettvangurinn er nú búinn að gefa út aðgerðaáætlun sína sem um leið eykur traust og gæði starfs- ins. Þar kemur fram hvernig brugðist skuli við og hvert aðstandendur barns eiga að leita ef grunur er um að einelti hafi átt sér stað,“ sagði Ragnheiður Sig- urðardóttir í samtalinu við Skinfaxa. Aðgerðaáætlun ÆV gegn einelti og óæskilegri hegðun Frá erindinu sem haldið var á Egilsstöðum í húsnæði Björgunarsveitarinnar. Kolbrún Baldurs- dóttir sálfræðingur og Ragnheiður Sigurðardóttir, verk- efnisstjóri Æskulýðs- vettvangsins. Myndin er tekin á erindi á Akureyri sem haldið var í sal KFUM og KFUK og var vel sótt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.