Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Metþátttaka var á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Selfossi um verslunar- mannahelgina. Á þriðja þúsund keppendur á aldrinum 11–18 ára skráðu sig til þátttöku í 14 íþróttagreinum sem í boði voru. Auk keppenda er talið að hátt í fimmtán þúsund manns hafi sótt mótið þegar mest var. Þess má geta að yfir þrjú hundruð kepp- endur komu af sambandssvæði HSK sem var framkvæmdaaðili mótsins. Fjölmennustu mótin áður voru í Borgarnesi 2010 en þar voru keppendur 1.748 og á mótinu á Egils- stöðum í fyrrasumar voru keppendur 1.247. Líkt og undanfarin ár tóku flestir þátt í knattspyrnukeppni mótsins en þeir voru um 1.200 talsins. Þá var 621 skráður í frjálsar íþróttir og 612 voru skráðir í körfuknattleik. Aðrar greinar, sem náðu 100 keppendum, voru fimleikar með um 120 keppendur og 110 kepptu í sundi. Á Unglingalandsmóti skiptir mestu að taka þátt en engu að síður var árangur í mörgum greinum mjög góður og voru sett fjölmörg unglingalandsmótsmet. Margir hafa stigið sín fyrstu skref á íþróttaferlinum á Unglinga- landsmóti og ýmsir náð langt á keppnisferli sínum. Dagskrá mótsins á Selfossi var glæsileg í alla staði sem og framkvæmd mótsins. Þar gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Keppt var, eins og áður sagði, í 14 greinum á mótinu sem hófst snemma á föstudagsmorgni og lauk ekki fyrr en seinni partinn á sunnudeg- inum. Auk þess var margs konar afþreying í boði alla daga mótsins. Þeir sem voru 10 ára og yngri fengu að spreyta sig í frjálsum íþrótt- um, sundi og knattspyrnu. Boðið var upp á KSÍ-knattþrautir og KKÍ-skotkeppni. Mótinu var síðan formlega slitið með veglegri flug- eldasýningu. Næsta Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði árið 2013. Metþátttaka á 15. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Selfossi í sumar 15. Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.