Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 40
40 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Göngugreining Margir fá bót meina sinna í kjölfar göngugreiningar: Íþróttafólk kemur til okkar af ýmsum ástæðum Það færist í vöxt að íþróttafólk og raunar fólk almennt, sem hreyfir sig, fari í göngu- greiningu þegar það fer að kenna sér meins í baki, mjöðm, nára, fótum, svo að eitthvað sé nefnt. Þó nokkuð margir aðilar bjóða upp á fótagreiningu og einn þeirra er Flexor sem er til húsa í Orkuhúsinu við Suð- urlandsbraut. Flexor býður upp á göngu- greiningu sem getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál og kvilla í helstu álags- punktum líkamans. Kristján Friðriksson í Flexor-göngugrein- ingu segir að í greiningunni komi oft fram skekkjur í fótum, hvernig fólk beiti fótun- um og hvernig álag komi á fætur. Grein- ingin fer fram með þeim hætti að viðkom- andi gengur á göngubretti, staða fóta er skoðuð og hvernig viðkomandi beitir þeim. Einnig er með sérstakri tækni hægt að sjá hvernig álagið dreifist á fæturna. – Hvað fara margir í göngugreiningu árlega? „Þetta er stór spurning. Ef allt er talið skipta þeir örugglega þúsundum en hér á Flexor erum við að greina fólk alla daga. Það er mest að gera á sumrin en þá geng- ur fólk meira og hleypur en á öðrum árs- tímum. Auðvitað er fólk samt að láta taka stöðuna á sér allan ársins hring,“ sagði Kristján. Aðspurður hve oft fólk fari í greiningu sagði Kristján það ansi misjafnt. Hvað börn varðaði kæmu sumir foreldrar með þau á hverju ári. Hjá fullorðnu fólki væri ágætt að taka stöðuna á fimm ára fresti ef fólk notaði innlegg eða þess háttar. – Af hverju kemur fólk í göngugreiningu? „Í sumum tilvikum er fólk farið að kenna sér meins. Margir koma líka gagngert til að taka stöðuna á sér en eru einkennalaus- ir, vilja t.d. gjarnan fá að vita hvað skór henti best. En langflestir, sem hingað koma, finna fyrir einhverjum stoðkerfisvandamál- um. Einnig kemur fólk vegna álagsein- kenna en í langflestum tilfellum er eitt- hvað að hrjá viðkomandi. Við horfum á niðurstöðu greiningar og metum fyrir hvern og einn hvað sé best að gera, hvort sem það er að fá sérsmíðuð innlegg eða aðstoð við að velja rétta hlaupaskó.“ – Er mikið um að íþróttafólk komi til ykkar? „Já, það er töluvert um það. Íþróttafólk kemur af ýmsum ástæðum, bakverkjum, verkjum í hnjám, fætur eru mislangir, en þegar álagið er orðið mikið í íþróttum fer skrokkurinn kannski að gefa eftir og álags- einkenni fara að koma í stoðkerfið. Við fáum til okkar íþróttafólk úr knattspyrnu, handbolta, körfubolta og svo höfum við verið fá mikið af fimleikafólki. Við erum í rauninni að fá allan skalann. Eftir greiningu reynum við af öllum mætti að fá alla á rétt skrið aftur. Það kemur auðvitað fyrir að fólk komi í greiningu og við sjáum ekki neitt sem við teljum nauðsynlegt að bregðast við. Við skoðum hvað kemur út úr greiningunni hverju sinni og sjáum hvort við getum brugðist við á einhvern hátt. Flestir fá bót meina sinna sem er afar jákvætt. Lang- flestir eru ánægðir með innleggin og finnst þau hafa hjálpað sér,“ sagði Kristján. Kristján sagði að þeir sem sæju um grein- inguna væru íþróttafræðingur og sjúkra- þjálfari. „Við hjá Flexor erum til húsa í Orkuhús- inu og í samstarfi við heilbrigðisfólk í hús- inu. Við störfum með bæklunarlæknum, stoðtækjafræðingum, sjúkraþjálfurum og öðru sérhæfðu starfsfólki. Við getum því ráðlagt ef skekkjurnar eða eitthvað annað sem kemur fram í greiningunni er það alvarlegt að skór og innlegg ráði ekki við það, þá vísum við viðkomandi áfram. Einnig bendum við á viðeigandi meðferð hjá sjúkraþjálfara eða þess háttar ef við telj- um þörf á,“ sagði Kristján Friðriksson í Flexor. F M BS

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.