Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Níundi starfsvetur Ungmenna- og tóm- stundabúða UMFÍ að Laugum í Sælingsdal er hafinn. Búðirnar hafa svo sannarlega fest sig í sessi hjá flestum grunnskólum landsins. Það sem af er þessum vetri hafa nemendur frá 17 grunnskólum víðs vegar að af landinu sótt búðirnar heim. Fyrstu sjö vikurnar í haust hafa því verið ansi fjör- ugar og litríkar í alla staði. Nemendur hafa verið ánægðir með starfið en það sem stendur upp úr hverju sinni er drauga- ferðin, gögl, sundlaugarpartý og Laugar- leikarnir. Einnig eru nemendur ánægðir með Níundi starfsvetur Ung- menna- og tómstunda- búða UMFÍ á Laugum aðra dagskrárliði enda er vandað vel til verka og það sem fram fer hentar lang- flestum unglingum sem þangað koma. Á mánudögum heyrist oft hrollur fara um mannskapinn þegar talað er um síma- leysi, netleysi og allt það sem ekki má gera. Það kemur þó ekki að sök því á föstudög- um fara allir alsælir heim og skilja vel af hverju ekki átti að vera með síma, tölvur og sælgæti. Þátttakendur njóta þess að fá frið frá daglegu amstri hversdagsleikans og njóta samveru hvert með öðru. Hér á síðunni má sjá myndir af hópum sem hafa verið í búðunum í haust. Eitt af fyrstu verkefnunum á mánudegi er gönguferð þar sem allir fá útrás fyrir hreyfiþörf. Byrjað er á því að þátttakendur skiptast á að ganga með blindragleraugu. Hér eru nemendur komnir upp á Lambhól en þaðan er gott útsýni yfir Hvammsfjörð og Laugar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.