Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Hlaupakonan efnilega, Aníta Hinriks- dóttir, er í efsta sæti heimslistans árið 2012 í 2000 metra hindrunarhlaupi í flokki ungl- inga 17 ára og yngri, með tímann 6:34,80 mínútur. Sá tími er auðvitað glæsilegt íslenskt aldursflokkamet í greininni. Aníta er svo í fjórða sæti á heimslistan- um í 800 metra hlaupi í flokki 17 ára og yngri með Íslandsmetstímann sinn 2:03,15 mínútur sem hún náði með eftirminnileg- um hætti á HM unglinga í Barcelona í júlí. Aníta er hins vegar með besta tímann í 800 metra hlaupi af öllum sextán ára stúlk- um í heiminum árið 2012. Í flokki fullorðinna er Aníta næstbesti 800 metra hlaupari Norðurlanda en best í bæði 19 ára og 17 ára og yngri unglinga- flokkum. Af þessu má sjá að Aníta hefur svo sannarlega skipað sér á bekk með efni- legustu hlaupakonum heims. Aníta keppti á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi í sumar. Hún hljóp 800 metra hlaup á mjög góðum tíma og setti ungl- ingalandsmótsmet. Árangur Anítu hefur vakið mikla athygli og augljóst er að þarna er á ferð mikið efni. Aníta dvaldi í æfinga- búðum í Bretlandi á dögunum ásamt þjálfara sínum, Gunnari Páli Jóakimssyni. „Æfingarnar halda áfram í vetur. Ég mun taka þátt í víðavangshlaupi í Danmörku núna í nóvember og síðan mun ég taka þátt í mótum erlendis í febrúar og mars ef allt gengur upp. Ég er búin að vera í íþrótt- um frá því að ég man eftir mér, fyrst var ég í boltaíþróttum og síðan tók ég ákvörð- un um að hella mér alfarið í frjálsar íþróttir. Ég var í öllum greinum í fyrstu en hlaupin urðu síðan endanlega fyrir valinu. Ég nýt þess að hlaupa,“ sagði Aníta Hinriksdóttir í spjalli við Skinfaxa. Aníta, sem er 16 ára gömul, stundar nám á fyrsta ári við Menntaskólann í Reykjavík. „Mér hefur alltaf fundist mjög gaman að taka þátt í Unglingalandsmótum UMFÍ og hef tekið þátt í þeim flestum frá því að ég var 11 ára gömul. Ég stefni að því að taka þátt í þeim á meðan ég hef aldur til,“ sagði Aníta. ÉG NÝT ÞESS AÐ HLAUPA Aníta Hinriksdóttir, ein efnilegasta hlaupa- stúlka heims í dag

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.