Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Yfir 50 manns sátu 38. sambandsráðs- fund Ungmennafélags Íslands sem hald- inn var á Kirkjubæjarklaustri dagana 12.– 13. október sl. Fundurinn var starfsamur og voru 26 tillögur samþykktar á honum. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sagðist í lok fundarins vera ánægð og hún liti björtum augum fram á veginn fyrir hönd hreyfingarinnar. „Hér fóru fram mjög hreinskiptnar og opn- ar umræður, á köflum svolítið ákveðnar en niðurstaða fundarins er góð. Markmiðum held ég að við höfum náð en þau voru að gera upp þetta VBS-mál með hreyfingunni. Ég sagði, þegar ég sleit fundinum, að við gleymum þessu máli aldrei, höfum það með í farteskinu og lærum af því. Við ætl- um að passa okkur á því að slíkt gerist aldrei aftur þannig að ég fer mjög sátt af þessum fundi eins og allir mínir félagar,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, eftir fundinn. – Er samheldnin algjör eftir svona fund? „Já, ég held að þegar svona erfitt mál er tekið fyrir og rætt alveg í botn eins og hér var gert og lendingu náð, fari allir samstiga út af svona fundi,“ sagði Helga Guðrún. – Er bjartur og breiður vegur fram undan í hreyfingunni? „Já, það hefur alltaf verið þannig frá því að hreyfingin var stofnuð 1907. Þó að við höfum lent í erfiðleikum hefur okkur alltaf tekist að koma henni á rétta braut aftur. Við búum að svo miklum mannauði í þess- ari hreyfingu að þegar öllu er á botninn hvolft stöndum við alltaf sterkari upp eftir hverja raun,“ sagði Helga Guðrún. – Er niðurstaða fundarins sú að hreyfingin standi þétt saman? „Já, það gerir hún. Ég vona að allir séu mér sammála um það,“ sagði Helga Guð- rún Guðjónsdóttir. Sambandsráðsfundur UMFÍ á Kirkjubæjarklaustri Borgarbyggð og UMSB hafa tekið höndum sam- an í stefnumótun hvað varðar framtíð íþrótta- mála í sveitarfélaginu. Nefndir hafa verið að störfum um framtíðarskipan íþrótta- og tómstundamála hjá báðum aðilum undanfarin misseri, framtíðarnefnd UMSB og vinnuhópur um íþrótta- og tómstundamál hjá Borgarbyggð. Nú munu hóparnir starfa saman og segir Sigurður Guðmundsson, sambands- stjóri UMSB, í samtali við Skessuhorn að ljúka eigi stefnumótunarvinnu fyrir árslok. Vilji hafi verið hjá báðum aðilum til að ljúka vinnunni á sem skemmstum tíma og talsverð undirbúningsvinna hefur nú þegar verið innt af hendi. Samningar hafa náðst við Kristmar J. Ólafsson í Borgarnesi um að annast verk- efnisstjórn og mun hann halda utan um stefnumótunarvinnuna. Kristmar hefur áralanga reynslu af íþróttastarfi í héraðinu UMSB og Borgarbyggð vinna að stefnumótun en hann var m.a. framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi árið 1997 auk þess að hafa menntun á sviði verkefnastjórnunar. Borgarbyggð samþykkti að leggja eina milljón til verkefnisins á þessu ári og unnið er að endanlegri fjármögnun þess. Framtíðarnefnd UMSB skipa Aðal- steinn Símonarson, Guðrún Þórðar- dóttir, Kristinn Sigmundsson og Þórdís Þórisdóttir. Vinnuhóp Borgarbyggðar skipa Páll Brynjarsson, Sigríður Bjarna- dóttir og Jónína Erna Arnardóttir. Gert er ráð fyrir að stefnumótun ljúki í lok nóvember.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.