Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu komst í annað sinn í röð á Evrópumót landsliða er liðið lagði Úkraínu með þrem- ur mörkum gegn tveimur á Laugardals- vellinum, samanlagt 6:4. Þetta var síðari leikur þjóðanna og fór fram 25. október sl. en fyrri leiknum í Úkraínu lyktaði með sömu markatölu. Það voru þær Margrét Lára Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Dagný Brynjarsdótt- ir sem skoruðu mörk íslenska liðsins í leikn- um. Íslensku stelpurnar komust yfir, 2:0, en Úkraína jafnaði metin, 2:2. Það var svo Dagný Brynjarsdóttir sem innsiglaði sigur íslenska liðsins en hún hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður. Þetta er glæsilegur árangur og undir- strikar enn og aftur styrkleika íslenskrar kvennaknattspyrnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur náð frábærum árangri með þetta lið en langflestar stúlknanna í liðinu leika með erlendum félagsliðum. Úrslitakeppni Evrópumótsins fer fram í Danmörku næsta sumar en þar verða samankomin bestu landslið Evrópu. Það er mikill heiður fyrir íslenska knattspyrnu að eiga fulltrúa í þeim hópi. Íslenska þjóðin getur verið stolt af íslenska kvenna- landsliðinu í knattspyrnu. Stelpurnar í lokakeppni á stórmót í annað sinn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.