Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Guðmunda Jónasdóttir, grunnskólakennari og göngu- garpur í Borgarnesi: „Ég hef verið dugleg að taka þátt í verk- efnum sem UMSB hefur haldið úti og einu sinni gengum við með ánum í Borgarfirði sem var afskaplega skemmtilegt. Ég hef alltaf verið dugleg að hreyfa mig og aðal- lega þá í sundi í gegnum tíðina og reyni að komast í sund daglega. Ég æfði sund sem krakki og síðan gerðist ég sundþjálf- ari í Bolungarvík. Ég er frá Ísafirði og auð- vitað var ég dugleg að ganga á fjöll þegar ég var ung. Í almenningsíþróttaverkefninu sem UMFÍ stendur fyrir var ég iðin við kol- ann í sumar og gekk á fjöldamörg fjöll í Borgarfirði. Má þar nefna Miðfellsmúla, Tungukollinn, Búrfell, Vigrafellið, Svarta- tind, Strút, Ok og svo gekk ég líka Vatna- leiðina sem við tókum á nokkrum dögum. Við gengum þessa leið í yndislegu veðri í frábærum félagsskap þrjár saman. Í upp- hafi þessa árs setti ég mér markmið en þau voru að hreyfa mig eitthvað á hverj- um degi í 30 mínútur og oft lengur. Ef ég er ekki að ganga á fjöll þá er ég að ganga mikið um bæinn og svo eigum við þessa fínu gönguleið upp að hesthúsunum. Það er alls staðar hægt að ganga í Borgarfirði,“ sagði Guðmunda Jónasdóttir, grunnskóla- kennari í Borgarnesi og göngugarpur, í spjalli við Skinfaxa. Gaman að skoða landið, fræðast og njóta Almenningsíþróttaverkefni UMFÍ Guðmunda segir að í sínum huga skipti hreyfingin afar miklu máli. Öll hreyfing hafi bara kosti ef hún sé stunduð af skyn- semi. Guðmunda segir almenningsíþrótta- verkefni UMFÍ alveg stórkostlegt framtak. Verkefnið sé hvetjandi fyrir fólk til að hreyfa sig og hugsa um heilsuna. „Um síðustu áramót ákvað ég að skrá alla hreyfingu niður samviskusamlega. Það er svo gaman að stunda útivist og njóta þess félagsskapar sem hún býður upp á. Það er gaman að skoða landið, fræðast og njóta. Ég ætla að hreyfa mig eins og kostur er í vetur. Við höfum stofnað gönguhóp í grunnskólanum og göngum saman tvisvar í viku hring um Borgarnes og ger- um teygjuæfingar inn á milli og ef veðrið hamlar útiveru ætlum við inn í íþróttahús. Ég hlakka til vetrarins og njóta þess að hreyfa mig með öðru fólki,“ sagði Guð- munda Jónasdóttir, hress í bragði. LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.