Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 43
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 43 Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: KG Fiskverkun ehf., Melnesi 1 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Kjarnafæði hf., Fjölnisgötu 1b Kjöthúsið ehf., Smiðjuvegi 24d Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Kompan ehf., Skeiðarási 12 K–Tak ehf., Borgartúni 1 Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Galtastöðum Kvenfélag Skaftártungu, Ljótarstöðum Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Launafl ehf., Hrauni 3 Loðnuvinnslan hf., Skólavegi 59 Löndun ehf., Pósthólf 1517 Menntaskólinn að Laugarvatni O. Jakobsson ehf., Ránarbraut 4 Oddi hf., Eyrargötu 1 Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Ránargata 15 ehf., Ránargötu 15 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Runólfur Hallfreðsson ehf., Álmskógum 1 Samhentir – umbúðalausnir ehf., Suðurhrauni 4 Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8 Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 Straumnes ehf., Krókatúni 22–24 Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Sæmundur Sigmundsson ehf., Brákarbraut 18–20 Ungmennafélag Grindavíkur, Vesturhópi 34 Ungmennafélag Stafholtstungna, Síðumúlaveggjum Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Útgerðarfélagið Kjölur ehf., Urðarvegi 37 VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarn Álfabyggð 3 Veitingastaðurinn Fljótið ehf., Eyravegi 8 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Verkfræðistofa Suðurnesja hf., Víkurbraut 13 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Verslunartækni ehf., Draghálsi 4 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2 Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf., Borgarröst 4 Víkurbúðin ehf., Grundarstræti 1–3 Þ.B. Borg – steypustöð ehf., Silfurgötu 36 Þensla ehf., Strandgötu 26 Þingeyjarsveit, Kjarna Þjónustumiðstöðin Húsafelli ehf., Húsafelli 3 Þórsberg ehf., Strandgötu 25 Ævintýradalurinn ehf., Heydal Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. október sl. var samþykkt tillaga meiri- hluta bæjarstjórnar um veita auknu fé til íþróttaskóla HSV. Jafnframt var samþykkt tillaga bæjarráðs um að fallið verði frá þeim áformum að HSV taki yfir rekstur íþrótta- hússins á Torfnesi. Með þessari ákvörðun hefur bæjarstjórn tekið afdráttarlausa ákvörðun um að íþróttaskólinn verði sett- ur í forgang við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013. Þetta kemur fram á vefsíðu Bæjarins besta á Ísafirði. Skólinn er samstarfsverkefni HSV, Ísa- fjarðarbæjar og aðildarfélaga HSV. Mikil ánægja hefur verið með framtakið og frá- bær þátttaka í yngstu bekkjum grunn- skóla. Bæjarstjórn undirstrikar með þess- ari ákvörðun sinni skilning sinn á mikil- vægi þess starfs sem unnið er í íþrótta- skóla HSV. Ísafjarðarbær hefur fram til þessa styrkt verkefnið um rúmar tvær m.kr. árlega. HSV fór fram á að yfirtaka rekstur íþróttahúss- ins á Torfnesi gegn föstu gjaldi, í því skyni að ná fram hagræðingu og veita þannig auknu fé til reksturs íþróttaskólans. Ekki náðist full samstaða um þá leið í bæjar- stjórn og því var ákveðið að styrkja íþrótta- skólann enn frekar með beinu fjárframlagi. Tillaga meirihlutans var svohljóðandi: „Ísafjarðarbær mun auka framlag sitt til Íþróttaskóla HSV þannig að HSV verði jafn vel sett og ef samningar hefðu tekist um rekstur HSV á íþróttahúsinu.“ Gera má ráð fyrir að viðbótarkostnaður Ísafjarðarbæjar vegna þessa verði um eða yfir þrjár milljónir króna. „Það skiptir okkur afskaplega miklu máli að fá þetta aukna fé til skólans. Þetta tryggir rekstur íþróttaskólans til næstu ára og gerir okkur í raun kleift að halda áfram með skól- ann sem hóf starfsemi sína í fyrra. Kannan- ir sem við höfum látið gera sýna að mjög mikil ánægja ríkir með skólann. Foreldrar eru ánægðir með þjónustuna og fyrir- komulag hans. Við erum ennfremur að sjá hærra hlutfall iðkenda í þessum aldurs- flokki en áður. Þetta er jákvætt í alla staði og sýnir mikla framsýni og kjark í bæjar- stjórnarmönnum hér á Ísafirði að fylgja þessu svona eftir með þessum hætti. Það eru allir ánægðir sem skiptir mestu máli. Það er sameiginlegt verkefni okkar og bæjarstjórnar að byggja upp sterkt og gott samfélag,“ sagði Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, í samtali við Skinfaxa. Aukið fé veitt í íþróttaskóla HSV: Tryggir rekstur skólans til næstu ára Úr hreyfingunni

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.