Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Davíð Sveinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Snæfells: Snæfellingar aka um 30.000 kíló- metra á ári Þeir sem til þekkja vita að það kostar sitt að reka íþróttafélag og þar vegur ferða- kostnaður þungt. Félög sum hver, sem þurfa um langan veg að fara, verða að reiða fram háar fjárhæðir í ferðakostnað. Þessi kostnaður hefur farið stighækkandi síðustu ár og má helst rekja það til hækk- andi eldsneytiskostnaðar en líka hefur framlag ríkisvaldsins farið minnkandi. Um langt skeið hefur ferðakostnaður íþróttafélaga á landsbyggðinni verið til umræðu. Flestir eru sammála um að sam- keppnisstaðan sé ójöfn. Íþróttafélag úti á landi þarf að afla mikilla tekna til þess eins að taka þátt í mótum á landsvísu, svo að ekki sé minnst á kostnað foreldra vegna ferðalaga barna og unglinga. Það gerir mál- ið enn alvarlegra að rekstrarumhverfið er mun erfiðara. „Það er dýrt að ferðast og því kynnist íþróttafólk sem þarf stundum um langan veg að fara þegar um keppnisferðir er að ræða. Við réðumst í það að festa kaup á 14 manna bíl í fyrrahaust til afnota fyrir körfu- knattleiksdeildina. Hann bilaði reyndar hjá okkur á dögunum og kostaði eina milljón að gera við hann. Það segir sig sjálft að það kostar að reka deildina. Það eru styrktar- aðilar sem hafa hlaupið undir bagga með rekstur bílsins. Það var niðurstaða hjá okk- Þröstur Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls: Þetta gengur ekki svona til lengdar „Þetta er gríðarlega stór biti fyrir okkur að kyngja. Við erum með marga flokka í gangi og svo stefnir í það að við verðum með meistaraflokk kvenna næsta vetur. Ferðakostnaðurinn er stór póstur í starfi okkar. Við eigum sterka bakhjarla sem hjálpa okkur mikið en þetta er oft erfitt. Mér finnst orðið mun erfiðara en áður að sækja styrki. Eftir hrun er þetta barningur. Fyrirtækin hafa úr minna fjármagni að moða. Ferðakostnaðurinn fer stighækk- andi með hverju árinu,“ sagði Þröstur Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í samtali við Skinfaxa þegar hann var inntur eftir ferðakostnaði deild- arinnar. Ferðakostnaður liða af landsbyggðinni þungur baggi ur að hagstæðast væri að kaupa bíl en við ökum um 30 þúsund km ári og þá eru allir flokkar meðtaldir,“ sagði Davíð Sveinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Snæfells, í samtali við Skinfaxa. Davíð sagði að 4–5 milljónir króna færu í ferðakostnað hjá deildinni á ári og þá væri allt meðtalið. „Ferðakostnaður liða, sem þurfa um lengri veg að fara en við, er eflaust miklu hærri. Við þurftum að senda yngri flokka- lið í keppni austur á land fyrir skemmstu og flugið þangað kostaði okkur yfir 200 þúsund krónur. Það léttir undir rekstur deildarinnar að við eigum góða að. Ég held að við höfum fengið um 400 þúsund krónur í ferðastyrk frá ríkinu á síðasta ári. Þetta hefst einhvern veginn með útsjónar- semi en ferðakostnaður er örugglega að sliga mörg lið á landsbyggðinni. Í ofaná- lag erum við að borga ferðakostnað dóm- ara í meistaraflokki og það leggst bara á ferðakostnaðinn almennt,“ sagði Davíð Sveinsson í samtalinu við Skinfaxa. Þröstur sagði að deildin væri með samn- ing við rútuaðila gagnvart meistaraflokk- inum. Deildin leigði litla hópferðabifreið gegn ákveðnu gjaldi en svo þyrfti að út- vega bílstjóra og oft á tíðum að sníkja olíu. „Það verður ekki annað sagt en að þetta sé skrýtinn rekstur en svona er það bara. Við treystum oft á góðvild manna og fyrirtækja. Á sama tíma er ferðastyrkur frá ríkisvaldinu alltaf að minnka. Ég hef ekki myndað mér skoðun á hvernig ríkisvaldið geti brugðist við og komið betur á móts við félögin úti á landi sem þurfa að bera gríðarlegan kostnað við allar ferðir sem liðin þurfa að fara í. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að eitthvað þarf að gera, þetta gengur ekki svona til lengdar. Yngri flokkarnir eru stundum að fara í ferðir á nokkrum bílum og það býður bara hætt- unni heim enda oft verið að ferðast í ýmsum veðrum. Það er samt skýr stefna hjá okkur að liðin fari saman í hópferða- bílum. Það verða bara að koma inn meiri styrkir og lausnina í þeim efnum verður að finna. Við þurfum ekki annað en að horfa til Ísfirðinga sem þurfa að fara um langan veg og kostnaðurinn hjá þeim eflaust mun hærri en hjá öðrum,“ sagði Þröstur Jónsson að lokum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.