Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 9
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9 Glæsileg mótssetning að viðstöddu miklu fjölmenni Mikil og góð stemmning var þegar Ungl- ingalandsmótið var sett í blíðskaparveðri að viðstöddu fjölmenni á Selfossvelli að kvöldi föstudagsins 2. ágúst. Setningarathöfnin hófst á því að keppendur gengu fylktu liði inn á völlinn. Að því búnu var Hvítbláinn, fáni UMFÍ, dreginn að húni og ungir hesta- menn komu ríðandi með unglingalandsmóts- eldinn inn á svæðið. Marín Laufey Davíðs- dóttir glímudrottning tók við kyndlinum og tendraði unglingalandsmótseldinn. Ávörp fluttu Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands: Mótið var framkvæmda- aðilum til sóma „Við erum ákaflega ánægð með þetta mót og það var framkvæmdaaðilum til sóma. Fjöldi keppenda fór yfir tvö þúsund og það hefur aldrei gerst áður. Ég tók sérstaklega eftir því hvað allir voru glaðir og ánægðir og á það jafnt við um keppendur og gesti,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ung- mennafélags Íslands, í samtali við Skinfaxa. „Aðstaðan hér á Selfossi er ein sú flottasta á landinu og veðrið lék við okkur alla keppnis- dagana. Það varla hægt að fara fram á meira. Unglingalandsmótin eru verðugt verkefni og þau hafa heldur betur sannað gildi sitt. Þau eru orðin fyrsti valkostur hjá fjölskyldum og þau eiga bara eftir að vaxa og dafna. Það er bjart fram undan hvað þau varðar,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir. Þórir Haraldsson, formaður unglingalands- mótsnefndar á Selfossi: Sjálfboðaliðar unnu frábært starf Þórir Haraldsson, formaður unglingalands- mótsnefndar, sagðist vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að mótinu. Sjálf- boðaliðar hefðu unnið frábært starf og án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt. „Það var ánægjulegt að sjá allan þennan fjölda samankominn og allir voru með bros á vör. Við eigum frábæra unglinga og við getum verið stolt af þeim. Mótið í heild sinni gekk vel og þessi mót hafa heldur betur sannað gildi sitt. Ég er afar ánægður með niðurstöðuna,“ sagði Þórir Haraldsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.