Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.09.2012, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Púttmót, svonefnt Flemming open, var haldið á nýja púttvellinum á flötinni sunn- an heilsugæslunnar á Hvammstanga 20. júní sl. Mótshaldari og gefandi verðlauna var Flemming Jessen, fyrrverandi skóla- stjóri á Hvammstanga. Alls tóku 23 kepp- endur þátt í mótinu nú, 16 karlar og 7 konur. Fyrsta mótið með þessu nafni var hald- ið síðasta sumar að loknu Landsmóti 50+ en völlurinn var útbúinn af því tilefni. Flemming hefur heitið því að halda sams konar mót seinnipartinn í júní ár hvert meðan hann standi uppi. Mikil vakning er í kringum púttíþróttina um þessar mundir og er greinilegt að Landsmót UMFÍ 50+ hefur ýtt undir áhuga almennings víðs vegar um land. Leiknir voru 2 hringir, 2 x 9 holur, en völlurinn er par 21. Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit í Púttmóti Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, sem var haldið 7. september sl. á púttvelli Skógarmanna í Árskógum 4. Skógarmenn í Árskógum sáu um mótið í samvinnu við stjórn FÁÍA. Þátttaka var mjög góð, 62 einstaklingar voru skráðir í einstaklingskeppni en 14 lið í liðakeppni. Leiknar voru tvisvar sinn- um 18 holur, alls 36 holur sem allar voru par 2. Þegar upp var staðið voru tveir einstaklingar jafnir á 70 höggum, þeir Hilmar N. Þorleifsson og Jón Hannesson frá Vesturgötu 7. Háðu þeir bráðabana sem lyktaði með sigri Hilmars. Einnig voru tveir einstaklingar á 71 höggi og háðu þeir bráðabana um þriðja sætið. Þeir voru Jónas Gestsson og Hörður Vel heppnað mót á nýjum púttvelli á Hvammstanga Úrslit urðu sem hér segir: Konur: 1. Margrét Guðmundsdóttir 44 högg 2. Linda Þorleifsdóttir 45 högg 3. Tanja Ennegarð 46 högg Karlar: 1. Þorleifur Karl Eggertsson 42 högg (eftir bráðabana) 2. Marteinn Reimarsson 42 högg 3. Páll Sigurðsson 43 högg (eftir bráðabana) 4. Helgi Kristjánsson 43 högg Öllum er frjálst að leika á þessum velli sem er nú í góðu ástandi. Völlurinn er samvinnuverkefni Húnaþings vestra sem kostar umhirðu og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sem leggur til aðstöðu fyrir völlinn. Björn Þorgrímsson hefur séð um uppbyggingu og umhirðu púttvallarins. Guðmundsson, báðir frá Skógarmönnum, og hafði Jónas betur. Mótið fór vel fram og er óhætt að segja að aðstaða, veður og gott skap hafi ráðið miklu um hve allir voru jákvæðir og brosmildir. Gaman var að sjá ný félög koma til leiks og vonandi er að svo verði áfram. Allt atlæti frá félagsmið- stöðinni í Árskógum var til fyrirmyndar. Púttmót FÁÍA haldið í Árskógum Þátttakendur á Púttmóti FÁÍA.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.