Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 13
spila á bassa og Kristinn Snær
Agnarsson spilar á trommur. Þetta
eru strákarnir sem hafa verið
grunnurinn í Sólskuggum hjá
Bubba. Kristjana Stefánsdóttir
syngur bakraddir í Er þetta ástin?
og Snorri Sigurðarson sá um að út-
setja blásturshljóðfærin og hefur
sér til liðs Kjartan Hákonarson og
Samúel Jón Samúelsson. Það eru
forréttindi að hafa fengið að kynn-
ast þessu fólki.“
Einfaldleiki er grunngildi
Víkjum aðeins að forstjórastarfinu.
Hvaða áherslur hefur þú þegar
kemur að stjórnunarstíl?
„Ég legg upp úr því að vinna með
fólki, ég treysti því og gef því sjálf-
stæði. Þessi aðferð hefur gengið vel.
Ef maður gefur fólki frelsi og sjálf-
stæði til að vinna að verkefnum sem
eru fyrirfram skilgreind þá koma
yfirleitt ekki upp veruleg vandamál.
Það er til góðs að bæði yfirmenn og
almennir starfsmenn tileinki sér
ákveðið hugarfar og hugsun, eins og
til dæmis að frelsi fylgir ábyrgð.
Þegar fólk skilur að það hefur
ákveðið frelsi en verður um leið að
taka afleiðingum verka sinna þá
held ég að það standi sig betur í
vinnu. Á vinnustað eiga að vera
skýr markmið og starfsmenn eiga
að vinna í sameiningu að þessum
markmiðum og láta þau ganga fyrir.
Þeir sem vilja ekki fylgja þeirri leið
fara annað, en ef menn skilja mark-
miðin og eru samstiga þá ganga
hlutirnir vel upp. Það er líka mik-
ilvægt að gera sér grein fyrir að
verkefnin og ef upp koma vandamál
eru sameiginleg. Það er ekkert sem
heitir þín og mín vandamál. Öll
vandamál, sem koma upp í fyr-
irtækinu, eru okkar sameiginlegu
vandamál.“
Tekur þú það inn á þig ef þú
þarft að taka erfiðar ákvarðanir eða
reka starfsmann?
„Í svona starfi gerist allt og þú
lærir margt. Erfiðast er að segja
upp starfsmanni og ég tek það inn á
mig. Sá stjórnandi sem finnst upp-
sagnir vera léttvægar á að finna sér
annað starf. En ef menn hafa skil-
greind verkefni, lúta ákveðnum
reglum en fá um leið frelsi og
ábyrgð þá kemur yfirleitt ekki til
uppsagna nema báðir aðilar sjái að
komið er að endastöð. Ef mér mis-
líkar eitthvað þá fer ég yfir málið
og gef fólki tækifæri til að laga
hlutina, stundum gef ég fólki fleiri
en eitt tækifæri. Ef það kemur svo
að því að víkja þarf starfsmanni úr
starfi þá skilur hann af hverju það
er gert. Mér finnst ekki rétt að
uppsögn komi eins og þruma úr
heiðskíru lofti.“
Hver eru grunngildin í fyrir-
tækjarekstri eins og þessum, önnur
en þau sem þú varst að ræða áðan?
„Þetta er rekstur og þar eru sett
ákveðin markmið. Ég legg áherslu á
góð samskipti og hreinskilni. Ein-
faldleiki er grunngildið. Hlutirnir
eiga að vera einfaldir og það á ekki
að vera að flækja þá. Í fyrirtækja-
rekstri eru menn oft að taka sig of
hátíðlega og flækja einfalda hluti.
Það er alls ekki af hinu góða.“
Morgunblaðið/Kristinn
07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
2
-1
9
2
7
Skannaðu QR kóðann
og sæktu appið frítt
í símann þinn
EINN SMELLUR
og þú tekur stöðuna
með nýja Arion appinu