Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 37
32,3 á breidd og 23,4 á dýpt. Það er og þungt í henni pundið, hún er hálft annað kíló að þyngd, en það er kannski ekki svo mikið í ljósi þess að í skrokkurinn á henni er úr traustvekjandi magn- esíumblöndu. Lyklaborðið er ekki eins traustvekj- andi, í það minnsta ekki fyrir þann sem þarf að skrifa mikið, en „músin“ eða réttara sagt stjórnp- latan fyrir músarhreyfingar er mjög vel heppnuð. Það eru engir eiginlegir músarhnappar, maður smellir á plötuna, sem reynist vel og stuðningur fyrir multi-touch er vel útfærður. Eins og kemur fram hér fyrir neðan er skjár- inn mjög fínn og upplausnin 1366 x 768 dílar. Hann er nokkuð glansandi, sem gerir erfiðara að sjá á hann í mikilli birtu, til að mynda í björtu sólskini, en fyrir vikið eru litir mettaðri og skarpari. Tíðindin við þessa vél eru annars einna helst þau að hún er með 4G-stuðning og því tilbúin til að nýta sér 4G net Nova sem er nú í tilrauna- keyrslu. Útbreiðslan er því miður ekki mikil sem stendur en þegar það verður kom- ið í gang er margfaldur hraði á við það sem menn þekkja á þráðlausu neti eða 3G neti í dag. Að því sögðu þá finnst eflaust einhverjum ókostur að ekki sé á tölvunni tengi fyrir netsnúru, en það þarf að fórna einhverju fyrir útlitið. Það er sitthvað fartölva og fartölva. Fyrir ekki svo löngu fannst manni eins og tölvuframleið- endur væru helst að keppa í því að gera tölv- urnar sem þyngstar og klunnalegastar, en svo sigr- aði skynsemin og nú stefnir allt í aðra átt. Það má til að mynda sjá á þessari Fu- jitsu-fartölvu, en Fujitsu sneri aftur á Íslandsmarkað fyrir stuttu. Fujitsu Lif- ebook UH572 er það sem menn kalla ultrabook, enda eru þær nettari en flestar fartölvur. Skjárinn á slíkum vélum er minni og þær þynnri, iðu- lega SS-drif í henni (SSD) sem gerir að verkum að þær eru fljótari í gang og eyða minni raf- magni í að keyra diskinn. Þær eru og þynnri og nettari en á móti fórna menn fyr- irbærum eins og geisladrifi, VGA-tengi og þess háttar sem sjaldan er notað hvort eð er. Fyrirtækið kynnti tvær týpur í einu, annars vegar Lifebook U772, sem er fyrirtækjavél með stærri skjá og dýrari bún- aði, en þessi týpa er ætluð almenningi. Hún er einkar nett, tæpir tveir sentímetrar að þykkt, en ÞYNNRI OG NETTARI FARTÖLVUR VERÐA ÞYNNRI OG MINNI EINS OG SJÁ MÁ TIL AÐ MYNDA Á FUJITSU LIFEBOOK UH572 ULTRABOOK, SEM ER MEÐ ÞEIM NETTARI. Græja vikunnar * Örgjörvinn er Intel i7-3517U, 1,9 GHz með 4 MB biðminni, en minni í vélinni er 4 GB, stækkanlegt í 8 GB. Stýri- kerfið 64 bita Windows 7 Pro- fessional. Ekki vantar tengi; hljóð inn og út, eitt USB 2.0 tengi, tvö USB 3.0 og HDMI- tengi. Það er líka á henni minn- iskortalesari og rauf fyrir 4G SIM-kort eins og getið er. * Með vélinni fylgir 500 GB5400 snúninga diskur sem er heldur svifaseinn. Í ljósi þess að flestir eru að flytja á netið er ljóst að stærð diska skiptir minna máli en hraðinn, en hægt er að fá í hana 320 GB 7200 snúninga disk sem er betri kostur. Nú eða setja i hana 256 GB SSD og græða hraða og spara rafmagn.. ÁRNI MATTHÍASSON * Skjárinn á henni er mjögfínn, 13,3" baklýstur LED-skjár með upplausninni 1366 x 768 dílar. Skjáhlutfallið er 16:9. Skjá- kortið er á móðurborði og þokkalegt sem slíkt, Intel HD Graphics 4000. Kappnóg fyrir alla almenna notkun býst ég við, en ekki fyrir leiki, ef ein- hver kaupir þá slika vél sem leikjavél. 07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Ýmislegt sniðugt er að finna í heimi smáforritanna. Eitt þeirra er smáforritið „Appy hour“ sem tímaritið Reykjavík Grapewine stendur fyrir. Með því er hægt að finna hvar tilboð á drykkjum er að finna á börum og veitingastöðum höfuðborgarinnar hverju sinni. Hægt er að fá forritið í alla Android- og iPhone-síma. SNIÐUG SMÁFORRIT Happy hour í snjallsímann Íslendingar hafa löngum verið hrifnir af fótbolta og fylgst vel með. Ekki allir vita e.t.v. af íslenska smá- forritinu Lummunni, sem Stokkur Software ehf. á heiðurinn af. Lumman safnar saman fréttum úr boltanum frá öllum helstu fréttaveitum landsins og gerir áhugasömum þannig kleift að fylgj- ast með úrslitum þegar þau gerast. BOLTINN Í SÍMANN Fótboltafréttir frá Lummunni Hin ýmsu fyrirtæki hafa verið að koma sér upp smáforritum. Eitt handhægt slíkt er smáforrit Strætó BS sem hannað er af Alda Softw- are. Með forritinu, sem nefnist ein- faldlega „Strætó“ er hægt að sjá hvar strætisvagnar eru staddir í rauntíma. Getur það án vafa orðið til þess að einhverjir leggi síður of seint af stað út á stoppistöð. STRÆTÓ-SMÁFORRIT Hægt að sjá vagninn iPhone 5 Þynnri, léttari og öflugri Smáralind Opnunartímar Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 Laugardaga 11 - 18 | Sunnudaga 13 - 18 Laugavegi 182 Opnunartímar Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 Sími 512 1300 Apple EarPods Ný og mögnuð heyrnatól Sitja vel í eyrum Dýpri bassi Þola betur svita og raka Fjarstýring og hljóðnemi Verð frá: 179.990.- Vefverslun www.epli.is sendum frítt á land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.