Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Page 37
32,3 á breidd og 23,4 á dýpt. Það er og þungt í henni pundið, hún er hálft annað kíló að þyngd, en það er kannski ekki svo mikið í ljósi þess að í skrokkurinn á henni er úr traustvekjandi magn- esíumblöndu. Lyklaborðið er ekki eins traustvekj- andi, í það minnsta ekki fyrir þann sem þarf að skrifa mikið, en „músin“ eða réttara sagt stjórnp- latan fyrir músarhreyfingar er mjög vel heppnuð. Það eru engir eiginlegir músarhnappar, maður smellir á plötuna, sem reynist vel og stuðningur fyrir multi-touch er vel útfærður. Eins og kemur fram hér fyrir neðan er skjár- inn mjög fínn og upplausnin 1366 x 768 dílar. Hann er nokkuð glansandi, sem gerir erfiðara að sjá á hann í mikilli birtu, til að mynda í björtu sólskini, en fyrir vikið eru litir mettaðri og skarpari. Tíðindin við þessa vél eru annars einna helst þau að hún er með 4G-stuðning og því tilbúin til að nýta sér 4G net Nova sem er nú í tilrauna- keyrslu. Útbreiðslan er því miður ekki mikil sem stendur en þegar það verður kom- ið í gang er margfaldur hraði á við það sem menn þekkja á þráðlausu neti eða 3G neti í dag. Að því sögðu þá finnst eflaust einhverjum ókostur að ekki sé á tölvunni tengi fyrir netsnúru, en það þarf að fórna einhverju fyrir útlitið. Það er sitthvað fartölva og fartölva. Fyrir ekki svo löngu fannst manni eins og tölvuframleið- endur væru helst að keppa í því að gera tölv- urnar sem þyngstar og klunnalegastar, en svo sigr- aði skynsemin og nú stefnir allt í aðra átt. Það má til að mynda sjá á þessari Fu- jitsu-fartölvu, en Fujitsu sneri aftur á Íslandsmarkað fyrir stuttu. Fujitsu Lif- ebook UH572 er það sem menn kalla ultrabook, enda eru þær nettari en flestar fartölvur. Skjárinn á slíkum vélum er minni og þær þynnri, iðu- lega SS-drif í henni (SSD) sem gerir að verkum að þær eru fljótari í gang og eyða minni raf- magni í að keyra diskinn. Þær eru og þynnri og nettari en á móti fórna menn fyr- irbærum eins og geisladrifi, VGA-tengi og þess háttar sem sjaldan er notað hvort eð er. Fyrirtækið kynnti tvær týpur í einu, annars vegar Lifebook U772, sem er fyrirtækjavél með stærri skjá og dýrari bún- aði, en þessi týpa er ætluð almenningi. Hún er einkar nett, tæpir tveir sentímetrar að þykkt, en ÞYNNRI OG NETTARI FARTÖLVUR VERÐA ÞYNNRI OG MINNI EINS OG SJÁ MÁ TIL AÐ MYNDA Á FUJITSU LIFEBOOK UH572 ULTRABOOK, SEM ER MEÐ ÞEIM NETTARI. Græja vikunnar * Örgjörvinn er Intel i7-3517U, 1,9 GHz með 4 MB biðminni, en minni í vélinni er 4 GB, stækkanlegt í 8 GB. Stýri- kerfið 64 bita Windows 7 Pro- fessional. Ekki vantar tengi; hljóð inn og út, eitt USB 2.0 tengi, tvö USB 3.0 og HDMI- tengi. Það er líka á henni minn- iskortalesari og rauf fyrir 4G SIM-kort eins og getið er. * Með vélinni fylgir 500 GB5400 snúninga diskur sem er heldur svifaseinn. Í ljósi þess að flestir eru að flytja á netið er ljóst að stærð diska skiptir minna máli en hraðinn, en hægt er að fá í hana 320 GB 7200 snúninga disk sem er betri kostur. Nú eða setja i hana 256 GB SSD og græða hraða og spara rafmagn.. ÁRNI MATTHÍASSON * Skjárinn á henni er mjögfínn, 13,3" baklýstur LED-skjár með upplausninni 1366 x 768 dílar. Skjáhlutfallið er 16:9. Skjá- kortið er á móðurborði og þokkalegt sem slíkt, Intel HD Graphics 4000. Kappnóg fyrir alla almenna notkun býst ég við, en ekki fyrir leiki, ef ein- hver kaupir þá slika vél sem leikjavél. 07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Ýmislegt sniðugt er að finna í heimi smáforritanna. Eitt þeirra er smáforritið „Appy hour“ sem tímaritið Reykjavík Grapewine stendur fyrir. Með því er hægt að finna hvar tilboð á drykkjum er að finna á börum og veitingastöðum höfuðborgarinnar hverju sinni. Hægt er að fá forritið í alla Android- og iPhone-síma. SNIÐUG SMÁFORRIT Happy hour í snjallsímann Íslendingar hafa löngum verið hrifnir af fótbolta og fylgst vel með. Ekki allir vita e.t.v. af íslenska smá- forritinu Lummunni, sem Stokkur Software ehf. á heiðurinn af. Lumman safnar saman fréttum úr boltanum frá öllum helstu fréttaveitum landsins og gerir áhugasömum þannig kleift að fylgj- ast með úrslitum þegar þau gerast. BOLTINN Í SÍMANN Fótboltafréttir frá Lummunni Hin ýmsu fyrirtæki hafa verið að koma sér upp smáforritum. Eitt handhægt slíkt er smáforrit Strætó BS sem hannað er af Alda Softw- are. Með forritinu, sem nefnist ein- faldlega „Strætó“ er hægt að sjá hvar strætisvagnar eru staddir í rauntíma. Getur það án vafa orðið til þess að einhverjir leggi síður of seint af stað út á stoppistöð. STRÆTÓ-SMÁFORRIT Hægt að sjá vagninn iPhone 5 Þynnri, léttari og öflugri Smáralind Opnunartímar Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 Laugardaga 11 - 18 | Sunnudaga 13 - 18 Laugavegi 182 Opnunartímar Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 Sími 512 1300 Apple EarPods Ný og mögnuð heyrnatól Sitja vel í eyrum Dýpri bassi Þola betur svita og raka Fjarstýring og hljóðnemi Verð frá: 179.990.- Vefverslun www.epli.is sendum frítt á land allt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.