Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 45
fram til þessa, engum stjórnmálamanni dottið í hug að gera róttækar breytingar á stjórnarskránni í ósátt og illindum. En þau Jóhanna Sigurðardóttir og Stein- grímur Sigfússon virðast líta á illindi og yfirgang sem aðaleinkenni sinna stjórnarhátta og má nefna ótal dæmi því til sönnunar og sum býsna vond. Þau sjá ekkert að því að reyna að keyra í gegn illa grundaðar breytingar á stjórnarskrá landsins, sem eiga jafn öm- urlegan aðdraganda og þann, sem að framan er lýst. Og skötuhjúin sýnast vilja hafa það sem endapunkt síns vafasama valdaferils að þvinga í gegn heildar- endurskoðun á stjórnarskrá í bullandi ágreiningi og illindum á þinginu. Og engar frambærilegar skýr- ingar hafa verið settar fram á nauðsyn þess. Stjórnarskrá verri eigi hún ávísun í aðrar slíkar? Stundum er haft gegn Stjórnarskrá lýðveldisins að einstakar greinar þar eða hugmyndir á bak við þær megi rekja til Danmerkur eða jafnvel lengra í suður- átt. En á hinn bóginn hefur verið haft á móti atriðum í stjórnarskrá þyki þau einstök í sinni röð, t.d. fyr- irkomulag handhafa forsetavalds. Og sum ákvæði virðast bersýnilega mega rekja í stjórnarskrá Bandaríkjanna, svo sem eins og það að forseti skuli vera orðinn 35 ára gamall við kjör. Í íslensku stjórn- arskránni er bannað að skerða starfskjör forseta Ís- lands á yfirstandandi kjörtímabili hans. Í banda- rísku stjórnarskránni er svipað ákvæði. Þar segir að vísu að ekki megi skerða slík kjör, en jafnframt er tekið fram að ekki megi bæta launakjör forsetans á kjörtímabilinu! Rökin eru vafalítið þau að fjár- lagavaldið geti ekki beitt forsetann þvingunar- aðgerðum í kjörum og að það vald megi ekki heldur virðast kaupa hann til vinsemdar. Ekki er líklegt að íslenski stjórnarskrárgjafinn hafi viljað halda slík- um kosti opnum. Sennilega hefur verðbólgureynsla kennt honum að nauðsynlegt gæti verið að hækka laun forseta með hliðsjón af verðlags- og launaþróun á kjörtímabili. Til hvers eru refir skornir? Eins og áður hefur verið nefnt er undirrótin að öllu bröltinu sú að ríkisstjórnarliðið, þar með talinn sá hluti þess sem kemur úr VG, vill ná fram ákvæði í stjórnarskrá sem gerir það ekki lengur erfitt fyrir pólitíska lukkuriddara á hverjum tíma að farga full- veldi landsins eða hluta þess. Slíkir þurfi eingöngu einfaldan þingmeirihluta og að uppfylla almennt orð- uð skilyrði sem eins og önnur slík má túlka út og suð- ur að vild. Augljóslega yrði ekkert hald í slíkum ákvæðum. Stjórnarskrá er í eðli sínu aðeins lög. En stjórnarskrár verða að hafa varanleika. Það er því eitt atriði sem skilur þær frá almennum lögum. Það er mun torsóttara að breyta ákvæðum stjórnarskrár en öðrum lögum. Þannig á að tryggja varanleika og auka virðingu og gildi. Íslenska stjórnarskráin er raunar tiltölulega auðveld í breytingum, eins og kunnugt er. Einfaldur meirihluti Alþingis getur breytt henni, ef annar einfaldur meirihluti á næsta kjörtímabili á eftir staðfestir þær breytingar. Þetta fyrirkomulag ætti ekki að vefjast fyrir þingmeiri- hluta á borð við þann sem, eggja- og grjót- (og það sem enn verra er) -kast skilaði inn á þingið vorið 2009. En það er þó eitt fyrirkomulagsatriði sem flæk- ir málið nokkuð. Það snýst um að þing skuli rofið þeg- ar í stað eftir að tillaga um stjórnarskrárbreytingu hefur verið samþykkt og kosningar fara fram. Þess vegna leitast ríkisstjórnir við að gera breytingar á stjórnarskrá einungis í lok kjörtímabils standi hugur þeirra til slíks. Víðsýnir stjórnmálaforingjar vita einnig að aukn- ar líkur eru á að nýr þingmeirihluti færi gegn stjórnarskrárbreytingum, ef ósátt hefur verið um þær á fyrra þingi. Minnihlutastjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur reyndi með ótrúlegu offorsi að keyra í gegn stjórnarskrárbreytingar í öngþveitinu sem ríkti vorið 2009. Það má eingöngu þakka það örfá- um reyndum þingmönnum, sem voru að hverfa af þingi eftir farsælan feril, að þá ósvinnu tókst að stöðva. Stjórnarskrá Bandaríkjanna Það er ekki auðvelt að breyta stjórnarskrá Banda- ríkjanna. Um þær breytingar gilda reglur sem ekki er fært að skýra í stuttu máli, en felast m.a. í mismun- andi nálgun slíkra breytinga, frá einstökum ríkjum eða frá þinginu. Í öllum tilvikum þarf margvíslegan aukinn meirihluta til þess að breyting nái fram. Stjórnarskrá Bandaríkjanna tók gildi 1789. Tíu breytingar (amendments) voru gerðar á henni tveim- ur árum síðar. Frá þeim tíma, í rúm 200 ár, hafa að- eins verið samþykktar 17 breytingar á stjórn- arskránni. Ekki hefur þó vantað tillögurnar, því yfir 10.000 slíkar hafa verið lagðar fram með réttum og formlegum hætti og bætast á milli 100-200 breyting- artillögur við þann fjölda árlega. Eiðstafur forseta Bandaríkjanna við embættistöku beinist að stjórnarskránni. Forsetinn heitir því, með guðs hjálp, að „preserve, protect and defend“ stjórn- arskrá landsins. Afdráttarlausari getur eiðsstafur ekki orðið í slíkum efnum. Bandaríkjamenn telja almennt að landsins bestu synir hafi haft forgöngu um efni og til- urð sinnar stjórnarskrár og þeir hafa á henni mikla helgi. Ef þeim dytti í hug að hrófla við henni í heild, sem engar líkur standa til, þyrfti til undirbúnings þess ekki síðri afburðamenn (nú af báðum kynjum) en forð- um. Það myndi ekki flögra að neinum þar vestra að hleypa hópi fólks að stjórnarskránni, sem lagt hefði í verki blessun sína yfir að Hæstiréttur landsins yrði niðurlægður. En sinn er siður í hverju landi. * Lýðveldis-stjórnarskráin,sem nú er reynt að tala niður, er auðvit- að helgur gerningur, sáttargjörð með ein- stakan stuðning þjóðarinnar Davíð Oddsson tekur við frumriti stjórnarskrár Íslands frá 1874 úr höndum Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráð- herra Dana, í Þjóðmenning- arhúsinu 11. apríl 2003. 07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.