Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 14
Ferðalög og flakk*Í hinni rómuðu Róm eru minjar um forna tíð á hverju horni, en þar er líka hægt að versla »16 Kaupmannahöfn er margslungin og fjölbreytt en ég bý á besta stað í borginni: Vesterbro. Hér á árum áður hýsti hverfið vinnumenn og verka- lýð og var lengi frægt fyrir Istedgade og rauða hverfið þar í kring. Á síð- ustu árum hefur þetta hverfi hinnar skapandi stéttar breyst og er nú þekkt fyrir að vera alveg yfirgengilega hipp og kúl. Ég bý á horni Vesterbrogade þar sem Vesterbro og Frederiksberg mæt- ast. Mannlífið hér er afar litríkt en í Fötex á föstudögum getur að líta alla flóruna: hipstera með símasnúru um hálsinn, ógæfufólk og dópista, fjöl- skyldufólk, búrkur, vændiskonur og fínu frúrnar úr Frederiksberg. Eitt það skemmtilegasta við borgina er að hjóla á flóamarkaði um helg- ar og finna sér eitthvert fínirí. Elsa María Jakobsdóttir er meistaranemi í menningargreiningu við Kaupmannahafnarháskóla, áfengisframleiðandi og fjölmiðla- og athafnakona. Fínirí á flóamörkuðum xfgndfgj PÓSTKORT F RÁ KÖBEN V ið stoppuðum fyrst í Bologna og fórum síðan yfir til Fen- eyja,“ segir Berglind Anna. „Það leit út fyrir að vera rómantískt að sigla með svona gondólabát í síkjunum en eftir að hafa horft á eftir flottu myndavélinni okkar detta ofaní sjóinn þegar við vorum að stíga upp í bátinn var eiginlega öll rómantíkin farin úr siglingunni. Við ætluðum síðan að slappa af eft- ir gondólaferðina með því að fá okkur einn bjór á Markúsartorg- inu. En það reyndist dýrasti bjór sem ég hef á ævinni keypt. Ellefu evrur þurftum við að borga fyrir lítinn flöskubjór. Þegar við kom- um til Veróna keyptum við okkur nýja myndavél. Það er yndisleg lítil borg og okkur leið vel á söguslóðum Rómeó og Júlíu. Þegar við komum til Genóa rændi vasaþjófur af mér veskinu og eftir það þurfti Jóhann alfarið að sjá um aksturinn þar sem vasa- þjófurinn var með ökuskírteinið mitt. Okkur gekk erfiðlega að finna sveitagistingu sem við höfðum pantað í Toscana því GPS- tækið varð rafmagnslaust hjá okkur og það talaði ekki nokkur maður ensku. En þegar við fundum hana var vel tekið á móti okk- ur og við komumst í vínsmökkun á bænum. Síðan fórum við til Flórens en það er líka mjög falleg borg. Ég held að Veróna og Flórens hafi verið toppurinn á ferðinni. Síðan fórum við með ferj- unni til Korsíku. En við áttuðum okkur ekki á því hvað samgöngur eru stopular þar, því þær eiginlega leggjast bara af eftir klukkan fimm á daginn. Fyrir vikið komumst við ekki til bæjarins þar sem við áttum pantaða gistingu og vorum þegar búin að borga hana og þurftum að kaupa okkur nýja gistingu annars staðar. Svo sigldum við yfir til Nice í Frakklandi og leituðum að gistingu þar í þrjá klukkutíma áður en við fundum eitthvað í mjög vafasömu hverfi. Herbergið sem við leigðum var algjör viðbjóður og við þurftum að hella í okkur rauðvíni til að geta sofnað. Við skoðuðum síðan umsagnir á netinu um þessa gistiaðstöðu og það voru allir að vara við henni. Þegar við svo komum til Parísar vorum við orðin svo þreytt að við nenntum ekki að skoða neitt. Lágum bara í leti og fórum síðan að sofa. Við skoðum þá borg seinna,“ segir Berglind. Þegar ekkert gengur upp BERGLIND ANNA MAGNÚSDÓTTIR OG JÓHANN ÞÓR ÓLAFSSON FERÐUÐUST UM NORÐUR-ÍTALÍU OG SUÐ- UR-FRAKKLAND Á HÁANNATÍMA TÚRISMANS Í SUMAR. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is NORÐUR-ÍTALÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.