Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 4
LANDBÚNAÐUR
ESB
ICESAVE
FISKVEIÐARSteingrímurJ. Sigfússon ÖgmundurJónasson
BjörnValur
Gíslason
Katrín
Jakobsdóttir
Jón
Bjarnason
Svandís
Svavarsdóttir
Álfheiður
Ingadóttir
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Árni Þór
Sigurðarson
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Átökin innan Vinstri grænnasem einkennt hafa flokks-starfið á kjörtímabilinu verða
eins og sprungusvæði þegar kemur að
því að velja á lista í einstökum kjör-
dæmum.
Mikillar tortryggni gætir á milli
hreyfinganna, annars vegar forystunnar
og hins vegar „heimavarnarliðsins“ sem
reis upp gegn Icesave og er einarðara í
andstöðu sinni við aðild að ESB. Einn við-
mælenda gekk svo langt að segja að það yrði
banabiti flokksins að fara í kosningar í and-
stöðu við ESB á sama tíma og aðildarumsókn
væri til umfjöllunar í Brussel.
Sama hvorum megin hryggjar viðmælendur liggja,
þá eru flestir á því að framboðsmálin litist af þessum
innri átökum. Og að forystan tefli jafnvel fram sínum
„fulltrúum“ gegn andófsmönnunum í þingflokknum, en
óvíst er að hún hafi styrk til þess.
Reykjavík
Allir þingmenn flokksins í Reykjavík eru líklegir til að gefa
kost á sér, þó að þeir fari varlega í yfirlýsingar. Það eru
Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Árni Þór Sig-
urðsson og Álfheiður Ingadóttir. Einn þeirra segist upplifa
það í flokknum að allir séu að spá í stöðu sína, enda bendi
skoðanakannanir til að þingmönnum fækki eftir það sem á
undan er gengið. „Það var annað andrúmsloft fyrir fjórum ár-
um. Þá þurfti enginn að hugsa sig um.“
Framboðsmálin eru enn óljósari vegna orðróms um sér-
framboð vegna andstöðunnar við ESB, en það yrði þá annað
klofningsframboðið. Áður gekk Lilja Mósesdóttir úr flokknum og
stofnaði Samstöðu, flokk lýðræðis og velferðar, og fer landsfund-
urinn fram um helgina.
Kjördæmisráð Vinstri grænna í Reykjavík kemur saman á mánu-
dag, daginn eftir fund kjördæmisráðsins í Norðausturkjördæmi, og
línurnar verða lagðar þar. Einn þingmanna segir að sér þyki líkleg-
ast að ákveðið verði að efna til forvals.
Gagnrýnt hefur verið að þrengt hafi verið að þátttöku í próf-
kjörum. Eftir að upprunaleg tillaga um gjald sem allir þyrftu að
greiða var felld á landsfundi hafi verið „laumað inn“ í skipulags-
reglur flokksins ákvæði um „lágmarks viðmiðunarárgjald“, sem fel-
ur í sér að allir kjósendur í prófkjöri þurfi að greiða 500 krónur til
flokksins, ekki seinna en á kjördag.
Suðvesturkjördæmi
Óvissan er mikil í Suðvesturkjördæmi, þar sem Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra eru þing-
menn, en þau hafa átt gott samstarf á Alþingi og farið fyrir
„heimavarnarliðinu“. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um
hvernig stillt verður upp og rekur einn
viðmælenda það til þess að menn vilji
bíða og sjá hvað ákveðið verði í Reykjavík,
hvort kosið verði í nóvember eða beðið fram
yfir áramót.
Flest bendir til að Ögmundur ætli aftur
fram og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir gefur
ekkert upp. En þar sem óvíst er hvort flokk-
urinn nái tveim þingmönnum í kjördæminu eru
vangaveltur uppi um hvort annað þeirra flytji sig
um set til Reykjavíkur, þar sem þau eiga sterkt
bakland.
Til marks um það má rifja upp að Ögmundur
varð efstur í prófkjöri í báðum kjördæmum Reykja-
víkur og Suðvesturkjördæmi árið 2007 og Guðfríður
Lilja efst þeirra sem stefndu á annað sætið á einum
listanna, en þar skákaði hún Árna Þór Sigurðssyni og
Álfheiði Ingadóttur.
Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hefur
verið orðaður við framboð.
Norðvesturkjördæmi
Kjörtímabilið hefur verið stormasamt í Norðvesturkjör-
dæmi. Ásmundur Einar Daðason gekk úr Vinstri grænum
yfir í Framsóknarflokkinn og mikið hefur mætt á Jóni
Bjarnasyni, sem ýtt var úr ráðherrastóli eftir langvarandi
deilur um ESB og fiskveiðistjórnunarkerfið. Hann gefur ekk-
ert upp um hvort hann hyggst gefa kost á sér, en síðast hafi
verið haldið prófkjör. „Það vita allir að ég er á kafi í pólitík.“
Þingmaðurinn Lilja Rafney Magnúsdóttir sækist eftir fyrsta
sætinu og Lárus Hannesson, forseti bæjarstjórnar í Stykkishólmi,
er orðaður við framboð. Einnig hefur Bjarni Jónsson, áhrifamaður
innan flokksins og sonur Jóns Bjarnasonar, verið nefndur.
Suðurland
Efsti maður á Suðurlandi, Atli Gíslason, hefur sagt sig úr flokknum
og varaþingmaðurinn Arndís Soffía Sigurðardóttir hyggst gefa kost
á sér í fyrsta sæti. En þar etur hún kappi við Ingu Sigrúnu Atla-
dóttur, forseta bæjarstjórnar í Vogum. Einnig hefur Jórunn Ein-
arsdóttir, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, verið nefnd en hún var í
þriðja sæti fyrir síðustu kosningar.
Norðausturkjördæmi
Ekkert bendir til annars en Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri grænna, leiði flokkinn inn í nýjar kosningar, en hann hefur
þó ekkert gefið út um það. Þingmaðurinn Þuríður Backman hættir
þátttöku í stjórnmálum, en það gagnast lítið Birni Vali Gíslasyni
sem er í þriðja sæti, því þetta er fléttulisti og kona sem tekur annað
sætið. Orðrómur er uppi um að Björn Valur geti því vel hugsað sér
að fara fram í öðru kjördæmi, en ekki blasir við hvar það ætti að
vera.
Forval Vinstri grænna á
sprungusvæði átaka
ÞAÐ STEFNIR Í UPPGJÖR Á MILLI ÖNDVERÐRA HREYFINGA INNAN VINSTRI GRÆNNA. LÍKLEGT ER AÐ EFNT VERÐI TIL FORVALS Í FLESTUM EÐA ÖLLUM
KJÖRDÆMUM. ÞINGMENN ERU VARKÁRIR Í YFIRLÝSINGUM. EN MARGT BENDIR TIL AÐ EINHVERJIR FLYTJI SIG UM SET Á MILLI KJÖRDÆMA.
* Það er verið að fara yfir það í fjölskyldunni hvort égfari fram. Ég mun ákveða það núna í mánuðinum. Katrín JakobsdóttirÞjóðmálPÉTUR BLÖNDAL
pebl@mbl.is
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012