Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 18
*Heilsa og hreyfingHjólreiðar eru allra meina bót og það er vel hægt að hjóla til vinnu árið um kring »20 Anna Rósa lýsir Græðikreminu sem græðandi og kláðastillandi kremi með líf- rænum lækningajurtum. Það er jafnan notað við þurrki, exemi og sóríasis. Græðikremið inniheldur lífrænan vall- humal, morgunfrú og kamillu en þessi efni hafa verið notuð öldum saman gegn húð- sjúkdómum. Ennfremur inniheldur kremið mikið af kakó- og sheasmjöri ásamt kvöld- vorrósar- og E-vítamínolíu sem gefa nauðsynlegan raka og mýkt. Græðikremið inniheldur einnig lífrænar lavender- og piparmyntuilmolíur sem eru kláðastillandi. Hún mælir jafnan samhliða með innvortis inntöku af Rauðsmára og gulmöðru tinkt- úru gegn exemi og sóríasis, rétt eins og Kristleifur hefur verið að taka. NAUÐSYNLEGUR RAKI Lífrænar lækningajurtir Morgunblaðið/Ernir K ristleifur Daðason tölvunarfræðingur hefur náð góðum árangri í baráttunni við sóríasis með því að notast við alíslenskt krem frá Önnu Rósu Róbertsdóttur grasa- lækni. „Þetta byrjaði þannig að amma gaf mér eina krukku af græðikreminu, hún sá það í Fjarðarkaupum og leist svo vel á. Ég þakkaði vel fyrir mig og prófaði og sá það eig- inlega strax að það virkaði mjög vel. Svo var ég svo ánægður með þetta að ég póstaði þessu á Facebook-síðuna mína, að þetta virkaði miklu betur en sterakremið sem ég hafði verið að nota. Þessi lyfjakrem eru róttækari og maður finnur fyrir aukaverk- unum og þarf að passa sig aðeins á þeim,“ segir Kristleifur um upphafið og heldur áfram: „Svo vill þannig til að Anna Rósa er vinur einhverra vina minna á Facebook og fréttir af þessu. Við fórum að spjalla sam- an. Ég var svo áhugasamur um þetta því kremið virkaði svo vel,“ segir hann og í kjölfarið fór hann að nota tinktúruna frá henni með rauðsmára og gulmöðru. „Stundum er þetta svo lúmskt og erfitt að átta sig á því hvða virkar og hvað ekki. En mér fannst hún virka líka. Ég hef líka komist að því að mat- aræðið skiptir máli,“ segir hann þannig að ekki aðeins það sem fólk ber utan á sig við sjúkdóminum getur virkað heldur líka það sem fer ofan í magann. Hefur prófað ýmislegt Kristleifur var eitthvað um 10-12 ára þegar sóríasis-sjúkdóm- urinn kom fram og segist hafa prófað ýmislegt á þessum tíma. „Maður venst þessu en er á sama tíma að spá í þetta.“ Krist- leifur hefur farið í ljósameðferð, notað læknakrem og notað ýms- an áburð. Af öllu sem hann hefur borið á sig hefur græðikremið virkað einna best. „Þetta stöff, það er eitthvað þarna. Fólk hefur tekið eftir því að ég er betri og það er mjög gaman.“ Myndin er tekin í hinum gróðursæla Fossvogi þar sem Kristleifur Daðason vinnur. Hann er tölvunarfræðingur hjá sprotafyrirtæk- inu Videntifier sem hann hefur tekið þátt í að byggja upp frá árinu 2007 ásamt nokkrum góðum manneskjum. Morgunblaðið/Golli GRASALÆKNINGAR HJÁLPA VIÐ SÓRÍASIS Er orðinn betri KRISTLEIFUR DAÐASON KYNNTIST GRÆÐIKREMINU FRÁ ÖNNU RÓSU GRASALÆKNI EFTIR AÐ HAFA FENGIÐ ÞAÐ Í GJÖF FRÁ ÖMMU SINNI OG SEGIR ÞAÐ VIRKA VEL Á SÓRÍASIS-SJÚKDÓMINN SEM HANN ER MEÐ. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is BLÓÐHREINSANDI JURTIR Ekki einvörðungu útvortis áburður Rauðsmára og gulmöðru tinktúra er talin góð til inn- töku fyrir exem og sóríasis. Anna Rósa segir jurtirnar rauðsmára og gulmöðru hafa öldum saman verið taldar hafa góð áhrif á húðsjúkdóma, svo sem exem og sóríasis. Þessar lækningajurtir hafa verið kallaðar blóðhreinsandi enda eru í grasalækningum inntökur jurta taldar æskilegar gegn húðsjúkdómum en ekki eingöngu að nota jurtirnar í útvortis áburð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.