Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012 Matur og drykkir nannarognvaldar.wordpress.com Nanna Rögn- valdardóttir hélt lengi úti einni vin- sælustu bloggsíðu landsins og skrif- aði ekki aðeins um mat heldur heima og geima. Nýju síðunni hleypti Nanna af stokkunum í sumar en þar hefur matur fyrst og fremst verið umfjöllunarefnið. Nanna kemur á óvart með næmu auga en hún myndar allt sjálf. Vinsælasta uppskriftin: Raspað góðgæti hefur fengið flestar flett- ingar hjá Nönnu. Raspað góðgæti er kjúklingaréttur. Reynsluboltinn evalaufeykjaran.com Eva Laufey Kjaran er 23 ára og er með yngstu matarbloggurum landsins. Bloggið er blanda af blogg- færslum um mat og dagleg mál og framsetningin er ljómandi falleg. Eva Laufey byrjaði að blogga fyrir tveimur árum og heldur líka úti matarsíðu á Facebo- ok. Vinsælasta uppskriftin: Sú uppskrift sem fengið hefur flest- ar flettingar er mexíkósk kjúklinga- súpa. Mexíkósk kjúklingsúpa er mest lesin. Ungstirnið Ljósmynd/Nanna Teitsdóttir ÓTRÚLEGA HÆFILEIKARÍKIR MATAR- BLOGGARAR, SEM HAFA YFIRLEITT ALLT ANNAÐ EN MATARGERÐ AÐ STARFI, HAFA SKOTIÐ UPP KOLLINUM SÍÐUSTU ÁRIN. HÉR ER LISTI YFIR NOKKRA AF FJÖLMÖRGUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Matar- bloggarar Marmarakaka Nönnu Teits- dóttur, eldadivesturheimi.com. FJÖLBREYTT FÓLK laeknireldarmat.blogspot.se Læknirinn Ragn- ar Freyr Ingv- arsson er læknir í doktorsnámi og þriggja barna faðir á fertugsaldri, bú- settur í Svíþjóð. Þaðan hefur hann sent ófáar mat- aruppskriftirnar á veraldarvefinn, við góðar undirtektir en bloggið hans hefur notið mikilla vinsælda í um sex heil ár og nafn hans þekkja flestir og tengja við mat, þótt hann hafi lifibrauð af læknisstarfinu. Vinsælasti rétturinn: Spaghetti Bolognese. Spaghetti Bolognese sló í gegn. Læknirinn eldadivesturheimi.com Nanna Teits- dóttir er hressi- legur matarblogg- ari í New York þar sem hún býr með eiginmanni sínum. Nanna hefur lýst því yfir að í litla eldhúsinu sínu noti hún gervisykur og unnin matvæli. Lesendur í leit að orðum eins og „hitaeiningasnautt“ verði fyrir von- brigðum. Síðan er sérstaklega falleg og stílhrein, bæði með ljósmyndum af mat og aðrar stemningsmyndir. Vinsælasti rétturinn: Kanil- snúðar landnemans. Kanilsnúðar landnemans. Í Vesturheimi eldhussogur.com Dröfn Vil- hjálmsdóttir er fjögurra barna móðir í Seljahverfi og geislafræðingur sem er í meist- aranámi í bóka- safns- og upplýsingafræði. Síðan hennar er undir sjarmerandi skandínavískum áhrifum enda bjó hún lengi í Svíþjóð. Þá eru upp- skriftir afar vel flokkaðar. Vinsælasta uppskriftin: Ofn- bakaður þorskur með pist- asíusalsa, sætkartöflumús og soja- smjörsósu. Ofnbakaður þorskur er vinsælastur. Sænsk áhrif vestfirdingurinn.blogspot.com Albertína Frið- björg Elíasdótt- ir er bæjarfulltrúi á Ísafirði og verk- efnastjóri hjá Há- skólasetri Vest- fjarða, sem heldur úti þessari skemmtilegu matar- bloggsíðu en hún birtir mjög ná- kvæmar upplýsingar, með ótal myndum, um það hvaða aðferðir skal nota við matargerðina hverju sinni. Vinsælasti rétturinn: Amerískt eplapæ er ásamt ítölskum kjöt- bollum vinsælustu réttirnir. Amerískt eplapæ er mikið lesið. Bæjarfulltrúi ljufmeti.com Svava Gunn- arsdóttir er að- stoðarmaður á lögmannsstofu sem heldur úti bloggsíðunni Ljúf- meti og lekker- heit. Bloggið var hugmynd eig- inmanns hennar en það tók hann þó langan tíma að sannfæra Svövu um ágæti slíkrar síðu. Á næstu síðu er ítarlegra spjall við Svövu og hún gefur lesendum þar uppskrift að girnilegri ostabrowiesköku. Vinsælasti rétturinn: Grískur ofnréttur. Grískur ofnréttur er mest lesinn. Lekkert og ljúft Ragna.is Ragna Björg Ár- sælsdóttir er mýrdælskur hjúkr- unarfræðingur sem hefur í rúm tvö ár bloggað um mat og birt fjöl- breyttar uppskriftir á blogginu sínu. Ragna er með mjög fjölbreytt áhugamál því auk þess sem hún starfar sem hjúkrunarfræðingur og er með hugann við eldamennsku syngur hún mikið og sinnir söngn- um sem starfi í íhlaupum. Vinsælasti rétturinn: Gulrót- arkaka. Gulrótarkakan er í miklum metum. Hjúkkan astaogpetur.wordpress.com Pétur Hans- son og Ásta Ingólfsdóttir eru búsett í Kaupmanna- höfn. Ásta er í meistaranámi í málvísindum og Pétur er endur- skoðandi. Matargerðin er þeirra sameiginlega áhugamál og sáu þau matarblogg sem sniðuga lausn á að safna saman uppskriftunum. Blogg- ið hefur orðið annað en bara upp- skriftargeymsla og er mikið lesið. Vinsælasti rétturinn: Sticky Buns á laugardegi. Sticky Buns er vinsælasti rétturinn. Samhent hjón allskonar.is Helga Kvam potturinn og pannan í öllu á bak við vefsíðuna alls- konar.is. Helga er ljósmyndari og tónlistarkona, bú- sett á Akureyri. Helga er einnig með ýmislegt fleira skemmtilegt á síðunni þótt matur sé í aðal- hlutverki. Til að mynda er sér flokkur um krydd. Framsetningin á síðunni er flott og þægilegt að leita á henni. Vinsælasti rétturinn: Gulrót- ar- og hnetubrauð. Gulrótar- og hnetubrauð. Akureyringur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.