Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012
Matur og drykkir
nannarognvaldar.wordpress.com
Nanna Rögn-
valdardóttir hélt
lengi úti einni vin-
sælustu bloggsíðu
landsins og skrif-
aði ekki aðeins um
mat heldur heima
og geima. Nýju síðunni hleypti
Nanna af stokkunum í sumar en
þar hefur matur fyrst og fremst
verið umfjöllunarefnið. Nanna
kemur á óvart með næmu auga en
hún myndar allt sjálf.
Vinsælasta uppskriftin: Raspað
góðgæti hefur fengið flestar flett-
ingar hjá Nönnu.
Raspað góðgæti er kjúklingaréttur.
Reynsluboltinn
evalaufeykjaran.com
Eva Laufey
Kjaran er 23 ára
og er með yngstu
matarbloggurum
landsins. Bloggið
er blanda af blogg-
færslum um mat
og dagleg mál og framsetningin er
ljómandi falleg. Eva Laufey byrjaði
að blogga fyrir tveimur árum og
heldur líka úti matarsíðu á Facebo-
ok.
Vinsælasta uppskriftin:
Sú uppskrift sem fengið hefur flest-
ar flettingar er mexíkósk kjúklinga-
súpa.
Mexíkósk kjúklingsúpa er mest lesin.
Ungstirnið
Ljósmynd/Nanna Teitsdóttir
ÓTRÚLEGA HÆFILEIKARÍKIR MATAR-
BLOGGARAR, SEM HAFA YFIRLEITT
ALLT ANNAÐ EN MATARGERÐ AÐ
STARFI, HAFA SKOTIÐ UPP KOLLINUM
SÍÐUSTU ÁRIN. HÉR ER LISTI YFIR
NOKKRA AF FJÖLMÖRGUM.
Júlía Margrét Alexandersdóttir
julia@mbl.is
Matar-
bloggarar
Marmarakaka Nönnu Teits-
dóttur, eldadivesturheimi.com.
FJÖLBREYTT FÓLK
laeknireldarmat.blogspot.se
Læknirinn Ragn-
ar Freyr Ingv-
arsson er læknir í
doktorsnámi og
þriggja barna faðir
á fertugsaldri, bú-
settur í Svíþjóð.
Þaðan hefur hann sent ófáar mat-
aruppskriftirnar á veraldarvefinn,
við góðar undirtektir en bloggið
hans hefur notið mikilla vinsælda í
um sex heil ár og nafn hans þekkja
flestir og tengja við mat, þótt hann
hafi lifibrauð af læknisstarfinu.
Vinsælasti rétturinn: Spaghetti
Bolognese.
Spaghetti Bolognese sló í gegn.
Læknirinn
eldadivesturheimi.com
Nanna Teits-
dóttir er hressi-
legur matarblogg-
ari í New York þar
sem hún býr með
eiginmanni sínum.
Nanna hefur lýst
því yfir að í litla eldhúsinu sínu noti
hún gervisykur og unnin matvæli.
Lesendur í leit að orðum eins og
„hitaeiningasnautt“ verði fyrir von-
brigðum. Síðan er sérstaklega falleg
og stílhrein, bæði með ljósmyndum
af mat og aðrar stemningsmyndir.
Vinsælasti rétturinn: Kanil-
snúðar landnemans.
Kanilsnúðar landnemans.
Í Vesturheimi
eldhussogur.com
Dröfn Vil-
hjálmsdóttir er
fjögurra barna
móðir í Seljahverfi
og geislafræðingur
sem er í meist-
aranámi í bóka-
safns- og upplýsingafræði. Síðan
hennar er undir sjarmerandi
skandínavískum áhrifum enda bjó
hún lengi í Svíþjóð. Þá eru upp-
skriftir afar vel flokkaðar.
Vinsælasta uppskriftin: Ofn-
bakaður þorskur með pist-
asíusalsa, sætkartöflumús og soja-
smjörsósu.
Ofnbakaður þorskur er vinsælastur.
Sænsk áhrif
vestfirdingurinn.blogspot.com
Albertína Frið-
björg Elíasdótt-
ir er bæjarfulltrúi
á Ísafirði og verk-
efnastjóri hjá Há-
skólasetri Vest-
fjarða, sem heldur
úti þessari skemmtilegu matar-
bloggsíðu en hún birtir mjög ná-
kvæmar upplýsingar, með ótal
myndum, um það hvaða aðferðir
skal nota við matargerðina hverju
sinni.
Vinsælasti rétturinn: Amerískt
eplapæ er ásamt ítölskum kjöt-
bollum vinsælustu réttirnir.
Amerískt eplapæ er mikið lesið.
Bæjarfulltrúi
ljufmeti.com
Svava Gunn-
arsdóttir er að-
stoðarmaður á
lögmannsstofu
sem heldur úti
bloggsíðunni Ljúf-
meti og lekker-
heit. Bloggið var hugmynd eig-
inmanns hennar en það tók hann
þó langan tíma að sannfæra Svövu
um ágæti slíkrar síðu. Á næstu síðu
er ítarlegra spjall við Svövu og hún
gefur lesendum þar uppskrift að
girnilegri ostabrowiesköku.
Vinsælasti rétturinn: Grískur
ofnréttur.
Grískur ofnréttur er mest lesinn.
Lekkert og ljúft
Ragna.is
Ragna Björg Ár-
sælsdóttir er
mýrdælskur hjúkr-
unarfræðingur
sem hefur í rúm
tvö ár bloggað um
mat og birt fjöl-
breyttar uppskriftir á blogginu sínu.
Ragna er með mjög fjölbreytt
áhugamál því auk þess sem hún
starfar sem hjúkrunarfræðingur og
er með hugann við eldamennsku
syngur hún mikið og sinnir söngn-
um sem starfi í íhlaupum.
Vinsælasti rétturinn: Gulrót-
arkaka.
Gulrótarkakan er í miklum metum.
Hjúkkan
astaogpetur.wordpress.com
Pétur Hans-
son og Ásta
Ingólfsdóttir
eru búsett í
Kaupmanna-
höfn. Ásta er í
meistaranámi í
málvísindum og Pétur er endur-
skoðandi. Matargerðin er þeirra
sameiginlega áhugamál og sáu þau
matarblogg sem sniðuga lausn á að
safna saman uppskriftunum. Blogg-
ið hefur orðið annað en bara upp-
skriftargeymsla og er mikið lesið.
Vinsælasti rétturinn: Sticky
Buns á laugardegi.
Sticky Buns er vinsælasti rétturinn.
Samhent hjón
allskonar.is
Helga Kvam
potturinn og
pannan í öllu á bak
við vefsíðuna alls-
konar.is. Helga er
ljósmyndari og
tónlistarkona, bú-
sett á Akureyri. Helga er einnig
með ýmislegt fleira skemmtilegt á
síðunni þótt matur sé í aðal-
hlutverki. Til að mynda er sér
flokkur um krydd. Framsetningin á
síðunni er flott og þægilegt að leita
á henni.
Vinsælasti rétturinn: Gulrót-
ar- og hnetubrauð.
Gulrótar- og hnetubrauð.
Akureyringur