Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 56
BÓK VIKUNNAR Vögguvísa eftir Elías Mar hefir verið kölluð fyrsta nútíma Reykjavíkurskáldsagan. Ekki amaleg ein- kunn! Bókin hefur nú verið endurútgefin í kilju. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Íslandssagan hefur kannski aldrei veriðgerð jafn fróðleg, spennandi og eft-irminnileg og í bókaflokknum Öldin – minnisverð tíðindi. Þarna var saga þjóð- ar rakin í fréttastíl ár frá ári. Þar voru náttúruhamfarir, sjúkdómar, veðraham- ur og ógnir og fólskuverk. Ungmenni sem las þessar bækur öðlaðist sterkt sambandvið liðinn tíma en hlaut um leið að fagna því að lifa í velsæld nútímans. Í þessum bókaflokki var sögð örlaga- saga einstaklinga. Þarna las ég til dæmis ung að árum fyrst um Ragnheiði Brynj- ólfsdóttur, Daða og eiðinn. Ég tók afar nærri mér dapurleg örlög biskupsdótt- urinnar og felldi ófá tár hennar vegna. Æ síðan hef ég haft sérstakar taugar til Ragnheiðar. Þarna las ég einnig um drukknun Egg- erts Ólafssonar og konu hans á Breiðafirði en frá þeim harmleik var skýrt með breiðletri á blaðsíðu 41 í Öldin átjánda. Mér leið eins og ég væri að lesa um dapurleg örlög göfugs fjar- skylds frænda og fylltist miklum trega. Og alltaf hefur mér verið hlýtt til Egg- erts Ólafssonar. Í bókaflokknum um aldirnar er að finna stórgóða blaðamennsku, vel skrif- aðar og fjölbreyttar fréttir með krass- andi fyrirsögnum sem augað grípur sam- stundis. Ofbeldisverk skólasveina í myrkum göngum Skálholtsstaðar er fyrirsögn sem kallar á frekari lestur. Fyrirsögnin Kvenfólkið á Suðurlandi fær að sofa vekur forvitni og það gerir sömuleiðis fyrirsögnin: Gátu ekki snúið sér í rúmi í 16 daga. En allar þessar fyr- irsagnir má finna í Öldin átjánda. Hinar Aldirnar geyma ekki síður lokkandi fyr- irsagnir. Það skiptir miklu að setja fróðleik í að- gengilegan búning. Það var sannarlega gert í Öldunum þar sem hver fróðleiks- fréttin rak aðra og sögð var mikil saga – yfirleitt harmsaga – þjóðar sem þurfti sannarlega að berjast fyrir sínu og fékk ekkert gefins. Orðanna hljóðan ÁR OG ALDIR LÍÐA Harmafregn Ár kattarins, áttunda bók Árna Þór-arinssonar, um Einar blaðamannkemur út nú eftir helgi. Árni hefur nefnt bækur sínar eftir titlum dægurlaga og svo er einnig í þetta sinn. „Já, samkvæmt sérvisku minni er titillinn fenginn úr dæg- urlagatexta, eins og alltaf áður í bókum mín- um um Einar blaðamann. Ár kattarins er lag sem heitir á frummálinu Year of the Cat og er frá árinu 1977 eftir skoskan lagasmið, Al Stewart. Sennilega man enginn eftir þessu lagi lengur, enda er það algjört aukaatriði að nokkur maður muni eftir því nema ég. En auk þess að vera heiti á dægurlagi og texta, sem fjallar um tálsýnir, er ár kattarins sam- kvæmt þjóðtrú og tímatali Víetnama ár áhyggjuleysisins og í bókinni er ég svolítið að leika mér með hinar ýmsu merkingar kattarins.“ Hvað er svona áhugavert við ketti? „Þú veist hvernig kettir eru. Maður ætlar kannski að beygja sig niður eftir ketti en þá gengur hann manni yfirleitt úr greipum og hverfur. Sagan er fléttuð úr þráðum sem allir spegla blekkingar. Þema hennar er nútími sem er ofurseldur sjónhverfingum og spuna, ekki síst í skjóli samskiptatækninnar. Hún gerir okkur oft erfitt að greina það sem er satt frá því sem er lygi. Um þetta fjallar Ár kattarins, auk þess að vera sakamálasaga. Þarna eru nokkrir þræðir í einni fléttu og nokkur dauðsföll en hvað er morð og hvað er ekki morð?“ Hvað er Einar blaðamaður að fást við í þessari nýju bók? „Sagan hefst á Akureyri þar sem Einar er staddur og á niðurskurðartímum er búið að sameina Akureyrarútibú Síðdegisblaðsins og rekstur vikublaðsins Akureyrarpóstsins. Ein- ari er boðið í brúðkaup og býður með sér Gunnhildi, fjörgamalli konu á elliheimili, sem fyrst kom við sögu í Tíma nornarinnar. Í brúðkaupinu gerist atburður sem er kannski ekki alveg eins og hann sýnist. Síðan verður annar atburður, sem gerist nánast um hverja helgi í Reykjavík og úti á landi, þegar ráðist er á mann í biðröð að því er virðist að tilefn- islausu. Þessar fréttir þekkjum við öll en hvað er á bak við þennan atburð? Einar ákveður að kanna það. Þannig tvinnast sam- an í sögunni tveir glæpaþræðir, annar mjög óvenjulegur og hinn hversdagslegur, en báðir eiga þeir að spegla sama þema sem er blekk- ingin.“ Árni er nú á leið á glæpasagnahátíðir í Frakklandi, en bók hans Morgunengill er nýkomin út þar í landi. Á annarri hátíðinni mun hann sitja á pallborði með metsöluhöf- undinum RJ Ellory sem hefur verið staðinn að blekkingum því hann hefur falsað fjölda- marga dóma um bækur sínar á netinu. Rit- höfundar hafa fordæmt hann og mikil um- ræða skapast sem er á allan hátt afar neyðarleg fyrir þennan annars virta glæpa- sagnahöfund. „Þetta er auðvitað makalaus uppákoma og eitt mesta hneyksli í glæpa- sagnaheiminum í háa herrans tíð,“ segir Árni. „Ég veit ekki alveg hvernig ég að heilsa Ellory, hvort ég eigi að láta eins og ekkert sé eða segja: Já, sæll. Ég hef heyrt margt um þig.“ Margvíslegar blekkingar Morgunblaðið/Golli ÁRNI ÞÓRARINSSON SENDIR FRÁ SÉR NÝJA GLÆPASÖGU, ÁR KATT- ARINS, EN ÞAR ER EINAR BLAÐA- MAÐUR Í AÐALHLUTVERKI. Heimsljós. Sú ljóðræna og fallega skáld- saga, er uppáhaldsbókin mín. Ég er oft með hana á náttborðinu og tek hana með mér í ferðalög. Ætli ég hafi ekki verið sautján ára þegar ég las hana fyrst og grét við lesturinn. Heimsljós er bók sem alltaf er hægt að lesa og maður getur opnað hana á hvaða blað- síðu sem er og látið heillast. Og svo er þessi endir: „Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini. Bráðum skín sól upprisudagsins yfir hinar björtu leiðir þar sem hún bíður skálds síns. Og fegurðin mun ríkja ein.“ Er þetta ekki fallegt! Uppáhaldsrithöfundurinn minn, fyrir utan Halldór Laxness, er Knut Hamsun, en það urðu ákveðin þáttaskil í lífi mínu þegar ég las bækur þessa höfunda í fyrsta sinn. Ég var rúmlega tvítug þegar ég byrjaði að lesa verk Hamsuns og las þau hvert af öðru. Ég man að Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur sagði við mig: „Mikið áttu nú gott að vera að lesa Hamsun í fyrsta sinn!“ Í UPPÁHALDI Morgunblaðið/RAX ÁSDÍS BENEDIKTSDÓTTIR BÓKSALI Halldór Laxness Ásdís Benediktsdóttir getur alltaf lesið Heimsljós. 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012 VIÐTAL Árni Þórarinsson Þarna eru nokkrir þræðir í einni fléttu og nokkur dauðsföll en hvað er morð og hvað er ekki morð?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.