Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 21
kallast Cannondale. Hjólin eru hon- um mun kærari en bíllinn. Að sögn Guðjóns er mikilvægt að hjólið sé létt, þannig láti það mun betur að stjórn, og það er merkileg upplifun að lyfta Klein-hjólinu hans upp, það er mun léttara en það lítur út fyrir að vera. Mikil hönn- unarvinna liggur þar að baki. Guð- jón viðurkennir líka að Klein-hjól og önnur hjól af sambærilegri gerð séu dýr. „Það býsnast margir yfir verð- inu en er þetta ekki afstætt eins og svo margt, alltént þegar það kemur frá fólki sem afskrifar bíla sína fyrir hundruð þúsuna árlega. Þetta er allt afstætt. Það er líka með hjól eins og annað, gæði kosta fjármuni. Sérlega á það við um léttleikann.“ Hitt er líka víst, því betra sem hjólið er þeim mun meira hjólar eigandinn og hefur af því meiri ánægju. Á veturna skiptir Guðjón yfir á nagla og til þæginda hefur hann gjarðir til skiptanna. Þungt er að hjóla á nöglunum þegar löng tímabil snjó- og frostleysis ríkja. Hann seg- ir lítið mál að hjóla í Reykjavík að vetrarlagi og dagarnir sem hann komist ekki ferða sinna teljandi á fingrum annarrar handar. Þá daga komast bílar hvorki lönd né strönd heldur. „Markmið með góðum bún- aði er að veðurfar skipti ekki máli þó vindgnauð sé það óeftirsókn- arverðasta í lífi hjólreiðarmanns.“ Guðjón segir Reykjavík alltaf að verða betri og betri hjólreiðaborg en mikið átak hefur verið gert í þeim efnum á umliðnum árum, ekki síst með stígum meðfram sjónum. Hann segir þó mikið verk óunnið og hvetur stjórnvöld til að slá hvergi af. „Hjólreiðar eru að aukast gríð- arlega hérlendis og munu halda áfram að aukast. Bíllinn er tak- markandi samgöngutæki með marga augljósa ókosti og hlutur hjólsins hlýtur að fara vaxandi á komandi árum. Annað er óhugs- andi.“ * Það er líkameð hjól einsog annað, gæði kosta peninga. 07. 10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Gerðu gæða- og verðsamanburð FINNDU MUNINN Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900 ÝMIR, SAGA, FREYJA, ÞÓR OG ÓÐINN Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur Valhöll heilsudýna 5 svæðaskipt gormakerfi 153x203 aðeins kr. 89.900 Tilboðsverð 12 mánaðavaxtalausargreiðslur* SKÓR Skór skipta mestu máli yfir vetrartímann. Þá er best að þeir séu stífbotna og vatnsheldir. HJÁLMUR Hjólreiðamaður án hjálms er eins og sundmaður án skýlu. Allt sem þarf BÚNAÐUR HJÓLREIÐAMANNS ÞARF AÐ VERA VEL OG VANDLEGA VALINN. BAKPOKI Þegar reka þarf erindi á hjólinu er nauðsynlegt að hafa góðan bakpoka með- ferðis. BUXUR Æskilegt er að bux- urnar séu úr eftir- gefanlegu efni. Allir þekkja óþægindin sem fylgja því að hjóla í gallabuxum. Hreyfing getur verið gott meðal við ýmsum kvillum, til að mynda þunglyndi. Þetta staðfestir bresk kona, Harriet Heal, sem gengist hafði undir margvíslegar meðferðir við veikindum sínum en ekkert hreif fyrr en hún fór að leggja reglulega stund á hlaup. „Fyrir tíu árum byrjaði ég að hlaupa og það gjörbreytti lífi mínu,“ segir Heal við breska dagblaðið The Guardian en hún er klínískur sálfræðingur að mennt. Heal setti á laggirnar hlaupahóp í heimabæ sínum, Sevenoaks í Kent, í því skyni að hjálpa fleiri konum út úr ógöngum sínum. Ekki eru þó allir henni sam- mála en bæjaryfirvöld í Sevenoaks hafa verið treg að styðja fjárhags- lega við hópinn. Fallast ekki á að það sé vísindalega sannað að hlaup hafi jákvæð áhrif á þunglyndi. HOLL OG GÓÐ HREYFING GETUR SKIPT SKÖPUM Hlaup er margra meina bót. AFP Hlaupið frá þunglyndinu Konur sem fæddust fyrir tímann búa við töluvert hærri líkur á að fá sjálfar meðgöngukvilla, samkvæmt rann- sókn sem birt var í Canadian Medical Association Journal. Konur sem eru fæddar á 32. til 36. viku eru 14% lík- legri til að fá of háan blóðþrýsting, meðgöngusykursýki eða með- göngueitrun. Konur sem fæddar eru eru fyrir 32. viku meðgöngu eru næstum helmingi líklegri til að fá meðgöngukvillana ef miðað er við konur sem fæddar eru eftir fulla með- göngu. Rannsakendur í Québec báru saman meðgöngu 7.405 kvenna sem fæddar voru fyrir 37 vikna meðgöngu við meðgöngu 16.714 kvenna sem fæddar voru eftir að fullri meðgöngulengd var náð. RANNSÓKN Á MEÐGÖNGULENGD OG KVILLUM Vel er fylgst með konum í mæðra- vernd hérlendis. AFP Fyrirburar fá frekar meðgöngukvilla Eitur, sem svartar nöðrur spýja úr sér, slöngutegund skyld tarantúlu, virðist jafn áhrifaríkt verkjalyf og morfín, nema hvað aukaverkanir eru miklu færri. Þetta er niður- staða franskra vísindamanna sem kynnt var í vikunni. Tilraunir á músum gefa til kynna að eiturefnið, sem rándýrið notar til að lama og drepa hin ýmsu smá- dýr, geti virkað svona vel. Vís- indamennirnir taka fram að þeir séu afar undrandi á niðurstöð- unum en ekki sé um að villast! Þeir rannsökuðu eitur úr 50 tegundum kvikinda áður en niðurstaðan fékkst. SLÖNGURNAR LEYNA Á SÉR Eitur betra en morfín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.