Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 12
Svipmynd 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012 F innur Árnason hefur ver- ið forstjóri Haga frá árinu 2005. Tíu fyr- irtæki eru innan Haga, þar á meðal Bónus og Hagkaup, vöruhúsin Aðföng og Bananar, verslanir Debenhams, Úti- líf og tískubúðirnar Zara og Top Shop. Það er því í mörg horn að líta hjá forstjóranum sem segir starf sitt vera líflegt og skemmtilegt. Í frístundum gefur Finnur sér tíma til að semja lög og texta og nú eru komnar út upptökur á tveimur lög- um eftir hann. Annað lagið Er þetta ástin? syngur Bubbi Morthens og hitt lagið Brosið þitt bjarta syngur Páll Rósinkranz. Lagið sem Bubbi syngur er komið inn á Rás 2 og Bylgjuna og þangað mun Brosið þitt bjarta með Páli væntanlega einnig rata innan skamms tíma. Finnur á ekki langt að sækja tón- listaráhugann en báðir afar hans voru miklir áhugamenn um tónlist, eins og Finnur rifjar upp: „Afi minn og alnafni minn var mikill harm- ónikkuleikari og spilaði á sveitaböll- um. Hinn afi minn, Oliver Guð- mundsson var mikill vinur Hauks Morthens og samdi lög og tók þátt í lagakeppnum fyrir og eftir stríð. Bubbi syngur tvö lög eftir hann á plötunni á Í skugga Morthens, lögin Með blik í auga og Hvar ertu?“ Hvenær fórst þú að leika á hljóð- færi? „Finnur afi gaf mér harmónikku þegar ég var átta ára gamall. Ég var í harmonikkunámi í tvo vetur þar sem Reynir Jónasson kenndi mér um tíma en ég var nú ekki sér- lega góður nemandi. Ég var í unglingahljómsveitum og gekk í tónlistarskóla, þar til ég lauk námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, 24 ára gamall. Lengst af undir handleiðslu Sigurðar Mar- teinssonar, en einnig Agnesar Löve. Ég hef reynt að viðhalda tónlistinni, hlusta mikið og er alæta á tónlist. Mest hlusta ég þó á djass og klass- íska tónlist en einnig á það sem er í gangi hverju sinni og kaupi töluvert af íslenskri tónlist. Ungir íslenskir tónlistarmenn eru að gera frábæra hluti og svo eru menn eins og Bubbi sem er búinn að halda sér á toppn- um í allan þennan tíma sem hlýtur að teljast töluvert afrek því sam- keppnin er afar hörð og markaður- inn lítill. Það er píanó á heimilinu og að setjast við það er dálítið eins og að fara í jóga. Maður sest niður og slakar á og fær hvíld frá hinu dag- lega amstri. Við fjölskyldan höfum öll gaman af tónlist. Konan mín er Anna María Urbancic sem er barnabarn Victors Urbancic, þannig að það er mikil tónlist í þeirri ætt. Börnin okkar fjögur, Árni Grétar, Ebba Katrín, Oliver Páll og Viktor Pétur, sem eru á aldrinum 13-22 ára, hafa öll lært á hljóðfæri en stefna samt ekki að því að leggja tónlist fyrir sig.“ Gefandi að semja lög Faðir þinn, Árni Grétar Finnsson lögfræðingur, gaf út fjórar ljóða- bækur á sínum tíma og þið systk- inin gáfuð út heildarsafn ljóða hans fyrir nokkrum árum. Yrkir þú ljóð og skrifar þú sögur? „Ég hef skrifað eitthvað smotterí en það er allt ofan í skúffu. Ég hef fiktað við að semja lög og texta við þau en þessi tvö lög sem nú eru komin á disk eru þau fyrstu sem eru fullkláruð. Ég samdi þessi lög mér til gamans og þar sem þessi iðja veitir mér ánægju langar mig til að gera meira af því að semja lög og texta. Ég á til drög að lögum en það er meira mál en ég taldi að ljúka við þau. Ég hélt líka að texta- smíði væri auðveldari en lagasmíði en það hefur ekki verið þannig. Það má segja að þessir tveir diskar hafi verið prófraun í því að klára lög. Þetta var áskorun og ég fór út fyrir minn eigin þægindahring. Þetta eru bara lítil lög en fyrir mér er stórt skref að setja endapunktinn við þau með útgáfu. Nú er ég búinn að láta þessi lög frá mér fullunnin og það sem maður hefur látið frá sér verð- ur ekki tekið aftur. Ég mun halda áfram að semja lög og texta einfald- lega vegna þess að mér finnst það svo gefandi. Auðvitað væri gaman að eiga í fyllingu tímans safn laga, en ég er ekki fljótur að semja og þarf yfirleitt að taka nokkur tilhlaup áður en ég lýk við lag. “ Hvernig taka starfsmenn þínir þessari útgáfu? „Mjög vel. Á árshátíðum innan fyrirtækisins hafa í gegnum árin verið settar saman hljómsveitir og þá hef ég stundum verið klæddur í búning og farið upp á svið. Þannig að starfsmenn hafa séð mig spila, þótt það hafi mest verið í gríni gert.“ Syngur þú á sviði á árshátíðum? „Ég syng ekki. Það er mikilvægt að þekkja takmörk sín.“ Það er nokkurt mál að koma lög- um sínum og texta á disk og fá landsfræga menn til að syngja. Hvernig tókst þér það? „Hagkaup hefur verið með ís- lenska tónlistardaga í nóvember á hverju ári í meira en áratug. Þar er lögð áhersla á að kynna nýja útgáfu og tónlistarmenn mæta í búðirnar, spila lög og árita plötur. Í gegnum þetta framtak kynntist ég tónlist- armönnum og þar á meðal Bubba og umboðsmaður hans, Páll Eyjólfsson, hefur unnið mikið með okkar fyr- irtækjum. Þessi samskipti þróuðust síðan skemmtilega í þessa átt. Það er eitt að langa til að semja lög og texta og svo er annað að koma inn í hóp og hvetjandi umhverfi þar sem menn eru snillingar, hver á sínu sviði. Ég hef verið svo lánsamur að lenda í réttum höndum en það má segja að Benzín bræður, Daði og Börkur Birgissynir, hafi tekið mig í fóstur. Þeir reka Stúdíó Sýrland og fengu Inga Björn Ingason, barna- barn Alberts Guðmundssonar, til að Út fyrir eigin þæginda- hring FINNUR ÁRNASON, FORSTJÓRI HAGA, STÝRIR STÓRU FYRIRTÆKI EN Í FRÍSTUNDUM SEMUR HANN LÖG OG TEXTA. TVÖ LÖG ERU KOMIN Á DISK OG ANNAÐ ER KOMIÐ Í SPILUN HJÁ ÚTVARPSSTÖÐVUM OG HITT LAGIÐ MUN EINNIG RATA ÞANGAÐ. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is *Það er eitt að langa til að semja lög ogtexta og svo er annað að koma inn íhóp og hvetjandi umhverfi þar sem menn eru snillingar, hver á sínu sviði. Ég hef ver- ið svo lánsamur að lenda í réttum höndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.