Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012 Þ að eru fallegir og for- vitnilegir, nýstárlegir og sígildir hlutir í búðinni Suomi PRKL!, sem stend- ur í bakhúsi við Laugaveg 27, í porti milli Hríms hönnunarhúss og Tíu dropa. Þeir eiga líka allir það sameiginlegt að vera af finnskum uppruna, líkt og stofnendur og eig- endur verslunarinnar, Maarit Kai- painen og Satu Rämö. Flestir eru hlutirnir líka ákaflega nytsamlegir, sem er eitt einkenni finnskrar hönnunar. Búðin er líka hugvits- samlega innréttuð fyrir lítinn pen- ing og margt þar inni sem getur veitt innblástur. Helsinki er Hönnunarhöf- uðborg heimsins 2012 Það er líka við hæfi að heimsækja þessa finnsku búð á Íslandi árið 2012, árið sem finnska höfuðborgin Helsinki ber titilinn „World Design Capital“ eða Hönnnunarhöfuðborg heimsins, ásamt nokkrum ná- grannaborgum. Finnsk hönn- un hefur því verið í sviðsljósinu í ár enda af ríkum hönnunarheimi að taka, bæði nýj- um sprotum og rótgrónum fyr- irtækjum á borð við Arabia, Fisk- ars og Iittala. Verslunin var opnuð í júní og hefur gengið vel, að sögn Maaritar sem verður fyrir svörum. „Ég hugsa mikið til hefðbundinnar hönnunar eins og þessara handofnu bómullarmotta sem við erum með,“ segir hún en motturnar sem hún á við eru sérhannaðar fyrir búðina og aðeins til í fáum eintökum. Finnar hanna ekki vöru bara til þess að gera eitthvað nýtt, útskýrir hún. „Það verður alltaf að vera eitthvað nýtt í hönnuninni, sem virkar betur en það sem er þegar til.“ Annað einkenni á finnskri hönn- un er grafísk og litrík hönnun, sem er áberandi í búðinni. „Íslendingar skilja finnskt formtungumál mjög vel. Það er mjög svipað og á Ís- landi og margt líkt því sem ís- lenskir hönnuðir eru að gera þó sjónarhornið sé aðeins annað,“ segir hún. Maarit er með hálsmen sem gert er úr afgangsleðri úr húsgagnaiðn- aðinum, ný gerð af perlufesti, segir hún en þetta byrjaði sem heim- ilisiðja hjá einni konu. „Mér finnst gaman að finna svona vörur, eitthvað VERSLUNIN SUOMI PRKL! VIÐ LAUGAVEG SELUR EIN- VÖRÐUNGU HÖNNUNARVÖRUR FRÁ FINNLANDI Finnskur fjársjóður ÍSLENDINGAR SKILJA FINNSKT FORMTUNGUMÁL MJÖG VEL, AÐ SÖGN MAARITAR KAIPAINEN, ANNARS EIGANDA HÖNNUNARVERSLUNARINNAR SUOMI PRKL! Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Maarit fyrir framan búðina sem er jafn forvitnileg að utan sem innan. Skemmtilegur reyk- skynjari frá Lento. Þessi Hai-stígvél frá Nokia hafa verið í uppáhaldi hjá Finnum frá því á sjöunda áratugnum. Mikið úrval endurskinsmerkja er í búðinni. Hér má sjá blóm sem var sérstaklega framleitt fyrir Helsinki Design Capital 2012, Angry Birds-endurskinsmerki og fyrsta endurskins- merkið sem framleitt var í heiminum og er enn í framleiðslu. D Ý N U R O G K O D D A R Elskaðu að vakna! Heimili og hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.