Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 54
Menning 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 07. 10. 2012 Hvað vill sannleikurinn uppá dekk? Hvað á hannmeð það að eyðileggja áheyrilega sögu? Er ekki bara hægt að halda sig við fegurð kvöldsins? Hver er svo sem sann- leikurinn? Faðirinn man þetta svona, móðirin hinsegin. Og börnin einhvern veginn allt öðruvísi. Hvað um það? Varðar okkur yfir höfuð nokkuð um sannleikann? Hann til- heyrir fortíðinni og hún er liðin. Blessunarlega liðin. Hávar Sigurjónsson stingur sér á bólakaf í sögu íslenskrar fjölskyldu í nýjasta leikriti sínu, Jónsmessu- nótt. Þrjár kynslóðir hittast í sum- arbústað yfir helgi til að halda upp á gullbrúðkaup ættforeldranna. Hver og einn mætir með farangur til leiks og smám saman endar hann uppi á borðum. Misgeðslegur. „Hugmyndin var að stefna þrem- ur kynslóðum saman. Siðrofið í þessu samfélagi sem hrunið afhjúp- aði varð ekki á einni nóttu. Það átti sér aðdraganda, rétt eins og upp- gjör þessa fólks. Gildin ganga frá einni kynslóð til annarrar og fólk virðist staurblint á eigin galla. Allir sjá flísina í auga náungans. Allt sem aflögu hefur farið er öðrum að kenna og menn misbeita valdi sínu kinnroðalaust í eigin þágu. Svo ríg- halda þeir í leyndarmálin enda þótt þau séu öllum í fjölskyldunni kunn,“ segir Hávar um tildrög verksins. Mannlegt er að fegra sinn hlut, ekki síst þegar dregur að leið- arlokum í þessu lífi, og það er göm- ul saga og ný að fólk upplifi atburði á misjafnan hátt. Það gera full- orðnu hjónin í Jónsmessunótt svo sannarlega. En hvort þeirra er handhafi sannleikans? Ef til vill hvorugt? „Ég lít svo á að allir hafi eitthvað til síns máls enda ekki mitt hlutverk að dæma þetta fólk. Ég dreg bara upp myndina,“ segir Hávar. Skáldskapur eða lygi Tekist er á af snerpu um tíðirnar í verkinu; fortíð, nútíð og framtíð. Fortíðin hefur mótað okkur og maður þarf að hafa trú á framtíð- inni til að geta selt hann. Óbilandi trú. En er það samt ekki nútíðin sem skiptir mestu máli? Það er all- tént enginn annar tími í boði, eins og Hávar kemst að orði. Fleiri stef leiða saman hesta sína á sviðinu, svo sem skáldskapur og lygi. Tvær hliðar á sama peningi. Eða hvað? „Munurinn á skáldskap og lygi er í mínum huga einfaldur,“ segir Hávar. „Lygin er niðurbrjót- andi afl en skáldskapurinn hið gagnstæða, hann er jákvæður og uppbyggilegur. Það er tvennt ólíkt að rífa niður og skapa. Að ein- hverju leyti er sannleikurinn líka fólginn í skáldskapnum.“ Á heimasíðu Þjóðleikhússins er Jónsmessunótt lýst sem svartri kómedíu og Hávar getur fallist á að léttari tónn sé í hinu nýja verki en fyrri verkum hans sem sett hafa verið á svið. „Mér finnst raun- ar alltaf eins og ég sé að skrifa gamanleikrit en sennilega hef ég komist næst því núna,“ segir hann sposkur á svip. Ekki svo að skilja að hér sé einhver ærslaleikur á ferð, dramatíkin bullsýður undir niðri. Hvað er gaman svo sem án alvöru eða alvara án gamans? Enn og aftur glíma persónur Hávars Sigurjónssonar við flókin vandamál, oft og tíðum skuggaleg og jafnvel óyfirstíganleg. „Rétt er það,“ segir hann glott- andi. „Það er margslungið, hið innra líf höfundar. Nú er það þann- ig að ég lifi sjálfur til þess að gera venjulegu og ástríku fjölskyldulífi en þegar ég sest við skriftir sækja hinar snúnu tilfinningar gjarnan á mig. Ég verð Mr. Hyde,“ segir hann og harka færist yfir andlitið. „Um leið og ég stend svo upp frá tölvunni verð ég Dr. Jeckyll á ný.“ Svipurinn mýkist. Harpa Arnardóttir leikstýrir Jónsmessunótt, frumraun hennar í því hlutverki í Þjóðleikhúsinu, og leggst sýningin vel í Hávar. „Mín- um fæðingarhríðum er lokið, nú mæðir mest á Hörpu og þeim frá- bæra leikhópi sem hún hefur sett saman enda eru þau höfundar sýn- ingarinnar. Þótt textinn sé raunsæ- islegur er ekki auðvelt að sviðsetja innra líf persónanna. Það reynir því á Hörpu og hennar fólk og lausn- irnar eru mér að skapi. Mér leist strax mjög vel á að vinna með Hörpu, hún hefur djúpan skilning á leikhúsi og því hvað leikarinn hefur fram að færa enda frábær leikkona sjálf. Hér eru allir undir árum.“ Leikendur í sýningunni eru Arn- ar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Þor- steinn Bachmann, Edda Arnljóts- dóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Búninga gerir Kristína Bermann; lýsingu annast Ólafur Ágúst Stef- ánsson og tónlistin er eftir Völu Gestsdóttur. Leikmynd Finns Arnars Arn- arsonar er mjög opin og hefur táknræna merkingu. Látum áhorf- endum eftir að átta sig á henni. Eins og ýmsu öðru. Hávar Sigurjónsson leikritaskáld. Jónsmessunótt er þriðja leikrit hans sem Þjóðleikhúsið sýnir, hin eru Pappastrákur (2003) og Grjótharðir (2005). Hafn- arfjarðarleikhúsið sýndi Englabörn (2001) og Höllu og Kára (2008). Morgunblaðið/Styrmir Kári FRUMSÝNING Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU JÓNSMESSUNÓTT, NÝTT LEIKRIT EFTIR HÁVAR SIGURJÓNS- SON, VERÐUR FRUMSÝNT Í KASSANUM Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Á FIMMTUDAGINN KEMUR. ÞAR HERMIR AF FJÖLSKYLDU SEM ER SANNARLEGA EKKI ÖLL ÞAR SEM HÚN ER SÉÐ. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Margt býr í (Jónsmessu)nóttinni. Er faðirinn kletturinn í hafinu eð skerið sem allt steytir á? Þórunn Arna, Edda, Arnar, Þorsteinn, Atli Rafn og Maríanna Clara í hlutverkum sínum í sýningunni. Flísin í auga náungans *Lygin erniðurbrjót-andi afl en skáldskapurinn hið gagnstæða. Hávar Sigurjónsson er ekki við eina fjölina felldur í vetur. Í byrjun febr- úar næstkomandi verður annað verk eftir hann sett á svið í Þjóðleik- húsinu, nánar tiltekið í Kúlunni. Segðu mér satt! heitir það og er sam- starfsverkefni Þjóðleikhússins og leikhópsins Geirfugls. Leikstjóri verður Heiðar Sumarliðason. „Þetta er allt öðruvísi verk í formi og nálgun en Jónsmessunótt og það hefur verið skemmtilegt að hafa þau bæði í höndunum á sama tíma. Þarna er sannleikurinn áfram í fyrirrúmi en á annan hátt, eigum við ekki að segja að þetta verk fjalli meira um hlutverkaleikinn í lífinu,“ segir Hávar. Þriðja verkið, Í gömlu húsi, verður síðan frumflutt í Út- varpsleikhúsinu í nóvember, í leikstjórn Mörtu Nordal. „Þessi þrjú verk eru afrakstur þriggja til fjögurra síðustu ára og það hittist bara þannig á að þau eru öll frumflutt sama veturinn. Það er í mörg horn að líta,“ segir Hávar sem byrjaður er á nýju verki sem hann vonast til að ljúka við á þessu ári eða því næsta. Ekki við eina fjölina felldur ERILSAMUR VETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.