Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.10.2012, Blaðsíða 22
*Heimili og hönnunFinnar virðast einhverra hluta vegna frjórri en aðrar þjóðir þegar kemur að hönnun »36
Annað tölublað íslenska hönnunar- og lífs-
stílstímaritsins Home & Delicious er kom-
ið út, en ritið er eingöngu gefið út á vefn-
um.
Um er að ræða hugarfóstur hjónanna
Höllu Báru Gestsdóttur hönnuðar og
Gunnars Sverrissonar ljósmyndara, sem
m.a. eru kunn af stofnun blaðsins Lifunar.
Er tímaritinu ætlað að veita fólki innblástur og gefa því hug-
myndir að ýmiskonar útfærslum um hvaðeina sem tengist heim-
ilum, hönnun, lífsstíl og matargerð svo fátt eitt sé nefnt. Vef-
tímaritið er öllum opið á slóðinni: www.homeanddelicious.is
HOME & DELICIOUS KOMIÐ ÚT
Nýtt vefrit um hönnun
Annað tölublað veftímaritsins Home & Delicious er komið
út og kennir þar ýmissa áhugaverðra grasa.
M
atarstell með andlitum nokk-
urra höfuðfígúra úr æv-
intýraheimi hönnunarfyrirtæk-
isins Tulipop njóta nú
vinsælda, en furðuverurnar sem mynda
þennan undarlega heim spretta úr hug-
arheimi Signýjar Kolbeinsdóttur vöruhönn-
uðar. Veröld Tulipop er hugsuð sem eyja og
á henni búa þrettán verur sem Signý hefur
teiknað. En hvert sækir hún innblástur að
þessum skrautlegu karakterum?
„Mestan innblástur fæ ég frá fólkinu í
kringum mig,“ segir Signý en bætir við að
oftar en ekki átti hún sig ekki á því fyr-
irfram hver fyrirmyndin að karakternum er.
„Ég fatta það oft eftir á hverjum persónan
líkist. Þá hef ég kannski orðið fyrir áhrifum
af persónueinkennum einhvers í kringum
mig, úr fjölskyldu eða vinahópi, án þess að
tengja það beint þegar ég byrja að teikna.“
Tulipop vörurnar fást í Epal, Dúka,
Kokku, Snúðum og snældum, Hrím, Barna-
búðinni, Aurum og Mýrinni í Reykjavík, í
Pottum og prikum og Kistunni Akureyri,
Birtu Egilsstöðum
og Hrund Ólafsvík.
Signý Kolbeinsdóttir hönnuður og hugmynda-
smiður Tulipop.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
ÆVINTÝRAVERÖLD TULIPOP LIFNAR VIÐ
Furðuverur
byggðar á fólki
ÚR SMIÐJU TULIPOP SPRETTA SKRINGILEGAR VERUR SEM VIRÐAST AF
ÖÐRUM HEIMI EN ERU ÞÓ ALÍSLENSKAR OG BYGGJA Á FYRIRMYNDUM ÚR
HÓPI VINA OG VANDAMANNA HÖNNUÐARINS. GLÓ, BÚI, UGGI, SPOTTI
OG KÚPA ERU TIL SEM MATARSTELL OG HERRA BARRI VERÐUR AÐ LAMPA
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
* Sveppastrákurinn Búi er hrifnæmurnáttúruunnandi, bókaormur og ofurnörd! Milli
þess sem hann liggur í bókum og spjallar við
dýr og blóm og aðrar verur lætur hann sig
dagdreyma og hugsar upp ný orð svo eitthvað
sé nefnt. Lífið er því nokkuð notalegt hjá þess-
um ljúflingi nema þegar hann lætur áhyggjurnar
ná tökum á sér.
* Sveppastelpan Gló er systir Búa enlíklega er leitun að ólíkari systkinum. Öfugt við
hinn hægláta og mjúklynda Búa er Gló æv-
intýragjörn, hvatvís en þó umfram allt hugrökk.
Það er alltaf eitthvað í spennandi í gangi hjá
þessari dugnaðarkonu. Hún elskar ráðgátur og
leyndardóma sem er ástæða þess að hún býr í
jaðri Svartaskógar við rætur eldfjalls.
* Bræðurnir Uggi og Spotti erumiklir brandarakarlar. Þeir leggja í vana sinn að
ganga aðeins of langt í gríninu en eins og allir
trúðar hafa þeir stórt hjarta og eru miklar til-
finningaverur.
* Kúpa er kaldhæðin og stundumsvolítið stuttur í henni þráðurinn. Hún trúir á
sannleikann og hann getur verið bitur, eins og
við vitum. Kúpa er ljóðskáld, með snarpan stíl
og beinskeytt skilaboð.
* Herra Barri býr á sama stað og Kúpa en þau hafa kom-ið sér upp samskiptamynstri sem einkennist af sífelldu tuði og að-
finnslum en ósættið er þó bara á yfirborðinu – þau gætu í raun
ekki hugsað sér lífið án hins. Ætli það kallist ekki bara ást.
Brátt getur Barri lýst upp herbergi með glyrnunum sínum því
Tulipop áformar að senda frá sér lampa í líki Barra. Lampinn er
væntanlegur í verslanir í nóvember en hann er hægt að forpanta
á www.tulipop.is.
* Matarstell úr melamín með myndumaf Tulipop fígúrunum Ugga og Spotta. Sumir
kaupa matarstellin fyrir börn en það má líka
hugsa sér þau sem skraut, t.d. sem namm-
iskálar. Leiðbeinandi verð fyrir matarstellin, sem
samanstanda af diski, skál og glasi, er 5.990 kr.
Tripp Trapp stóllinn þekkti á 40 ára af-
mæli um þessar mundir.
Stólinn hannaði norski hús-
gagnahönnuðurinn Peter Opsvik upp-
haflega árið 1972. Hugmyndina fékk
hann þegar hann fylgdist með syni sín-
um sem náði ekki upp á matarborð fjöl-
skyldunnar af hefðbundnum stól. Hann-
aði hann Tripp Trapp með í huga að
hann gæti vaxið með barninu en hægt
er að aðlaga bæði sæti og fótskemil eftir því sem það stækkar.
Er stóllinn gott dæmi um vel heppnaða, tímalausa hönnun.
AFMÆLI VERÐLAUNAHÖNNUNAR
Tripp Trapp stóllinn 40 ára
Tripp Trapp stóllinn er gott
dæmi um tímalausa hönnun.